Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 78

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 78
50 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Á þessum degi árið 1948 gáfu Gunnar Gunnars son rithöfundur og kona hans, Franzisca Antonia Josephine Jörgensen, íslenska ríkinu Skriðuklaustur á Fljóts- dalshéraði. Skriðuklaustur er fornfrægt stórbýli, þar var klaustur af Ágústínus- arreglu frá 1493 til 1552 og var það síðasta klaustrið sem stofnað var í kaþólskum sið hér á landi. Það voru hjónin Hall steinn Þorsteins- son og Sesselja Þorsteinsdóttir á Víði völlum sem gáfu jörðina Skriðu til stofnunar klaustursins. Gunnar Gunnarsson settist að á Skriðu- klaustri árið 1939. Hann lét reisa húsið, sem þar stendur árið 1939 en það er teiknað af þýska arkitektinum Fritz Höger. Gunnar ánafn- aði ríkissjóði jörðinni með því skilyrði meðal annars að nýting henn- ar yrði til menningarauka. Tilraunabú í sauðfjár- og jarðrækt á vegum RALA var rekið þar frá 1949 til 1990. Stofnun Gunnars Gunnarssonar var sett á laggirnar árið 1997. Á Skriðuklaustri rekur Gunnarsstofnun menningar- og fræðasetur með lifandi menningarstarfsemi árið um kring, sýningum, tónleikum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum. ÞETTA GERÐIST: 11. DESEMBER 1948 Gáfu Skriðuklaustur HECTOR BERLIOZ (1803-1869) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Ég bý þó yfir þeirri hóg- værð að viðurkenna að skortur á hógværð er einn af mínum veikleikum.“ Hector Berlioz var franskt tónskáld. Þekktasta verk hans er Symphonie Fantastique frá 1831. Pétur Már Pétursson er nýstiginn út úr flugvél eftir sólarhringsdvöl í Kaup- mannahöfn þegar blaðamaður slær á þráðinn. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ segir hinn tæplega tvítugi Pétur Már sem vann þriðju verðlaun í norrænu kvikmyndasamkeppninni REClimate fyrir myndina sína Hope. REClimate er loftslagskeppni sem norræn ungmenni á aldrinum fimmtán til nítján ára hafa tekið þátt í í haust í aðdraganda loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Alls voru 125 myndir sendar inn í keppnina og voru tveir Íslendingar í átta efstu sætunum, Pétur og kunningi hans úr Borgar holtsskóla, Gabríel Bachmann. Þeim var svo boðið að fara út til Kaup- mannahafnar til að taka við verðlaun- unum 8. desember. „Á afhendingunni voru sýndar myndir sem lentu í fimm efstu sætunum. Mín var sýnd fyrst en mér fannst skemmtilegt að eftir sýn- inguna komu til mín menn sem hafa verið lengi í kvikmyndagerðarbransan- um og spjölluðu við mig. Það var ægi- lega góð tilfinning,“ segir Pétur. Þrátt fyrir að verðlaunaafhendingin hafi verið mikil upplifun fyrir Pétur fannst honum enn meira um vert að fá að kynnast hinum keppendun- um sem lentu í efstu sætunum. „Við sem lentum í fyrstu þremur sætun- um hittumst og fórum út að borða og skemmta okkur. Við kynntumst mjög vel og munum örugglega verða í sam- bandi áfram,“ segir hann. En um hvað fjallar stuttmyndin Hope? „Hún ger- ist árið 2067 og fjallar um ungt par sem er að reyna að þrauka neðanjarð- ar vegna mikils hita á yfirborði jarðar og leit þeirra að vatni sem er af skorn- um skammti,“ útskýrir Pétur og tekur fram að lykiltónninn í myndinni sé um vonina sem sé eina ástæðan fyrir því að parið hafi lifað af. Hope er önnur mynd Péturs en hann stundar nám á listnámsbraut í Borgar holtsskóla. „Ég hafði lengi verið leitandi og fór á bí- liðnaðarbraut og félagsfræðibraut en það var ekki fyrr en á listnámsbraut sem ég fann mína stefnu í lífinu,“ segir hann og segist viss um að framtíð hans liggi í kvikmyndabransanum. solveig@frettabladid.is