Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 60

Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 60
 11. DESEMBER 2009 FÖSTUDAGUR Segðu okkur frá starfsemi Kraums hingað til. Kraumur var settur á laggirnar af Aurora velgerðarsjóði í upphafi árs 2008 og hefur komið víða við á síð- ustu tveimur árum. Segja má að sjóðurinn og starfsemin kringum hann hafi verið í stöðugri þróun. Við höfum ýtt af stað eigin verk- efnum til stuðnings tónleikahaldi innanlands, plötugerð og sömuleið- is svokölluðum hljóðverssmiðjum þar sem ungum og upprennandi listamönnum og hljómsveitum gefst kostur á að taka upp undir leiðsögn og fá ráð um næstu skref hjá reynd- ari listamönnum. Einnig höfum við unnið með miklum fjölda listamanna að þeirra eigin verkefnum, sem oft eru nokkuð sérhæfð, sem og hald- ið eigin námskeið og vinnusmiðjur, og komið að hinum ýmsu viðburð- um. Í tengslum við okkar starfsemi og verkefni höfum við getað reitt okkur á gott samstarf við ýmsa aðila sem starfa á sviði íslenskrar tónlistar. Í kringum alla starfsemi Kraums og þá þróunarvinnu sem hefur átt sér stað höfum við búið við öfl- ugt fagráð, sem kemur víða að, og stjórn sem í sitja Ásmundur Jóns- son, Pétur Grétarsson og Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformað- ur sem lagði upp með þá hugmynd sem býr að baki Kraumi og vann henni brautargengi. Aurora stofn- aði Kraum sérstaklega til stuðnings íslensku tónlistarlífi og listamönn- um, sem þriggja ára tilraunaverk- efni, en það er auðvitað von okkar að framhald verði á. Hvar í tónlistarlífinu er þörfin mest fyrir sjóði á borð við Kraum og hvernig sker hann sig úr í styrkja- kerfi listalífsins? Ég held að það sé víða í íslensku tón- listarlífi þar sem stuðningur á borð við þann sem Kraumur veitir gæti nýst vel, enda reynum við að starfa á breiðum grundvelli. Kraumur einbeitir sér þó fyrst og fremst að stuðningi ungra listamanna, þó við störfum ekki eftir ákveðnu aldurs- takmarki, og leggjum upp með að styðja við færri verkefni og lista- menn frekar en fleiri, en gera það þannig að stuðningurinn sé afger- andi. Kraumur styður ekki aðeins listamenn og verkefni fjárhagslega, heldur veitir einnig faglega ráðgjöf og aðra aðstoð þar sem því er komið við. Sömuleiðis starfrækjum við og höfum sett af stað okkar eigin verk- efni. Í stað þess að reiða okkur ein- göngu á umsóknarferli og um- sóknareyðublöð hefur Kraumur oft frumkvæði að styrktarverk- efnum, enda margir tónlistar- menn betri í að búa til tónlist en sækja um styrki. Mikið af styrkj- um og verkefnum koma hins vegar gegnum umsóknir og þessa dag- ana erum við að setja af stað sér- stakt umsóknarferli fyrir árið 2010. Þó að ekki sé notast við eyðublöð í umsóknarferlinu er nauðsynlegt að ákveðnar upplýsingar skili sér og þar er ég sem framkvæmdastjóri til reiðu fyrir umsækjendur, læt til dæmis vita ef eitthvað vantar. Telurðu að áhrifa Kraums sé farið að gæta í íslensku tónlistarlífi? Hvernig metur maður slíkt? Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að svara þeirri spurningu, en ég held að þeir sem fylgst hafa með ís- lensku tónlistarlífi sjái að starfsemi Kraums og það liðsinni sem við höfum veitt listamönnum, hljóm- sveitum og hinum ýmsu viðburð- um og verkefnum síðustu tvö ár hefur skipt verulegu máli. Fingra- för Kraums eru þó oft ekki sjáanleg í þeim verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur, enda skipt- ir það okkur meginmáli að okkar vinna og styrkir sem við ráðumst í gefi eitthvað af sér, frekar en að auglýsa það sérstaklega að Kraum- ur standi þar að baki. Við megum ef til vill vera sýni- legri í okkar vinnu, en þau verk- efni sem við höfum styrkt og unnið með hafa svo sannarlega látið til sín taka og haft áhrif bæði hér- lendis sem erlendis. Má þar nefna vinnu og stuðning við breiðskífur FM Belfast, Diktu, Ólafs Arnalds, Nordic Affect, Elfu Rúnar Krist- insdóttur, Hjaltalíns og fleiri. Tón- leikahald og kynning erlendis hjá Mugison, Lay Low og Mógil, sem og samstarf og stuðningur við fjölda verkefna, meðal annars tónlist- arkynningu Víkings Heiðars Ól- afssonar og Árna Heimis Ingólfs- sonar í framhaldsskólum höfuð- borgarsvæðisins, Stofutónleika á Listahátíð, vinnusmiðjur ungra tón- listarmanna á Jazzhátíð í Reykja- vík og Tónlistarhátíð unga fólks- ins, fræðslunámskeið á You Are in Control og Náttúru-tónleika Bjark- ar og Sigur rósar í Laugardal. Ekki má svo gleyma okkar eigin verkefnum sem Kraumur hefur hrundið af stað; stuðning við tón- leikahald innanlands gegnum Innrásar-átak okkar og Rásar 2, stuðning við plötuútgáfu gegnum Kraumslistann þar sem spennandi og framsæknar útgáfur eru verð- launaðar og hljóðverssmiðjur fyrir unga og efnilega listamenn sem haldnar eru í samstarfi við Mús- íktilraunir. Áhrifa af starfsemi Kraums er því tvímælalaust farið að gæta og það víða. En það er kannski ekki auðvelt að meta þau áhrif. Sérstak- lega í ljósi þess að Kraumur hefur aðeins verið starfræktur í tæp tvö ár og við erum í flestum tilvikum að vinna með unga og efnilega tón- listarmenn, sem ef til vill munu láta enn frekar til sín taka á kom- andi árum. Kraumur - til stuðnings íslensku tónlistarlífi ● Eldar Ástþórsson er framkvæmdastjóri Kraums. Eldar Ástþórsson segir stuðning Kraums geta nýst vel víða í íslensku tónlistarlífi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Áhorfendur skemmta sér á tónleikum Björgvins Hall- dórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Mannakornin Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson á sviði árið 1979. MEÐAL NAFNA SEM STUNGIÐ VAR UPP Á FYRIR TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚS: Faxaborg - Esja - Draumahöllin - Urðarbrunnur - Víkin - Ymur - Þjóðsalir - Ægisgarður - Öldusalur - Drangi - Casa Reykjavík - Borgin - Edda - Köllunarklettur - Baula - Arnarhvoll - Klöpp - Ísjaki - Aría – Klakinn - Tónatal - Akrafjall - Fensalir - Dynsalir - Fönix - Glerhöllin full bú ð af nýjum vörum ! Glæsileg trommudeild stútfull af allskyns slagverkshljóðfærum Prufuklefi fyrir trommur komdu og prófaðu! Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. trommur Fyrir byrjendur og lengra komna meiriháttar úrval
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.