Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 88

Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 88
60 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Dan Brown er án efa í flokki vin- sælustu rithöfunda allra tíma. Bók hans Da Vinci-lykillinn hefur selst í yfir áttatíu milljónum eintaka á heimsvísu og nýjasta bók hans, Týnda táknið, skaust beint í efsta sæti metsölulista New York Times þegar hún kom út nú í haust og sat þar samfleytt í sjö vikur. Bókin kom út á íslensku í lok nóvember hjá bókaforlaginu Bjarti og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur hjá íslenskum lesendum. Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir hitti Dan Brown í miðborg Manhattan í síðustu viku og ræddi við hann um ritstörf hans, nýju bókina og áhuga hans á Frí- múrarareglunni. Dan Brown segist langa að heimsækja Ísland og telur að hér gæti hann jafnvel fundið efnivið í nýja bók. Það er eins og Dan Brown sé nýstiginn upp úr ljósmyndinni sem má finna á kápubroti Týnda táknsins. Hann er rauðbirkinn með hökuskarð, íklæddur tweed-jakkanum sem er bæði eitt helsta einkennismerki hans og aðalpersónu bóka hans, Roberts Langdon. Þegar ég heilsa þessum mikla metsöluhöf- undi í höfuðstöðvum Doubleday-útgáfunn- ar á Manhattan kemur táknfræðingurinn snjalli ósjálfrátt upp í hugann. Það liggur því beint við að spyrja hvort Dan Brown sé sjálfur fyrirmynd aðalsöguhetju sinnar. „Þetta er erfið spurning,“ segir Dan Brown og kímir. „Ætli Langdon sé ekki sú mann- eskja sem ég vildi óska að ég væri sjálfur. Hann er gáfaðri en ég, lifir áhugaverðara lífi og er mun hugrakkari en ég. Við eigum það þó sameiginlegt að hafa báðir brennandi áhuga á táknum, fornum sögum, dulspeki og menningarsögu almennt.“ Löng meðganga Sex ár liðu frá útgáfu Da Vinci-lykilsins þar til Týnda táknið kom út nú í haust. Bæði lesendur og útgefendur var að vonum farið að lengja eftir nýrri bók um Robert Langdon. Ýmsir héldu því fram að ritstífla hrjáði höfundinn. Hann blæs á allar slíkar getgátur og segir ástæðu þessarar löngu meðgöngu vera þá víðtæku rannsóknar- vinnu sem liggi að baki bókinni. „Ég vann að bókinni sjö daga vikunnar samfellt í sex ár. Allan þann tíma tók ég mér einungis tíu daga frí frá skriftunum. Ég hef tamið mér að vakna alla morgna klukkan fjögur og skrifa til hádegis og hélt þeim hætti jafnvel á jóladag undan- farin ár.“ „Skriftirnar eru að mörgu leyti erfiðar og tímafrekar, ekki síst vegna þess að ég umskrifa mikið. Fyrir hverja blaðsíðu sem endaði í Týnda tákninu eru tíu síður sem ég skrifaði en notaði ekki.“ Það hefur einnig skapað eftirvæntingu hjá lesendum hversu vel Dan Brown hefur tekist að halda efni bóka sinna leyndu allt fram að útgáfudegi. Aðspurður segist hann hafa frétt af því að óþreyjufullur lesandi hafi brotist inn á skrifstofur bókaforlags- ins Bjarts í Reykjavík og stolið próförk að íslenskri þýðingu Týnda táknsins nokkru fyrir útgáfudag bókarinnar. „Að sjálfsögðu er ég ánægður með að fólk bíði spennt eftir að lesa bækur mínar. En öllu eru takmörk sett. Ég vil síður að aðdáendur mínir kom- ist í kast við lögin,“ bætir hann við og hlær. Vísindagrein í sókn Við lestur Týnda táknsins veltir maður því fyrir sér hversu stór hluti bókarinnar sé sannleikanum samkvæmt. „Persónurnar í bókinni eru skáldskapur en heimurinn sem þær hrærast í er raun- heimurinn,“ segir Dan Brown. „Allir staðir sem ég fjalla um eru til í raun og veru. Sem dæmi má nefna að Safnaaðstoð Smithsonian-stofnunarinnar er til og hefur að geyma risasmokkfisk, loftstein og blaut- skemmu, eins og lýst er í bókinni. Helgiat- hafnir sem lesandinn verður vitni að eiga sér einnig stað í raunveruleikanum. Aftur á móti er Peter Solomon ekki til og ekki held- ur sonur hans Zachary.