PÉTUR MÁR PÉTURSSON: HLÝTUR VERÐLAUN Í KVIKMYNDASAMKEPPNI Tók við verðlaunum í Köben UNGUR KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR Pétur Már Pétursson skrapp til Kaupmannahafnar til að taka við verðlaununum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Björg Jósepsdóttir lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 6. desember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 16. desember klukkan 13.00. Grímur Björnsson Jósep Grímsson Regína Ómarsdóttir Soffía S. Grímsdóttir Björn Júlíus Grímsson Hildur Lilja Guðmundsdóttir Jónína Sigríður Grímsdóttir og barnabörn. Okkar ástkæra, Þórey Sigurðardóttir frá Skúfsstöðum, Möðruvallastræti 1, Akureyri, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð mánudaginn 30. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju 14. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sumarbúðirnar Hólavatni, sími 588 8899 og Kristniboðssambandið, sími 533 4900. Inga, Anna, Sveinn og Bragi Ingólfsbörn Þórleifur Haraldsson Þorvaldur, Björg og Anna Sigurðarbörn og fjölskyldur. Ástkær systir mín, föðursystir og mágkona, Guðrún Gunnarsdóttir frá Reykjum í Fnjóskadal, lést á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík þann 7. desember. Útförin fer fram frá Illugastaðakirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 14.00. Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni á Akureyri kl. 13.00. Tryggvi Gunnarsson Gunnar M. Guðmundsson Þóra K. Guðmundsdóttir Pálína Magnúsdóttir Ástkær móðir mín, amma og lang- amma, Jóhanna Ólafsdóttir Óðinsgötu 17, lést á Droplaugarstöðum 6. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 15. desember kl. 15.00. Björk Gísladóttir Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir Gísli Reginn Pétursson Okkar yndislegi og ástkæri, Karl Smári Guðmundsson lést af slysförum 8. desember. Útför auglýst síðar. Berglind Ármannsdóttir Guðmundur Þór Karlsson Auður Eir Guðnadóttir Guðni Þór Guðnason Birgitta Líf Magnúsdóttir Guðmundur Heiðmar Karlsson Guðrún Halldórsdóttir systkini og fjölskyldur. Fyrrverandi eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ásgeir Sæmundsson frá Selparti, andaðist á Fossheimum Selfossi laugardaginn 5. desem- ber. Útförin fer fram laugardaginn 12. desember frá Villingaholtskirkju kl. 11.00. Magnea Sigurbergsdóttir Guðbrandur Gíslason Anna Lísa Andersen Sæmundur Ásgeirsson Ólína Ásgeirsdóttir Alexander Hafþórsson Bragi Ásgeirsson Petra Nicola Deutrich barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Hlíf Þórbjörg Jónsdóttir Dvalarheimilinu, Grund, áður Unnarbraut 28, Seltjarnarnesi, andaðist þriðjudaginn 8. desember. Minningarathöfn verður í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 15. desem- ber kl. 15.00. Útfararathöfn verður frá Heydalakirkju í Breiðdal laugardaginn 19. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í heimagrafreit á Þorvaldsstöðum. Sigurjón Jónsson Helga Ágústína Lúðvíksdóttir Guðný Elín Jónsdóttir Reynir Loftsson barnabörn, barnabarnabarn og systkini. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Katrín Káradóttir ljósmyndari, Boðahlein 5, Garðabæ, sem lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 1. desember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 14. desember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands. Eiríkur Svavar Eiríksson Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir Dirk Lubker Steinunn Eiríksdóttir Þorsteinn Lárusson Þóra Eiríksdóttir Ómar Guðjónsson og barnabörn. timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.