Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 68
12 föstudagur 11. desember núna ✽ hvað er á döfinni? Myndlistarmaðurinn Sæþór Örn Ásmundsson opnar í dag sína fimmtu einkasýningu á Kaffi Mokka á Skólavörðustíg. Sýningin ber yfirskriftina Portrait en á henni er að finna grafísk- ar portrait-myndir af manneskj- um. Hver þeirra hefur sitt nafn og er meðal annars að finna Tobbu, Rósu, Dimmalimm og Elvis á sýn- ingunni. „Ég er að leika mér að línum og formum og spila inn á þá tilhneigingu fólks að reyna að setja abstrakt form inn í mótíf sem heilinn þekkir vel,“ segir Sæþór, sem hefur ekki áður gerst svo „persónulegur“ í verkum sínum. „Heili fólks fer allur af stað þegar það sér abstrakt verk og það fer að ímynda sér á hvað það er að horfa. Ég er að elta það. Hingað til hef ég ekki viljað gefa myndun- um nafn og hef heldur viljað láta öðrum það eftir að túlka hvað þeir sjá. En hugmyndina að portrait- myndunum fékk ég þegar ég fór að gefa börnum myndir af andlit- um í skírnargjöf, sem fengu sama nafn og barnið sem verið var að skíra.“ Sunnudagskvöldið 20. desem- ber ætlar Sæþór svo að bjóða eina af persónunum sínum upp á Fac- ebook og láta andvirðið renna til Hjálpræðishersins. „Ég er með vinnustofu á Laugaveginum og fylgist með þeim heimilislausu ganga inn í Lyfju og kaupa sér rauðspritt og Mix. Mér finnst gott að vita til þess að þeir sem hvergi eiga heima geti farið í Hjálpræð- isherinn, fengið góðan mat, fötin sín þvegin, farið í bað og lagt sig. Þetta er flottur staður.“ Sýningin stendur yfir á Mokka frá deginum í dag og fram til 14. janúar. Verk Sæþórs er hægt að skoða á vefsíðu hans www.saet- hor.com. Þá er aðdáendasíðu hans að finna á Facebook undir Sæþór Art og þar er hægt að fylgjast með uppboðinu. - hhs Sæþór Ásmundsson opnar sína fimmtu einkasýningu á Mokka í dag: SELUR BJÖRGU Á UPPBOÐI Sæþór og Björg Sæþór Ásmundsson ætlar að bjóða Björgu upp á Facebook sunnudaginn 20. desember og láta ágóð- ann renna til Hjálpræðishersins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er orðið heilagur hluti af aðdraganda jóla margra að fara á jólasýningu Kramhúss- ins. Og skiptin eru orðin ansi mörg því sýningin verður hald- in í 26. sinn á laugardaginn. Þar sýna nemendur Kramhúss- ins afrakstur haustannarinnar. Þeir eru um 150 talsins, á öllum aldri og af öllum stærðum, gerðum og kynjum og sýningin er fjölbreytileg eftir því. Sýning- in er líka alþjóðleg. Dansarnir sem kenndir eru í Kramhúsinu eru úr öllum heimshornum og það eru kennararnir líka. Kenn- arar frá Belgíu, Spáni, Búlgaríu, Gíneu, Bandaríkjunum, Chile, Litháen og Íslandi koma fram með nemendum sínum. Hefð er fyrir því að Kramhús- ið hafi innsetningar og gjörn- inga frá þekktum listamönn- um á milli atriða. Sú hefð verð- ur ekki brotin í ár, þó að enn hvíli leynd yfir því hverjir þeir verða. Jólagleðin fer fram 12. desem- ber í Íslensku óperunni og hefst klukkan átta. - hhs Jólagleði Kramhússins haldin í 26. sinn: Alþjóðlegur danskokkteill Litagleði Jólasýningar Kramhússins eru alltaf hressilegar og allir skemmta sér vel, bæði þátttakendur og áhorfendur. MYND/KRAMHÚSIÐ Ómótstæðilega góð! Grímur kokkur mælir með: Gott er að bæta út í steiktum humarhölum eftir að búið er að hita súpuna upp. Gott ráð til að gera góða súpu enn betri. 500 ml. Gríms humarsúpa TÓNLISTARUPPÁKOMA Í HAVARÍ Í dag flytja nemendur Rýmis og flatar-námskeiða LHÍ hnitmiðaðar myndbygging- ar með aðstoð ýmissa verkfæra, hreyfingar og hljóðs eða tilfallandi tækja í tón- listarhorni hasarrýmisins Havarí við Austurstræti 6. Dagskráin hefst stundvíslega klukkan 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.