Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 61

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 61
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 5 ● INNRÁSIN er átak sem Kraumur setti á laggirnar í apríl 2008 til þess að styðja hljómsveitir og tónlistarmenn við tónleikahald innanlands. Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni. Hugmyndin á bak við átakið á sér meðal annars rætur í því að stundum virðist auðveldara fyrir lista- menn og hljómsveitir að spila erlendis en hérlendis. Með Innrásinni er ætlunin að styðja listamennina beint og auðvelda þeim tónleikahald innanlands með fjárhagslegum styrk, ferða- og græjustuðningi. Rás 2 hefur verið sérlegur samstarfsaðili Kraums við Innrásina og stutt við átakið með því að kynna og auglýsa þá tónleika sem farið hafa fram á landsbyggðinni í ár. Meðal þeirra hljómsveita og listamanna sem studdir hafa verið til tónleikahalds eru; Amiina, Árstíðir, Benni Hemm Hemm, Bloodgroup, Borko, Dr. Spock, Elfa Rún Kristinsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Mom- entum, Mógil, Njútón, Nögl, Sign, Skátar, Svavar Knútur, Sykur, Trúbatrix og fjöldi annarra listamanna og hljómsveita. ● HLJÓÐVERSSMIÐJUR Kraums fóru fram í fyrsta sinn í júlí síðastliðnum í hljóðverinu Tankinum á Flateyri. Markmiðið með hljóðvers- smiðjunum er að styðja við grasrótina í íslensku tónlistarlífi, miðla reynslu og gefa hljóm- sveitunum tækifæri á að taka upp efni sem nýst gæti við kynningu á sér og sinni tónlist, til að mynda dreifingar á netinu og til útvarpsstöðva, og/eða sem byrjun á breiðskífu. Hljóðverssmiðjurnar eru unnar í samstarfi við Músíktil- raunir, þar sem sveitirnar sem lenda í fyrstu þremur sætum hljómsveitakeppninnar fá sæti í Hljóðverssmiðjum Kraums. Um er að ræða eina viku í hljóð- veri, gistingu, samtals sjötíu upptökutíma með hljóðmanni, auk leið- beininga og kennslu frá reyndari lista- mönnum. Í ár var Mugison meðal leið- beinenda. ● KRAUMSLISTINN var settur á laggirnar á fyrsta starfs- ári Kraums til að styðja við og verðlauna íslenska plötuútgáfu. Markmið Kraumslistans er að vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Framkvæmd Kraumslistans er með þeim hætti að sérstök dómnefnd velur fimm plötur sem gefnar eru út á árinu, sem Kraumur mun styðja við fjár- hagslega og koma í dreifingu til erlendra blaðamanna, tónlistar- hátíða og starfsmanna tónlistar- bransans – í samstarfi við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN). Dómnefnd Kraumsverðlaun- anna er skipuð fimmtán manns sem hafa reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, í dagblöðum, útvarpi og á netinu. Formaður dómnefndar er Árni Matthías- son. ● UMSÓKNARFERLI 2010 Kraumur auglýsir eftir umsóknum. Umsóknarferli Kraums fyrir verk- efni sem eiga sér stað árið 2010 er hafið. Allar umsóknir skulu innihalda yfirlit yfir verkefnið, markmið þess og fjárhagsáætlun. Við bendum umsækjendum á að kynna sér markmið og reglur sjóðsins á heimasíðu hans: www.kraumur.is Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Umsóknum má skila með tölvu- pósti eða bréfleiðis. Kraumur tónlistarsjóður pósthólf 124 121 Reykjavík Netfang: kraumur@kraumur.is Framkvæmdastjóri Kraums svarar öllum fyrirspurnum. Eldar Ástþórsson, S: 869 8179 / eldar@kraumur.is www.kraumur.is/umsoknir2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.