Fréttablaðið - 11.12.2009, Qupperneq 68
12 föstudagur 11. desember
núna
✽ hvað er á döfinni?
Myndlistarmaðurinn Sæþór Örn Ásmundsson opnar í
dag sína fimmtu einkasýningu
á Kaffi Mokka á Skólavörðustíg.
Sýningin ber yfirskriftina Portrait
en á henni er að finna grafísk-
ar portrait-myndir af manneskj-
um. Hver þeirra hefur sitt nafn og
er meðal annars að finna Tobbu,
Rósu, Dimmalimm og Elvis á sýn-
ingunni. „Ég er að leika mér að
línum og formum og spila inn á
þá tilhneigingu fólks að reyna að
setja abstrakt form inn í mótíf sem
heilinn þekkir vel,“ segir Sæþór,
sem hefur ekki áður gerst svo
„persónulegur“ í verkum sínum.
„Heili fólks fer allur af stað þegar
það sér abstrakt verk og það fer
að ímynda sér á hvað það er að
horfa. Ég er að elta það. Hingað til
hef ég ekki viljað gefa myndun-
um nafn og hef heldur viljað láta
öðrum það eftir að túlka hvað þeir
sjá. En hugmyndina að portrait-
myndunum fékk ég þegar ég fór
að gefa börnum myndir af andlit-
um í skírnargjöf, sem fengu sama
nafn og barnið sem verið var að
skíra.“
Sunnudagskvöldið 20. desem-
ber ætlar Sæþór svo að bjóða eina
af persónunum sínum upp á Fac-
ebook og láta andvirðið renna til
Hjálpræðishersins. „Ég er með
vinnustofu á Laugaveginum og
fylgist með þeim heimilislausu
ganga inn í Lyfju og kaupa sér
rauðspritt og Mix. Mér finnst gott
að vita til þess að þeir sem hvergi
eiga heima geti farið í Hjálpræð-
isherinn, fengið góðan mat, fötin
sín þvegin, farið í bað og lagt sig.
Þetta er flottur staður.“
Sýningin stendur yfir á Mokka
frá deginum í dag og fram til 14.
janúar. Verk Sæþórs er hægt að
skoða á vefsíðu hans www.saet-
hor.com. Þá er aðdáendasíðu hans
að finna á Facebook undir Sæþór
Art og þar er hægt að fylgjast með
uppboðinu. - hhs
Sæþór Ásmundsson opnar sína fimmtu einkasýningu á Mokka í dag:
SELUR BJÖRGU Á UPPBOÐI
Sæþór og Björg Sæþór Ásmundsson
ætlar að bjóða Björgu upp á Facebook
sunnudaginn 20. desember og láta ágóð-
ann renna til Hjálpræðishersins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það er orðið heilagur hluti af aðdraganda jóla margra að
fara á jólasýningu Kramhúss-
ins. Og skiptin eru orðin ansi
mörg því sýningin verður hald-
in í 26. sinn á laugardaginn.
Þar sýna nemendur Kramhúss-
ins afrakstur haustannarinnar.
Þeir eru um 150 talsins, á öllum
aldri og af öllum stærðum,
gerðum og kynjum og sýningin
er fjölbreytileg eftir því. Sýning-
in er líka alþjóðleg. Dansarnir
sem kenndir eru í Kramhúsinu
eru úr öllum heimshornum og
það eru kennararnir líka. Kenn-
arar frá Belgíu, Spáni, Búlgaríu,
Gíneu, Bandaríkjunum, Chile,
Litháen og Íslandi koma fram
með nemendum sínum.
Hefð er fyrir því að Kramhús-
ið hafi innsetningar og gjörn-
inga frá þekktum listamönn-
um á milli atriða. Sú hefð verð-
ur ekki brotin í ár, þó að enn
hvíli leynd yfir því hverjir þeir
verða.
Jólagleðin fer fram 12. desem-
ber í Íslensku óperunni og hefst
klukkan átta. - hhs
Jólagleði Kramhússins haldin í 26. sinn:
Alþjóðlegur
danskokkteill
Litagleði Jólasýningar Kramhússins eru alltaf hressilegar og allir skemmta sér
vel, bæði þátttakendur og áhorfendur. MYND/KRAMHÚSIÐ
Ómótstæðilega góð!
Grímur kokkur mælir með:
Gott er að bæta út í steiktum humarhölum
eftir að búið er að hita súpuna upp.
Gott ráð til að gera góða súpu enn betri. 500 ml.
Gríms
humarsúpa
TÓNLISTARUPPÁKOMA Í HAVARÍ
Í dag flytja nemendur Rýmis og flatar-námskeiða LHÍ hnitmiðaðar myndbygging-
ar með aðstoð ýmissa verkfæra, hreyfingar og hljóðs eða tilfallandi tækja í tón-
listarhorni hasarrýmisins Havarí við Austurstræti 6. Dagskráin hefst stundvíslega
klukkan 14.