Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 57
ÍSLENSKU
TÓNLISTAR-
VERÐLAUNIN
VERÐA AFHENT
Í ÞJÓÐLEIK-
HÚSINU
KRAUM-
LISTINN
Í MÓTUN
ALMANAK
ÁRSINS
DAGUR
ÍSLENSKRAR
TÓNLISTAR
D
ES
2
00
9
BJARKI SVEINBJÖRNSSON
SKOÐAR SÖGUNA
Það virðist ríkja samhljómur um
það meðal músíkfólks að verk
þess hljóti góðan hljómgrunn
í samfélaginu nú um stundir.
Áberandi er hversu margradda
hann er kórinn um að nú hafi
þjóðin snúið sér að því sem
skiptir máli. Leiti æðri gilda og
hafi allt í einu tíma til að sinna
listinni. Hvað sem veldur þá
gleðjast tónlistarflytjendur yfir
góðri tónleikasókn og vonast
til að hún haldi áfram og auki
jafnvel plötusöluna líka.
Íslenskt tónlistarlíf á það
sameiginlegt með fjármálalífinu
og reyndar þjóðlífinu öllu
að finna strax á eigin skinni
afleiðingar breytinga til góðs eða
ills. Það hefur verið haft á orði
að vegna smæðar þjóðarinnar
gangi hún hraðar í gegnum slíkar
breytingar en stórþjóðirnar.
Í tónlistarlífinu má allt eins
gera ráð fyrir að þessi fyrstu
viðbrögð við kreppunni (að
drífa sig á tónleika) endist ekki,
heldur verði samdráttur þar fyrr
en varir þegar fjárhagskurlin
verða loks til grafar borin. Þá
tekur við tímabil stöðnunar
áður en sóknin hefst að nýju og
góðærið endurfæðist uppfullt
af tækifærum fyrir listafólkið
til að gleyma um stund hinum
æðri gildum. Æðri gildum eða
ærgildum? Í þeim liggur efinn.
Eða hvað? Verður ekki íslenskt
tónlistarlíf áfram drifið af
þessum núningi ólíkra gilda?
Sú tilgáta hefur heyrst að áhugi
erlends áhugafólks á íslenskri
tónlist sé einmitt tilkominn
vegna þess að hér sé einstaklega
dýnamískt tónlistarlíf.
Í tónfræðinni er dýnamík
útskýrð sem munur á styrkleika.
Það hefur enga merkingu
að spila veikt ef ekki er
einhverntíma spilað sterkt líka.
Sjórinn er saltur og nú er búið að
finna út úr því hvernig er hægt
að búa til rafmagn úr núningi
hans við ferskvatnið sem rennur
í hann. Þetta er dýnamík sem
kveður að. Í tónlistarlífinu á
Íslandi birtist slíkur núningu í
nánu samstarfi allra sem koma
að tónlist. Við erum nógu mörg
til að búa til fjölbreytta tónlist
af öllum mögulegum gerðum og
við erum nógu fá til að geta ekki
leyft okkur að einangrast hvert
frá öðru. Hvað sem við gerum í
tónlist sendum við frá okkur út í
sama umhverfið sem tekur undir
eftir atvikum.
Hljómgrunnurinn er á endanum
sameiginlegur.
TÓNLISTARHÚS FYRR OG NÚ
+/-
PLÚSAR OG MÍNUSAR
ÚR TÓNLISTARLÍFINU
HALLDÓR HAUKSSON
VELTIR FYRIR SÉR
HÁVAÐA OG HLJÓÐI
D
ES
2
00
9
11
. D
ES
2
0
0
9
TÓ
N
LI
ST
AR
H
Ú
SI
G
EF
IÐ
N
A
FN
V
IÐ
H
ÁT
ÍÐ
LE
GA
A
TH
Ö
FN
Á
H
A
FN
A
R-
BA
K
K
A
N
U
M
Í
DA
G
K
LU
K
K
A
N
1
5:
30
AL
LI
R
VE
LK
O
M
N
IR
!
