Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 84

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 84
56 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is ath. kl. 16. Stórvirki Kristjáns Árnasonar, þýð- ingu á Ummyndunum Óvíds, verður fagnað með málþingi í sal Reykja- víkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð. milli kl. 16-18 í dag. Clar- ence Glad, Halldór Björn Runólfs- son og Hjalti Snær Ægisson flytja stutt erindi. Kristján mun svo sjálfur lesa úr þýðingu sinni á Ummyndun- um auk þess sem lesið verður brot úr þýðingu Espólíns á verkinu. Kvikmyndafyrirtæki Lars von Trier og Peters Aalb- æk Jensen, Zentropa, er komið að fótum fram eftir sautján ára skrautlegan og ævintýralegan feril. Í liðinni viku var tilkynnt að fyrirtækið drægi stórlega saman og meira en helmingi starfsmanna yrði sagt upp. Jensen hefur tilkynnt að í framtíðinni hyggist hann einbeita sér að framleiðslu kvikmynda í fimm löndum Evrópu og Danmörk sé ekki meðal þeirra. Zentropa Entertainment stofnuðu þeir Jensen og Trier 1992 og hefur fyrirtækið framleitt 70 kvikmynd- ir. Það var frá upphafi einn mik- ilvægasti samstarfsaðili Friðriks Þórs Friðrikssonar og segja sumir að framleiðsluaðferð Friðriks, að ná saman fjölda aðila víða um Evrópu, hafi orðið þeim Zentropa-mönn- um fyrirmynd að þeirra fjölþjóð- lega neti en undir vængjum þess starfa um hundrað fyrirtæki víða um lönd. Í Börsen er greint frá að við hafi blasið þegar í fyrra þegar Nordisk Film, elsta starfandi kvik- myndafyrirtæki Norðurlandanna, keypti stóran hlut í Zentropa, að fyrirtækið væri í erfiðleikum. Sala á hlutum til starfsmanna í haust hafi líka verið merki um að rekst- urinn stæði tæpt. Jensen fer ekki í launkofa með ástæður falls Zentropa: hann seg- ist geta ráðið fyrsta flokks kvik- myndatökumann í fyrrum austan- tjaldslöndunum fyrir 20 þúsund danskar á á mánuði sem vinni langan vinnudag, meðan danskur tökumaður gangi út ef honum sú boðnar 32 þúsund á viku og hann vilji hætta vinnu eftir átta stunda vinnudag. Í viðtali við Börsen segir hann: „Ég er eins og lúdóspil- ari með alla í höfn. Hringnum er lokið og danski bíóbransinn er jafn slappur og hann var þegar við byrj- uðum fyrir sautján árum. Sögurn- ar okkar eru sjálfgóðar og slappar. Zentropa fær nýjan kraft ef ég kem mér burt. Ég stóð mig illa í að stýra fyrirtæki sem naut of mikillar vel- gengni. Sat hjá þegar framleiðslu- kostnaðurinn jókst og jókst.“ Gagnrýnendur segja megin- ástæðu þessara vandræða einfalda: á síðustu þrem árum hefur Zent- ropa framleitt 14 kvikmyndir í Dan- mörku og selt um 370 þúsund miða, af því tok Antikristur inn 82 þús- und miða. Meðaltal í aðsókn á mynd er um 26 þúsund miðar sem dugar ekki til. Önnur framleiðsla hefur ekki bjargað fyrirtækinu. Til sam- anburðar má geta þess að aðsókn- armet síðustu ára í Danmörku er á fjölskyldumyndina Far til fire sem um 400 þúsund hafa séð. Saga Zentropa er um leið saga sigurgöngu dansks kvikmyndaiðn- aðar liðna áratugi: von Trier var einn af forgöngumönnum Dogma og ruddi brautina fyrir aðra danska leikstjóra. Samband hans við íslenska