Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 5
● INNRÁSIN er átak sem Kraumur setti á laggirnar í apríl 2008 til þess að styðja hljómsveitir og
tónlistarmenn við tónleikahald innanlands.
Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma
sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni.
Hugmyndin á bak við átakið á sér meðal annars rætur í því að stundum virðist auðveldara fyrir lista-
menn og hljómsveitir að spila erlendis en hérlendis. Með Innrásinni er ætlunin að styðja listamennina
beint og auðvelda þeim tónleikahald innanlands með fjárhagslegum styrk, ferða- og græjustuðningi.
Rás 2 hefur verið sérlegur samstarfsaðili Kraums við Innrásina og stutt við átakið með því að kynna og
auglýsa þá tónleika sem farið hafa fram á landsbyggðinni í ár.
Meðal þeirra hljómsveita og listamanna sem studdir hafa verið til tónleikahalds eru; Amiina, Árstíðir,
Benni Hemm Hemm, Bloodgroup, Borko, Dr. Spock, Elfa Rún Kristinsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Mom-
entum, Mógil, Njútón, Nögl, Sign, Skátar, Svavar Knútur, Sykur, Trúbatrix og fjöldi annarra listamanna og
hljómsveita.
● HLJÓÐVERSSMIÐJUR
Kraums fóru fram í fyrsta sinn í
júlí síðastliðnum í hljóðverinu
Tankinum á Flateyri.
Markmiðið með hljóðvers-
smiðjunum er að styðja við
grasrótina í íslensku tónlistarlífi,
miðla reynslu og gefa hljóm-
sveitunum tækifæri á að taka
upp efni sem nýst gæti við
kynningu á sér og sinni tónlist,
til að mynda dreifingar á netinu
og til útvarpsstöðva, og/eða
sem byrjun á breiðskífu.
Hljóðverssmiðjurnar eru
unnar í samstarfi við Músíktil-
raunir, þar sem sveitirnar sem
lenda í fyrstu þremur sætum
hljómsveitakeppninnar fá sæti í
Hljóðverssmiðjum Kraums. Um
er að ræða eina viku í hljóð-
veri, gistingu, samtals sjötíu
upptökutíma með
hljóðmanni, auk leið-
beininga og kennslu
frá reyndari lista-
mönnum. Í ár
var Mugison
meðal leið-
beinenda.
● KRAUMSLISTINN var
settur á laggirnar á fyrsta starfs-
ári Kraums til að styðja við og
verðlauna íslenska plötuútgáfu.
Markmið Kraumslistans er að
vekja sérstaka athygli á þeim
verkum sem skara fram úr í
gæðum, metnaði og frumleika.
Framkvæmd Kraumslistans
er með þeim hætti að sérstök
dómnefnd velur fimm plötur
sem gefnar eru út á árinu, sem
Kraumur mun styðja við fjár-
hagslega og koma í dreifingu til
erlendra blaðamanna, tónlistar-
hátíða og starfsmanna tónlistar-
bransans – í samstarfi við
Útflutningsskrifstofu íslenskrar
tónlistar (ÚTÓN).
Dómnefnd Kraumsverðlaun-
anna er skipuð fimmtán manns
sem hafa reynslu af að fjalla um
og spila íslenska tónlist
á ýmsum sviðum
fjölmiðlunar, í
dagblöðum,
útvarpi og á
netinu. Formaður
dómnefndar er
Árni Matthías-
son.
● UMSÓKNARFERLI
2010 Kraumur auglýsir eftir
umsóknum.
Umsóknarferli Kraums fyrir verk-
efni sem eiga sér stað árið 2010
er hafið.
Allar umsóknir skulu innihalda
yfirlit yfir verkefnið, markmið
þess og fjárhagsáætlun.
Við bendum umsækjendum á
að kynna sér markmið og reglur
sjóðsins á heimasíðu hans:
www.kraumur.is
Umsóknarfrestur er til 20.
janúar.
Umsóknum má skila með tölvu-
pósti eða bréfleiðis.
Kraumur tónlistarsjóður
pósthólf 124
121 Reykjavík
Netfang: kraumur@kraumur.is
Framkvæmdastjóri Kraums
svarar öllum fyrirspurnum.
Eldar Ástþórsson, S: 869 8179 /
eldar@kraumur.is
www.kraumur.is/umsoknir2010