STÓRSVEIT SAMMA Á
ÚTITÓNLEIKUM VIÐ
HÖFNINA Í DAG
PO
RT
h
ön
nu
n
Þ ó svo að á Íslandi hafi ekki verið til sérbyggður salur til tónlistarflutnings fyrr
en í ársbyrjun 1999, er Salurinn
í Kópavogi var tekinn í notkun, á
tónlistarflutningur innanhúss sér
nokkra sögu (þó stutta miðað við
Mið-Evrópu). Einhverra hljóð-
færa er getið í heimildum frá mið-
öldum, og auðvelt er að hugsa sér
að einhver hljóðfæraflutningur
hafi farið fram í nokkrum þeirra
glæsilegu kirkna sem byggðar
voru á Hólum og í Skálholti fyrr
á öldum. Enn hafa þó ekki komið
fram neinar heimildir um eigin-
legt opinbert tónleikahald, eða
tónlistarflutning hér á landi fyrr
en skömmu eftir 1800.
„Hljóðfærin voru fiðla, bumba
lögreglunnar og tvö þríhorn –
músík var ömurleg, bæði lögin og
meðferð þeirra.“ Þessa lýsingu á
tónlistarflutningi á Íslandi má lesa
í „Dagbók í Íslandsferð 1810“ eftir
breska lækninn Henry Holland.
Vísar dr. Holland þarna til hljóð-
færaleiks á dansleik sem hann
stóð fyrir, ásamt félaga sínum, Sir
George Mackenzie sem þeir héldu í
„Klúbbnum“ vorið 1810. Hús þetta
mun hafa verið staðsett við enda
Aðalstrætis, þar sem Herkastal-
inn er nú (eftir þessum klúbb var
Aðalstræti um tíma kallað Klúbb-
gata). Klúbburinn var drykkju-
klúbbur sem danskir lögreglu-
þjónar höfðu stofnað, og var hann
starfræktur í svokölluðu Scheels-
húsi frá því skömmu eftir alda-
mótin 1800 til 1827. Þessi lýsing er
með þeim elstu sem til eru um eig-
inlegan hljóðfæraleik á opinberri
samkomu. Klúbburinn hætti starf-
semi í þessu húsi árið 1843 en var
þá stofnað nýr klúbbur, Bræðrafé-
lagið sem hóf starfsemi í annarri
byggingu, rétt norðan við Scheels-
hús og kallaðist starfsemi hans
„Nýi klúbburinn“. Er það líklega
sá klúbbur sem þýska ferðakon-
an Ida Pfeiffer vísar til í ferðalýs-
ingu sinni frá árinu 1845 er hún
lýsir dansleik í klúbbnum. Eru lýs-
ingar hennar á hljóðfæraleik í takt
við það sem heyrðist árið 1810, og
vitnað er til hér að ofan, en hún
skrifar: „Það er hljóðfærasláttur-
inn, sem er lakastur í þessum sam-
kvæmum. Notaðar eru sérkenni-
legar fiðlur með þremur strengj-
um og hljóðpípur.“
Blaðið Ingólfur greinir frá op-
inberum veraldlegum söng árið
1854 en þá „buðu skólapiltar fjölda
bæjarmanna að heyra sönglist
sína“. Er þetta eitt fyrsta dæmið
um opinberan veraldlegan tónlist-
arflutning – konsert – í Reykjavík,
en þeir áttu eftir að halda marga
samsöngva í Latínuskólanum á
komandi árum.
Árið 1865 gaf Carl H. Siems-
en nýlega stofnuðu spítalafélagi
hús, sem áður hafði verið rekið
sem gistihús undir heitinu Skand-
inavia, og varð það fyrsta sjúkra-
hús bæjarins. Á efri hæð hússins
voru herbergi fyrir sjúklinga, en á
neðri hæðinni voru stærri „salir“
þar sem sýndar voru leiksýning-
ar, og einnig, eins og segir í Þjóð-
ólfi árið 1866, haldinn „Bazar og
Tombola“ til styrktar sjúkrahús-
inu. „Þaráofan bættist til mikill-
ar ununar hinn fagri margradda
saungr, sem öðru hverju var hald-
ið uppi bæði kveldin; þar voru opt-
ast að saungum 20 manns nál. 12
konur og 8 karlmenn er öll höfðu
æft sig undir einu sinni í viku
síðan fyrir jól, undir leiðsögn
stiptamtmannsfrúarinnar [Olufu
Finsen], er bæði sýngr vel sjálf
og kann saung manna bezt, eins
og leika á „Pjanoforte“, og lék hún
FRAMHALD Á SÍÐU 3