Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 70
14 föstudagur 11. desember tíðin ✽ heimili og hönnun HARPA PÉTURSDÓTTIR lögfræðinemi býr í Laugarnesinu ásamt tveggja ára syni sínum, Friðriki Pétri, og unnusta sínum Júlíusi Kemp. MYNDIRNAR Þessar myndir eru eftir Signýju Kolbeinsdóttur vinkonu mína og ég hugsaði mér þær í herbergi sonarins þegar hann var þá enn ófæddur. Ég varð hins vegar svo heilluð af myndunum að ég vildi frekar hafa þær í stofunni fyrir alla að sjá enda er ég sífellt spurð um þær. LAMPINN er í miklu uppá- haldi hjá mér. Ég sá hann í Kolaportinu einn góðan sunnudag og var með hann á heilanum þangað til ég splæsti mér í hann. Svo fékk ég skerminn í Ilvu. VEGGFÓÐRIÐ fann ég í Fríðu frænku eftir mikla leit að fallegu veggfóðri. Ég varð ástfangin af því um leið og ég sá það og við höfðum svo sannarlega fyrir því að setja það upp enda eldgamalt úr þykkum og hörðum pappír og ekkert grín að líma á vegginn. SEGULTÖFLUNA keypti ég í Kisunni. Ég var afskaplega dugleg að dúllast í herbergi sonarins þegar hann var ný- fæddur. Á hana set ég skemmtilegar myndir og hluti sem mega ekki týnast. MYNDAVÉLIN var keypt þegar ég var ófrísk. Þá var góðæri og ég gekk með fyrsta barnið mitt. Við splæstum því í al- vöru apparat, þetta er Canon EOS 5D en hún gerir bara fallegar myndir. MONT BLANC-PENNINN var útskriftargjöf frá mann- inum þegar ég kláraði BA- gráðuna í lögfræði. Þetta er sérstök Mozart-útgáfa en hann er lítill og nettur og sérstaklega ætlaður fyrir fín- gerðar hendur. Mjög dömu- legur og klassí og mun ör- ugglega sóma sér vel í skjalatöskunni. SKÓRNIR eru í miklu uppáhaldi en ég er búin að eiga þá í mörg ár. Ég er forfallinn skósjúklingur og á stórkostlega mikið af þeim. Þetta eru „Pied à terre“ „Mary Jane‘s“ og þeir eru klassískir. Það er alveg sama hvaða straumar og stefn- ur eru í gangi, þeir eru alltaf sjúk- lega flottir. KERTASTJAKARNIR eru stórir og massífir og gera öll matarboð glæsileg. Þeir voru keyptir í antíkbúð í Damaskus í Sýrlandi og mikið haft fyrir því að koma þeim alla leið heim til Ís- lands enda eru þeir fárán- lega þungir. TOPP 10 HORNIN keypti ég í búðinni 3 hæðir sem var á Lauga- veginum fyrir nokkru síðan. Þau hafa passað lykla og ýmislegt smálegt síðan þá. ÞESSA BELJU keyptum við í Illums Bo- lighus í Kaupmannahöfn á leiðinni frá Póllandi. Stutt stopp en ég varð alveg sjúk í hana og varð hreinlega að eignast hana. Svo varð úr ... Hringdu í síma ef blaðið berst ekki ILMANDI HEIMILI Ilmkerti setja sparisvip á hreint og jólalegt heimili. Kertin frá Anick goutal fást í „noel“-jólailm- inum og eru fáanleg í Kisunni, Laugavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.