Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 86

Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 86
58 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Tónlist ★★ Kampavín Helgi Björns Vín og villtar meyjar Helgi Björns hefur verið manna iðnastur við tökulögin undanfarin ár og sendir nú frá sér plötu með bandarískum rythmablúslögum frá miðri síðustu öld. Um undirspil sjá Kokteil- pinnarnir, hópur valinkunnra tónlistarmanna, og íslenskir textarnir eru í höndum þeirra Davíðs Þórs Jónsonar, Dr. Gunna og og Þórð- ar Árnasonar, auk þess sem Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason (Þorsteinn Eggerts- son 21. aldarinnar, í jákvæðustu mögulegu merkingu) semur nokkra texta eins og á fjölmörgum öðrum plötum sem komið hafa út á árinu. Umfjöllunarefnin eru sígild, konur og vín, og eru fæstir textarnir kandídatar fyrir bókmenntaverðlaun Nóbels. Það kemur þó ekki að sök þar sem kæruleysið hentar verkefninu ágætlega. Bagalegra er að útsetningar og hljóðfæraleikur komast sjaldnast upp úr fyrsta gír á plötunni. Vissulega eru lögin framreidd af ýtrustu fagmennsku en skortir heldur gleðina og kraftinn, sem er galli sem vafalaust hverfur eins og dögg fyrir sólu þegar upp á svið er komið. Fyrir vikið verða lögin heldur keimlík, platan í heild full einsleit og rislítil og stemningin minnir á köflum fremur á góða fermingarveislu en partí. Löngu er orðið ljóst að Helgi er góður söngvari sem býr yfir persónu- og auðþekkjanlegri rödd og á til að fara á kostum. Svo virðist sem sú tegund tónlistar sem tekin er fyrir á Kampavíni henti honum verr en flestar aðrar, í það minnsta í hljóðveri, því söngurinn er almennt heldur blæbrigðalaus á plötunni. Þó eru undantekningar á. Helgi fer á flug í nokkrum lögum, nær góðri tilfinningu í Ég bið þig og fer vel með Ég finn á mér og Þú gengur fram af mér. Best finnur hann sig samt í falda aukalaginu I‘d Rather Go Blind, enda fellur soul-blærinn eins og flís við rass að hrjúfri röddinni. Þá kemur söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir sterk inn í dúettinum Ég sýp þig. Löngum hefur þótt töff að syngja drykkjuvísur í ætt við þær sem finna má á Kampavíni. Platan er nær því að vera skemmtilega hallærisleg, en hefði líklega virkað enn betur ef skrúfað hefði verið betur frá. Kjartan Guðmundsson Niðurstaða: Ágætis tökulagaplata, en heldur rislítil og vantar upp á fílinginn. Svínvirkar eflaust á sviði. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 11. desember 2009 ➜ Tónleikar 16.00 Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri halda stutta tónleika í Eymundsson við Hafnarstræti á Akur- eyri. 19.30 Aðventutónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Háskólabíói við Hagatorg. Flutt verður hátíðartónlist og vinsæl jólalög. Einsöngvarar: Ingibjörg Guðjónsdóttir og Gissur Páll Gissur- arson. 20.30 Í Reykholtskirkju verða haldnir aðventutónleikar í boði kóra í héraði og Reykholtskirkju. 22.00 Sniglabandið flytur lög af jóla- plötunni „jól meiri jól“ á tónleikum á Græna hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21. 23.30 Hjaltalín heldur tónleika á Sódómu Reykjavík við Tryggva- götu. Snorri Helgason sér um upp- hitun. Húsið verður opnað kl. 23. ➜ Opnanir 16.30 Í Þjóðarbókhlöðunni við Arn- grímsgötu verður opnuð sýning um Einar H. Kvaran, rithöfund, leikstjóra og blaðamann. Þar standa einnig yfir jólasýning í þjóðdeild og kreppusýning á ganginum. Opið mán.-fös. kl. 8.15-22 og lau.-sun. kl. 10-18. 17.00 Þórarinn Örn Egilsson opnar sýn- ingu í sýningarsalnum Hurðir, VIRTUS, Laugavegi 170 (3. hæð). Opið alla daga kl. 9-16. ➜ Síðustu forvöð Í Listasafni Reykjanesbæjar við Duus- götu stendur yfir sýning á verkum í eigu Landsbankans. Um er að ræða 30 mál- verk frá tímabilinu 1900-1990 eftir ýmsa af helstu listamönnum þjóðarinnar. Sýn- ingu lýkur á sunnudag. Opið virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13-17. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Hrafnhild- ur Arnardóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir hafa opnað sýninguna „Evudætur“ í Listasafninu á Akureyri við Kaupvangs- stræti. Sýningu lýkur á sunnudag. