Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 70
14 föstudagur 11. desember
tíðin
✽ heimili og hönnun
HARPA PÉTURSDÓTTIR
lögfræðinemi býr í Laugarnesinu ásamt tveggja ára syni
sínum, Friðriki Pétri, og unnusta sínum Júlíusi Kemp.
MYNDIRNAR Þessar myndir eru eftir Signýju Kolbeinsdóttur vinkonu mína og
ég hugsaði mér þær í herbergi sonarins þegar hann var þá enn ófæddur. Ég
varð hins vegar svo heilluð af myndunum að ég vildi frekar hafa þær í stofunni
fyrir alla að sjá enda er ég sífellt spurð um þær.
LAMPINN er í miklu uppá-
haldi hjá mér. Ég sá hann
í Kolaportinu einn góðan
sunnudag og var með hann
á heilanum þangað til ég
splæsti mér í hann. Svo fékk
ég skerminn í Ilvu.
VEGGFÓÐRIÐ fann ég í Fríðu frænku
eftir mikla leit að fallegu veggfóðri. Ég
varð ástfangin af því um leið og ég sá
það og við höfðum svo sannarlega fyrir
því að setja það upp enda eldgamalt úr
þykkum og hörðum pappír og ekkert
grín að líma á vegginn.
SEGULTÖFLUNA keypti ég í Kisunni.
Ég var afskaplega dugleg að dúllast í
herbergi sonarins þegar hann var ný-
fæddur. Á hana set ég skemmtilegar
myndir og hluti sem mega ekki týnast.
MYNDAVÉLIN var keypt þegar ég var
ófrísk. Þá var góðæri og ég gekk með
fyrsta barnið mitt. Við splæstum því í al-
vöru apparat, þetta er Canon EOS 5D
en hún gerir bara fallegar myndir.
MONT BLANC-PENNINN
var útskriftargjöf frá mann-
inum þegar ég kláraði BA-
gráðuna í lögfræði. Þetta
er sérstök Mozart-útgáfa
en hann er lítill og nettur og
sérstaklega ætlaður fyrir fín-
gerðar hendur. Mjög dömu-
legur og klassí og mun ör-
ugglega sóma sér vel í
skjalatöskunni.
SKÓRNIR eru í miklu uppáhaldi
en ég er búin að eiga þá í mörg ár.
Ég er forfallinn skósjúklingur og á
stórkostlega mikið af þeim. Þetta
eru „Pied à terre“ „Mary Jane‘s“
og þeir eru klassískir. Það er alveg
sama hvaða straumar og stefn-
ur eru í gangi, þeir eru alltaf sjúk-
lega flottir.
KERTASTJAKARNIR eru
stórir og massífir og gera
öll matarboð glæsileg. Þeir
voru keyptir í antíkbúð í
Damaskus í Sýrlandi og
mikið haft fyrir því að koma
þeim alla leið heim til Ís-
lands enda eru þeir fárán-
lega þungir.
TOPP
10
HORNIN keypti ég í búðinni
3 hæðir sem var á Lauga-
veginum fyrir nokkru síðan.
Þau hafa passað lykla og
ýmislegt smálegt síðan þá.
ÞESSA BELJU keyptum við í Illums Bo-
lighus í Kaupmannahöfn á leiðinni frá
Póllandi. Stutt stopp en ég varð alveg
sjúk í hana og varð hreinlega að eignast
hana. Svo varð úr ...
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
ILMANDI HEIMILI Ilmkerti setja sparisvip á hreint og
jólalegt heimili. Kertin frá Anick goutal fást í „noel“-jólailm-
inum og eru fáanleg í Kisunni, Laugavegi.