Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 59

Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 59
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 3 nú á það hljóðfæri undir saunginn þessi bazarkveld …“ Árið 1882 var reist veitingahús í Reykjavík sem fékk heitið „Hotel Ísland“, en í tímaritinu Fréttir frá Íslandi segir m.a.: „Af framförum í byggingum kunnum vjer mjög lítið að segja, nema ef vera kynni að um sumarið var reist í Reykja- vík veitingahús mikið og veglegt, er nefnt er „Hotel Ísland“. Það er skrautlegt mjög og vantað, og mun hafa kostað nærfelt 30.000 kr... .“ Segir Suðri m.a. frá því árið 1884 að Söngfélagið Harpa, undir stjórn Jónasar Helgasonar hafi haldið samsöng á Hótelinu. Á þeim samsöng þótti það „lang-óheppi- legast … að hr. Jónas lék með á fíólín við tvö lög … enda er Jónas, eins og vonlegt er, enginn snilling- ur á fíólín, þó hann spili lögin rétt og ófalskt“. Framan af hafði þessi sönghóp- ur, sem stofnaður var árið 1862, haldið söngskemmtanir sínar á Hótel Alexandra, sem stóð í Hafn- arstræti. En er viðbyggingin hafði verið reist austan við gamla gilda- skálann við Austurstræti, var það hús upp frá því kallað „Hótel Ís- land“. Þótti hljómburður öllu betri á Hótel Íslandi og varð það fram- tíðar tónleikastaður Hörpunnar. Eiginlegir kirkjutónleikar voru ekki haldnir hér á landi fyrr en í desember árið 1883, en þá héldu þeir Steingrímur Johnsen og Björn Kristjánsson „Samsöng í Reykja- víkurdómkirkju“. Í blaðinu Suðri má m.a. lesa eftirfarandi: „Fyrir söngnum stóðu þeir söngkenn- ari latínuskólans, kandídat Stein- grímur Johnsen og Björn Kristj- ánsson sem hefur dvalið tvo vetur, sinn í hvort skiptið í Kaupmanna- höfn til að nema sönglist og org- elspil. Í söngflokknum voru um 30 meyjar og ungir menn í bænum. Þessi kirkjusamsöngur mun vera inn fyrsti, er haldinn hefur verið í Dómkirkjunni …“ Ýmsir klúbbar og stúkur störf- uðu í Reykjavík á nítjándu öldinni, framanaf öl- og drykkjuklúbbar, og kannski í eðlilegu framhaldi af því, Góðtemplarastúkan, sem stofnuð var 1885. í árslok 1887 var var nýtt hús Good-Templara regl- unnar vígt í Reykjavík. Það hús var aðaltónleikahús bæjarins (og samkomuhús yfirleitt) á komandi árum, og hélt hinn langlífi Hörpu- kór Jónasar Helgasonar sína síð- ustu tónleika þar árið 1893, eftir 30 ára samfleytt starf. Þetta hús, ásamt tveimur öðrum sem áttu eftir að gegna mikilvægu hlut- verki í tónleikahaldi í Reykjavík, Iðnó og Bárunni, voru byggð á upp- fyllingum við norðurenda Tjarn- arinnar. Á meðan menn deildu um hljómburðinn í Iðnó, lofuðu menn hann í Bárunni enda varð það eitt helsta tónleikahús bæjarins allt til ársins 1921, þegar Nýja-Bíó var tekið í notkun. Hljómskálinn í Reykjavík var byggður árið 1922, fyrst og fremst sem æfingahúsnæði fyrir lúðra- sveitir, og oft hafa þær leikið við hátíðleg tækifæri á þaki hússins fyrir gesti Hljómskálgarðsins. Gamla-Bíó (Aðalstræti 8) hafði fengið mikla upplyftingu árið 1912, „fyrirtaks stóla með lyftan- legum sætum“. En það var ekki fyrr en í mars 1914 að tónleikar voru fyrst haldnir í Gamla-Bíói, en þá lék þar Bernburg með 7 manna hljómsveit sinni. Húsið var troðfullt og þóttu „[þ]eir Bern- burg og Petersen eiga þakkir skil- ið fyrir að hafa gert þessa tilraun til þess að sameina hér hljómleika og kvikmyndasýningar“. Þó varð það hlutskipti Nýja-Bíós að vera aðaltónleikasalurinn frá því það var tekið í notkun árið 1921, og þar til Gamla-Bíó fékk inni í nýju húsi við Ingólfsstræti sumarið 1927. Af tónleikaskrám frá þessum tíma má sjá að Gamla-Bíó varð eitt helsta tónleikahús