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17 Í Artóteki á 1. hæð Borgarbókasafns við Tryggvagötu stendur yfir sýning á verkum Soffíu Sæmundsdóttur. Sýningu lýkur á sunnudag. Opið mán.-fim. kl. 10-19, fös. kl. 11-19 og um helgar kl. 13-17. Hinir árlegu jólatónleik- ar Graduale Nobili verða sunnudagskvöldið 13. desember kl. 22 í Lang- holtskirkju. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Flutt verða verkin „Dancing Day“ eftir John Rutter og „Ceremony of Carols“ eftir Benjamin Britten. Þeir Britten og Rutter eru meðal fremstu tónskálda okkar tíma. Graduale Nobili var stofnaður haustið 2000 og er skipaður 24 stúlkum völdum úr hópi þeirra sem sungið hafa með Graduale kór Langholtskirkju. Kórinn hefur hlotið hástemmt lof gagnrýnenda, unnið til verðlauna í alþjóðlegum kórakeppnum og verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Menningarverðlauna DV. Síð- astliðið sumar hreppti kórinn silf- ur í flokki kammerkóra og brons í flokki kvennakóra í Llangollen í Wales þar sem allir bestu kórar álf- unnar keppa. Á efnisskránni á sunnudag eru tvö verk fyrir kvennakór og hörpu, hið fyrra, „Dancing Day“ var frum- flutt i dómkirkjunni í Coventry 26. janúar 1974. Verkið er byggt á sex jólasöngvum við latneska og enska texta, m.a. hið þekkta lag „Coventry Carol“. Höfundur þess, John Rutter, er fæddur í London hinn 24. sept- ember 1945. Hann er eitt af þekkt- ari tónskáldum samtímans. Rut- ter er frægastur fyrir jólasöngva. Söngvar hans eru sérstaklega vin- sælir í hinum enskumælandi heimi og í þættinum „Today Show“ á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC var hann til dæmis kallaður „mesta núlifandi tónskáldið og stjórnandi kórtónlistar“. Um jólasöngva segir Rutter: „Smáir hlutir hafa alla tíð heillað mig og jólasöngvar eru eins konar samþjappað form tónlistar. Mér finnst þeir vera heillandi litl- ir hlutir sem snerta fólk í einfald- leika sínum.“ Seinna verkið er „Ceremony of Carols“ eftir Benjamin Brit- ten (1913-1976). Britten samdi þetta undursamlega jólaverk eftir þriggja ára happasæla dvöl í Bandaríkjunum. Hann tók sér far heim um miðjan mars árið 1942 með sænsku flutningaskipi. Ferð- in tók nærri mánuð og lenti hann í allmiklu volki. Í ferðinni hóf hann að semja þetta verk fyrir þríradda kór og hörpu. Jólatónleikar Gradualekórs- ins í Langholtskirkjusókn hafa lengi verið sóknarbörnum og gest- um þeirra til ómældrar gleði í skamm deginu. Sóknin hefur um áratugaskeið lagt ríka áherslu á tónlistarstarf og skilað samfélag- inu langt út fyrir sóknina miklu yndi og ánægju eins og vísast má ganga að á sunnudag. Miðasala er í kirkjunni. pbb@frettabladid.is Jólakeimur úr Langholtinu TÓNLIST Graduale Nobili, kvennakór í Langholtskirkju, heldur tónleika á sunnudag. Fyrsta leikna grænlenska kvik- myndin í fullri lengd er komin í keppni á Sundance-kvik- myndahátíðinni sem verð- ur haldin í janúar, segir í fréttum frá Ritzau. Mynd- in heitir Nuummioq, sem þýðir Nuuk-búi, var frumsýnd í Nuuk hinn 30. október og keppir í deildinni Heimsmyndir við þrettán aðrar. Mynd- ina framleiddi fyrir- tækið 3900 Pictures. Í myndinni segir af ungum manni sem hefur fundið ást lífs síns en kemst þá að því að hann er með ólæknandi sjúkdóm. Mikil viðurkenning felst í að komast í keppnina á Sundance en hátíðin hefur reynst evrópskum kvikmynd- um gæfurík og opnað mörgum þeirra aðgang að hinum stóra banda- ríska markaði . Þá hefur verið tilkynnt að danska heimildarmynd- in sem var verðlaunuð hér í Reykjavík í haust á Nordisk Panorama, Rauða kapellan eftir Mads Brugger, keppi þar í flokki heim- ildarmynda. Sundance stendur fram í síðustu vikuna í janúar. - pbb Grænlensk mynd fer á Sundance ÓFALSAÐ / FALSAÐ Skyggnst á bak við tjöldin. Þekkir þú muninn á frumgerð og fölsun? ragna sigurðardót tir kynnir skáldsögu sína Hið fullkomna landslag í Listasafni Íslands, laugardaginn 12. desember kl. 14. lafur Ingi Jónsson forvörður fræðir esti um málverkafalsanir á Íslandi. erið velkomin!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.