Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 56

Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 56
8 föstudagur 11. desember Í nýja sjónvarpsþætt- inum Wipeout sýnir Friðrika Geirsdóttir á sér hliðar sem fæstir hafa séð áður. Í viðtali við Föstudag segir hún frá ævintýrinu í Argent- ínu og jólamatreiðslu- þættinum þar sem hún ætlar ekki að matreiða sebrahest. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason S jónvarpskokkinn Frið- riku þekkja marg- ir en færri tengja hana við ærslaskap, læti og jaðaríþrótta- mennsku. Það fer senn að breyt- ast en í kvöld verður fyrsti Wip- eout-þátturinn sýndur á Stöð 2. Friðrika er kynnir þáttanna og eyddi þremur ógleymanlegum vikum í Búenos Aíres í Argentínu við upptöku þeirra. „Mér fannst gaman að gera Wipeout því ég fór svo rosalega langt út fyrir sjálfa mig og það sem aðrir héldu að ég væri. Ég hló allar þrjár vikurnar á meðan ég var úti, það var svo gaman.“ Svona vel skemmti hún sér, þrátt fyrir að hafa ekki fengið að spreyta sig á þrautunum sjálf. Sem andlit þáttanna þótti ekki á það hættandi að hún fengi glóð- arauga eftir handahlaup eða hopp á risaboltunum, svo hún varð að halda sig á mottunni. „Ég bað um að fá að prófa, svo það sé nú alveg á hreinu! Það halda örugg- lega margir að ég hafi ekki þorað,“ segir Friðrika, sem skemmti sér nógu vel við að fylgjast með öllum hinum spreyta sig. ÚRSLITIN KOMA Á ÓVART Skemmtilegast af öllu þótti Frið- riku að kynnast þeim 120 manns sem komu út til að taka þátt. „Það var svo gaman að fylgjast með þessu fólki, sem var komið alla þessa leið til að virkilega ögra sjálfu sér. Eftir hverja þraut fyllt- ist það meira sjálfstrausti. Það var magnað að sjá muninn á því þegar það kom og þegar það fór. Ég held að það sé hollt fyrir sálina að rífa af „ég þori ekki“ plásturinn, opna sig og geta hlegið að sjálfum sér eins og þau gerðu.“ Wipeout-þættirnir verða tíu, sýndir einu sinni í viku fram í mars. Friðrika er ekki í nokkrum vafa um að fólk eigi eftir að sogast inn í þættina og sitja sem fastast yfir þeim öllum. „Þetta er alveg frábært sjónvarpsefni. Í fyrsta lagi er svo gaman að sjá fólk sem við þekkjum eða könnumst við í sjón- varpinu. Þar sem þátttakendurn- ir eru svona margir kannast ör- ugglega langflestir við einhvern. Svo hefur hvílt svo mikil leynd yfir þessu − enginn veit hverj- ir unnu, en sigurvegararnir voru átta. Og trúðu mér, það kemur á óvart hverjir vinna!“ ENGAN VONDAN MAT, TAKK Friðrika er önnum kafin við undir- búning og kynningu á fyrsta Wipe- out-þættinum. Þrátt fyrir það gefur hún sér tíma til að fara í ræktina því sem næst á hverjum degi. Því sleppir hún helst ekki, ekki síst af því að hún vill geta borðað það sem henni dettur í hug án þess að hafa áhyggjur af línunum. „Ég er alltaf að hugsa um mat og allt- af að borða. Ég þoli ekki að borða vondan mat, því mér finnst það svo mikil ánægjusóun. Það ætti að vera ein af dauðasyndunum að borða vondan mat,“ segir hún og hlær. „Þess vegna fer ég oft á æf- ingu, því það verður að vera jafn- vægi á milli hreyfingar og þess sem maður lætur ofan í sig.“ Hún segist sukka í mat af og til. Hins vegar reyni hún að finna leiðir til að gera uppskriftirnar sínar hollari. Hún lætur þó vera að taka smjörið og rjómann út úr öllum uppskriftum. „Ég trúi ekki á að borða ekki hvítan sykur og hveiti, nema það væri vegna óþols eða einhvers slíks. Það er svo langt frá mínum trúarbrögðum. Mitt mottó er að borða sitt lítið af hverju með góðu hugarfari. Þegar þú ert að borða sætindi og hugsar „ég á ekki að vera að borða þetta“ þá get ég lofað þér því að það sest beint á magann eða mjaðmirn- ar. En ef þú ert virkilega að njóta sætindanna eru þau að gefa þér miklu meira en bara bragðið. Þá ertu að fóðra andlegu hliðina líka. Þegar þú sérð köku og þig lang- ar í hana fara fallegar hugsanir af stað og þú veðrast öll upp. Það segir sig sjálft að það er svo miklu hollari tilfinning en að hugsa „oj, hvað þetta er ógeðslega óhollt“ en borða kökuna samt.“ SMÍÐAR UPPSKRIFTIR Eitt af helstu áhugamálum Frið- riku er uppskriftasmíð. Þær verða til á allsérstakan hátt. „Þá svelti ég mig í smá tíma, því ég verð að vera ofsalega svöng. Svo fer ég út í Hagkaup með kerruna og rölti um. Eftir smá stund fer heilinn að púsla góðum hlutum saman. Og þannig verða uppskriftirnar til!“ Með uppskriftina í kollinum fer hún svo heim og nostrar við matargerðina, sem hún líkir við sína þerapíu. „Manni líður svo vel þegar maður gerir eitthvað svona skapandi. Og ólíkt myndlistar- manninum fæ ég að borða það sem ég skapa líka. Það er kannski þess vegna sem ég er alltaf í svona góðu skapi,“ spyr hún sjálfa sig hugsi. Hún lætur unga syni sína tvo hvorki trufla sig né kastar til hendinni við matargerðina svo hún geti betur sinnt þeim. Hún FÉKK EKKI AÐ PRÓFA RISA- BOLTANA Land sem þig langar að heimsækja: Tíbet. Mesta dekrið: Góður svefn. Uppáhaldsverslunin: Whole Food Store í NY. Hverju myndirðu sleppa til að spara: Borða alltaf heima. Án hvaða veraldlega hlutar geturðu ekki verið: Eldhússins míns. Helstu kostir þínir: Gott skap og jákvæðni gerir lífið auðveldara. Og gallar: Óþolinmæði og fljótfærni. Áhrifavaldurinn: Mamma. Mesta freistingin: Ooohhh... þær eru margar en ég á mjög erfitt með að sleppa smá súkkulaðibita seinnipart dags. Matgæðingur Friðrika Geirsdóttir er alltaf að spá í mat og hefur það að sérstöku áhugamáli að smíða uppskriftir. Henni leiðist því ekki næsta verkefni á dagskrá, að vinna jólamatreiðsluþátt með góðum gestum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ✽ b ak v ið tj öl di nEr til betri gjöf en verkjalaus jól ! Sore No More er fáanlegt í heilsubúðum, apótekum og Fjarðarkaup Sore No More ná ttúrlega hita- og kæligeli ð er áhrifarík t á líkam sverki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.