bæjarins. Árið 1947 opnaði eitt af mörg- um nýjum bíóhúsum bæjarins. Þetta var Tripoli-Bíó og þar sýndi Tónlistarfélagið kvikmyndir, en hélt einnig marga tónleika. Trip- oli var braggi frá stríðsárunum vestur á Melum. Með því að Aust- urbæjarbíó var tekið í notkun sem tónleikahús í árslok 1947, hófst áratuga löng röð metnaðarfullra tónleika á vegum Tónlistarfélags- ins, í glæsilegu tónleikahúsi sem tók um 800 manns í sæti. Með opnun Þjóðleikhússins 1950 verða kaflaskil í flutningi ópera og hljómsveitarverka á Ís- landi, og verður Þjóðleikhúsið helsti vettvangur Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands til ársins 1961, þegar Háskólabíó, enn eitt bíóhús- ið, er „látið duga“ til slíkrar starf- semi. Ekki hafa verið taldir hér upp salir né kirkjur á landsbyggðinni, en að sjálfsögðu hafa verið haldn- ir tónleikar í þeim allt frá því að tónlistarlífið á hverjum stað náði slíkum þroska. Áður var nefnt að mönnum hafi þótt hljómburður í Bárunni nokkuð góður á sínum tíma. Sama má segja um Austur- bæjarbíó. En ýmsir salir og kirkj- ur hafa einnig ágætan hljómburð til tónlistarflutnings, enda hafa þessi hús oft verið notuð til slíks. Án þess að gefa tæmandi lista yfir þau má nefna sali eins og í Lista- safni Íslands, Safni Sigurjóns Ól- afssonar í Laugarnesi, Hafnar- borg í Hafnarfirði, Gerðuberg í Breiðholti, og að sjálfsögðu Sal- inn í Kópavogi. Eins má nefna allar hinar glæstu kirkjur lands- ins, Hallgrímskirkju, Langholts- kirkju, Reykholtskirkju, Akur- eyrarkirkju, Ísafjarðarkirkju og margar, margar fleiri. Þá má ekki gleyma fjölda félagsheimila sem mörg hver státa af góðum flyglum og ágætum hljómburði til tónlist- arflutnings. Að lokum má minnast á menn- ingarhúsin, þau sem komin eru, t.d. Berg, menningarhús íbúa Dalvíkurbyggðar. Þá má nefna Hljómahöllina í Keflavík sem verið er að byggja í Reykjanes- bæ. Á Akureyri er í byggingu glæsilegt menningarhús, Hof sem m.a. mun hýsa Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskóla Ak- ureyrar. Verður áhugavert að sjá hvort Sinfóníuhljómsveit Norður- lands fái þannig sín „fimmtudags- kvöld“ á Rás 1 í Ríkisútvarpinu! Og hvað er þá eftir? – jú, „Tón- listarhöll“ þjóðarinnar, Tónlistar- húsið við höfnina. Við fylgjumst spennt með. Heimildir: Árni Óla: Reykjavík fyrri tíma, fyrsta bindi bls. 188-190. Baldur Andrésson: Tónlistarsaga Reykjavíkur, www.musik.is/Baldur Ingólfur; 8.4. 1854, bls. 103 Þjóðólfur: 28. febrúar 1866 Fréttir frá Íslandi: 9. árgangur, 1882, Reykjavík, 1883. Suðri: 18. 3. 1884 bls. 30. Suðri; 24. tölublað, 3. janúar 1884 bls. 94. Íslenzkir Good-templarar. 1.-2. tbl. 1887 bls. 12 Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur, fyrri hluti, bls. 301 Ísafold; 22. júní 1912, bls. 150. Morgunblaðið: 22. mars 1914, bls. 648. Bjarki Sveinbjörnsson fylgist spenntur með nýja tónlistarhúsinu. Efnt var til samkeppni um nafn á tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurbakka í febrúar í fyrra og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú er komið að því að kynna hvaða nafn varð fyrir valinu. Af því tilefni verður boðið upp á tónlistaratriði, kakó og kleinur á hafnarbakkanum (Austurbakka) við tónlistar- og ráðstefnuhúsið frá kl. 15.30 til 16.30 í dag. Komdu í kakó og kleinur við lúðrahljóm og svalaðu forvitninni. Stórsveit Samma spilar. Allir eru velkomnir. Athugið að gengið er inn á hafnarbakkann frá Geirsgötu. Í DAG VERÐUR NAFN TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSSINS OPINBERAÐ ÍS L E N S K A /S IA .I S /A G O 4 84 32 1 2/ 09
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.