“ En eru hugaraflsfræðin viðurkennd vís- indagrein? „Ég rannsakaði þessa vísindagrein árum saman og var satt að segja ansi hikandi til að byrja með. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að hugaraflsfræði eru alvöru vísindi. Hver einasta vísindatilraun sem ég lýsi í bókinni hefur raunverulega verið gerð og niðurstöðurnar eru viðurkenndar. Þetta hefur ekki síst komið mörgum amer- ískum lesendum mínum mjög á óvart: „Ha, hefur mönnum tekist að vigta mannssálina? Er með hugarorkunni einni saman hægt að hafa áhrif á hvers konar kristallar mynd- ast í ís? Hvernig getur þetta staðist?“,“ segir Dan Brown og bætir svo við: „Ég er hand- viss um að hugaraflsfræði muni vaxa hrað- ast allra vísindagreina næstu árin og eigi eftir að kollvarpa því hvernig við lítum á vísindi hugans.“ Dan Brown segist efast um að mann- fólkinu takist að höndla slíka vitneskju af ábyrgð. „Sagan kennir okkur að menn finni ávallt leið til að nota nýja þekkingu og tækni til ills. Þetta viðhorf vegur þungt í persónu Mal’aks, illmennisins í Týnda tákninu. Séu fornir leyndardómar jafn voldugir og ég hef trú á, þá er kannski ekki nema von að þeim hafi verið haldið leyndum. Komist slík þekk- ing í hendur manna sem skortir andlegan þroska til að hagnýta þekkinguna til góðs er voðinn vís.“ Innblásinn af fræðunum „Það einfaldar starf rithöfundar eins og mín að þurfa einungis að fá góða hugmynd í koll- inn á sex ára fresti,“ segir Dan Brown og brosir. „Ég fæ innblástur úr öllu því sem ég læri við skriftirnar. Mér finnst til dæmis heillandi að uppgötva að í miðju bandaríska þinghúsinu skuli vera málverk sem sýnir George Washington stíga til himins sem guð. Slík uppgötvun og rannsóknarvinnan sem fylgir í kjölfarið heldur mér við efnið í marga daga. Ég les mér til um verkið og táknin sem þar er að finna og glími við að miðla upplýsingunum áfram til lesenda minna á spennandi hátt. Það er mjög gef- andi þegar mér tekst að skemmta lesendum mínum og fræða þá um leið.“ Dan Brown segist gefa sér lítinn tíma til að lesa skáldsögur. Hann lesi helst fræði- bækur sem tengist viðfangsefni sínu hverju sinni. Aðspurður segist hann þó eiga sér marga uppáhalds höfunda. Þeirra á meðal nefnir hann John Steinbeck, William Shake- speare og Robert Ludlum. Ég spyr hvort hann þekki eitthvað til norrænna sakamála- sagna. Hann þekkir hvorki Arnald Indriða- son né Yrsu Sigurðardóttur en segist hafa byrjað á bókinni Stúlkan sem lék sér að eld- inum eftir Stieg Larsson. „Upphafskafli bók- arinnar var svo óhugnanlegur að ég lagði hana fljótlega frá mér og hef ekki komið mér til að lesa lengra.