listamenn hefur alltaf verið sterkt: Karl Júlíusson hann- aði útlit Breaking the Waves og hélt áfram að vinna með Trier að Danc- er in the Dark þar sem Björk náði alþjóðlegum stjörnustatus. Sjón kom að gerð handritsins með text- um sínum. Þá léku þeir Benedikt Erlingsson og Friðrik Þór í Direkt- øren for det hele. Fyrirtækið varð líka afkastamikið í sjónvarpsfram- leiðslu: bæði Riget og Klovn eru á verkaskrá þess. Á hinn bóginn hefur Zentropa notið mikilla rík- isstyrkja, ekkert framleiðslufyrir- tæki hefur verið styrkt jafn ríku- lega til framleiðslu. Því sæta þeir Jensen og Trier miklu ámæli í dönskum fjölmiðlum fyrir að hafa greitt sér um 20 miljónir danskra króna til tveggja einkahlutafélaga sem þeir ráða yfir. Jensen segir þær greiðslur hagnaðarhlut þeirra eftir söluna til Nordisk og hafi það verið ein meginforsenda fyrir söl- unni til að tryggja þeim eftirlauna- sjóði eftir 20 ára streð. Danskir fjölmiðlar segja kom- andi ár verða mikið örlagaár fyrir danskan kvikmyndaiðnað í kjöl- far þess að Jensen yfirgefi danska framleiðslu, en Trier hefur verið þögull um framtíðaráform sín. Hann stefndi þegar í upphafi ferils síns á alþjóðlegan markað þótt hann hafi haft Danmörku sem starfstöð í tvo áratugi. Þá er hagur þeirra beggja nokk- uð tryggur: Zentropa starfar í gam- alli herstöð, Filmbyen, sem eitt fyr- irtækja þeirra félaga á. Þar er falið gríðarlegt verðmæti í lóðum og byggingum vænkist hagur á dönsk- um húsamarkaði sem er í maski um þessar mundir. pbb@frettabladid.is ZENTROPA RIÐAR TIL FALLS Tónlistarsetrið á Stokkalæk heldur áfram að lífga upp á tónlistarlífið í Rangárþingi. Aðventan í Selinu á Stokkalæk hófst með fiðlutónleikum Hlífar Sig- urjónsdóttur sem tókust afar vel og voru hlý og eftir- minnileg stund. Nú verður bætt um betur þegar þeir Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari koma fram á jóla- tónleikum í Selinu á Stokkalæk fimmtudaginn 17. desember næstkomandi kl. 20. Miðapantanir í síma 487 5512 eða 864 5870. Nokkrir miðar eru eftir. Jólin á Stokkalæk verða svo hringd út með píanótónleikum Hákonar Bjarnasonar, sem fyrir skömmu varð sigurvegari í píanókeppni EPTA, samtaka evrópskra píanókennara, sem haldin var í salnum í Kópavogi. Hákon hlaut um svipað leyti 1.500.000 kr. í styrk úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson apótekara, sem hefur það hlutverk að styrkja unga og efnilega píanóleikara til framhalds- náms erlendis. Þessir tónleikar á þrettándanum, 6. janúar 2010 kl. 20, eru haldnir í tengslum við þá styrkveitingu. - pbb Kristinn og Víkingur Heiðar TÓNLIST Víkingur Heiðar og Kristinn Sigmunds- son koma fram á Stokkalæk í næstu viku. MYND FRÉTTABLAÐIÐ GVA > Ekki missa af … Jólagjöf Tónlistarskólans á Akureyri og Leikfélags Akur- eyrar sem er ókeypis tónleikar á morgun kl. 17.00 í Rýminu. Þar koma fram Pálmi Gunnars- son, Bryndís Ásmundsdóttir, Jana María Guðmundsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, Dagmey Björk Kristjánsdóttir, Ólafur Ingi Sigurðsson auk tríós Krissa Edelstein og Stórsveitar Tónlistarskólans á Akureyri undir stjórn Alberto Carmona. Þeir sem