“ Robert Langdon til Íslands? Dan Brown segir að næsta bók sé þegar byrjuð að gerjast í kollinum á sér og stað- festir að Harvard-prófessorinn Robert Langdon komi þar við sögu eins og fyrri daginn. Orðrómur hefur verið uppi um að næsta bók muni gerast í Rússlandi. Dan vill hvorki játa því né neita en viðurkennir að sér finnist Hermitage-safnið í St. Péturs- borg vera stórfenglegt. Ég spyr hvort hann hafi kynnt sér nor- rænar goðsagnir og heiðin tákn. Megum við eiga von á Robert Langdon í heimsókn? „Það er ekki útilokað,“ segir Dan Brown. „Robert Langdon hefur brennandi áhuga á goðsögnum, táknum og baráttu góðs og ills. Einn helsti kostur þess að skrifa um slík- an táknfræðing er einmitt sá að hann getur borið niður hvar sem er í heiminum. Nor- ræn saga er sannarlega rík af slíkum efni- viði svo það er aldrei að vita.“ Að lokum biður Dan Brown að heilsa íslenskum aðdáendum sínum, segir sig langa mikið til að heimsækja landið og bætir við: „Hver veit nema ég finni efni í næstu bók á Íslandi?“ astasollilja@gmail.com Látlaus vinna sjö daga vikunnar í sex ár BÓKMENNTIR Dan Brown í Róm sem er sögusvið engla og djöfla. Hin kirkjulega og guðfræðilega veröld tákna og miða hefur reynst honum drjúgt söguefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Í LEIT AÐ LAUSN Tom Hanks og Audrey Tautou í kvikmyndinni sem gerð var eftir metsölubók Browns um Da Vinci-lykilinn. Hanks hefur lýst áhuga á því að leika Robert Langdon í kvikmynd um Týnda táknið . HEILLAÐUR AF FRÍMÚRURUM Týnda táknið hefst á því að Robert Langdon er boðaður til Washington til að halda erindi í þing- húsi Bandaríkjanna. Fyrr en varir dregst hann inn í óhugnanlega atburðarás sem leiðir hann um óvæntar slóðir Washington-borgar, og inn í leynilegan heim frímúrara og framsækinna vísinda. Hvað var það við frímúrara sem heillaði Dan Brown svo mjög? „Um allan heim þjarkar fólk um það hver þekki Guð best og örlítil frávik í skilningi fólks á almættinu valda sorglegum átökum og manndrápum. Frímúrarareglan sameinar fólk af ólíkum trúarbrögðum og skapar því vettvang til að tilbiðja almættið sem bræður, hlið við hlið. Frímúrarar sameinast í trú á æðri máttarvöld, þeir trúa á skapara alheimsins en hengja sig ekki í hvað skuli kalla hann. Ég dáist að slíkri víðsýni og umburðarlyndi. Jafnframt hef ég alltaf heillast af leynifé- lögum og frímúrarar eiga sér mjög áhugaverðar helgiathafnir.“ Ég spyr Dan Brown hvort það sé ekki vandkvæðum bundið að rannsaka leynifélög eins og Frímúrararegluna? Hann svarar því til að það velti á því hvaða upplýsingum sé sóst eftir hverju sinni. „Frímúrarar voru opinskáir varðandi hugmyndir sínar um siðferði, Guð og æðra vald. Þegar kom að helgisiðum og leyniathöfnum varð hins vegar fátt um svör. „Viðbrögð frímúrara við bókinni hafa verið blendin. Almennt eru þeir ánægðir með að hún skuli fjalla um sögu þeirra, siðfræði og merkingarfræði af virðingu og aðdáun en þeir eru ekki eins hrifnir af því að bókin skuli ljóstra upp ýmsu um helgiathafnir reglunnar.“ Sögusvið fyrri bóka Dan Brown hefur iðulega verið bundið við gamlar menningarborgir Evrópu. Hafði Dan engar áhyggjur af því að lesendum þætti Washington ekki jafn spennandi og borgir eins og Róm og París? Hann segir svo ekki vera. „Mér finnst Washington ekki síður hafa aðdráttarafl en París eða Róm. Byggingarstíll borgarinnar er stórfenglegur og hún á sér merkilega sögu. Sú staðreynd að musteri, kirkjur, undirgöng og grafhvelfingar fyrirfinnist í höfuðborg svo ungs lands gerir sögusviðið enn meira spennandi, eða það finnst mér að minnsta kosti.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.