vilja geta skilið eftir jólagjafir undir jólatré í Rým- inu. Gjöfunum verður komið til barna sem minna mega sín. Miðar verða afhentir í miða- sölu Samkomuhússins. Sýning um Einar H. Kvaran var opnuð í Þjóðarbókhlöðu í gær í til- efni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu hans. Við það tækifæri afhentu afkomendur Einars Lands- bókasafni Íslands – Háskólabóka- safni ýmis bréf hans, bækur, ljós- myndir og fleira til varðveislu í handritadeild safnsins. Einar H. Kvaran var einn afkasta- mesti rithöfundur á Íslandi í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar tuttug- ustu. Hann er einn af brautryðj- endum raunsæisstefnu í íslensk- um bókmenntum og skáldsaga hans Ofurefli sem kom út árið 1908 er fyrsta skáldsagan sem hefur Reykjavík að sögusviði. Leikrit hans Syndir annarra frá árinu 1915 gerist einnig í Reykjavík. Einar var einn af frumkvöðlum íslenskrar blaða- mennsku og einn af sjö stofnfélög- um Blaðamannafélags Íslands árið 1897. Hann var ritstjóri Lögbergs, Ísafoldar, Norðurlands og Fjallkon- unnar. Hann var einnig leikhúsmað- ur og mjög virkur í starfi Leikfélags Reykjavíkur, þar sem hann starfaði bæði sem leikstjóri félagsins og for- maður. Einar var einnig formaður Sálarrannsóknarfélags Íslands og ritstjóri tímaritsins Morguns sem Sálarrannsóknarfélagið gaf út. Einar Hjörleifsson fæddist í Vallanesi í Fljótsdal 6. desember 1859. Hann lauk stúdentsprófi árið 1881 og fór síðan til Kaupmanna- hafnar til náms. Einar varð boð- beri nýrra tíma í skáldskap líð- andi stundar ásamt félögum sínum Gesti Pálssyni, Hannesi Hafstein og Bertel E. Ó. Þorleifssyni en tíma- ritið Verðandi, sem þeir gáfu út, varð farvegur raunsæisstefnunnar og hugmynda danska bókmennta- fræðingsins Georgs Brandes til Íslands. Einar flutti frá Kaupmannahöfn til Vesturheims árið 1885 ásamt danskri eiginkonu sinni. Hann missti konu sína og tvö börn á einu ári meðan á Kanadadvölinni stóð en giftist aftur íslenskri stúlku, Gíslínu Gísladóttur. Þau eignuðust fimm börn en misstu eitt. Einar sneri aftur heim til Íslands árið 1895. Hann lét til sín taka í stjórnmálum og var framlag hans til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar umtalsvert, einkum á árunum frá 1907 og fram til þess að Ísland hlaut fullveldi 1918. Einar Hjörleifsson tók upp ættar- nafnið Kvaran árið 1916. - pbb Sýning helguð Einari KVIKMYNDIR Antikristur, hin umdeilda mynd, er síðasti smellur Triers og Jensens á heimaslóðum en myndin er sigurstrangleg á mörgum sviðum í árlegum verðlaunum dönsku kvik- myndaakademíunnar sem eru fram undan. MENNING Einar H. Kvaran, rithöfundur og forgöngumaður á fyrri hluta síðustu aldar um mörg mikilvæg mál í samfélagi okkar. M YN D Z EN TR O PA 2. PRENTUN VÆNTANLEG Hörkuspennandi ævintýra- saga sem fellur í kramið hjá aðdáendum Harry Potter og Artemis Fowl. Fimmtán ára tvíburar í San Francisco dragast inn í heim galdra og furðu- vera með ódauðlega gullgerðarmann- inn Nicolas Flamel fremstan í flokki. Fyrsta bókin í metsölubókaflokki sem verið er að kvikmynda. hinn ódauðlegi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.