Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 92

Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 92
64 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > ENN Á LAUSU Leikarinn Robert Pattinson heldur því enn fram að hann sé laus og lið- ugur. „Ég er á lausu. Eiginlega er allt sem hefur verið skrifað um einka- líf mitt rangt. Ég held að það sé vegna þess að í rauninni er ekkert merkilegt að ger- ast hjá mér.“ Hann segir líf sitt aðallega snúast í kring- um vinnu. Útgáfufyrirtækið Kimi Records heldur árlegan útgáfu- og jólafögn- uð sinn á Sódómu Reykjavík laug- ardaginn 12. desember. Þar stíga á svið fimm hljómsveitir sem allar hafa gefið út hjá Kimi á árinu. Þær eru Sudden Weather Change, Ret- rön, Morðingjarnir, Kimono og Me, The Slumbering Napoleon. Miðaverð er 1.000 krónur. Einnig er hægt að borga 2.000 krónur og fá plötu í kaupbæti. Kimi Records ætlar einnig að gefa áhugasömum jólasafnplötu á rafrænu formi. Hún nefnist Jóla- steik Kimi Records 2009 og inni- heldur tvö lög frá hverri af þeim hljómsveitum sem gáfu út hjá Kimi á árinu. Plötuna má nálgast í vef- búðum Kimi Records, www.kimir- ecords.net og kimi.grapewire.net, frá og með degi íslenskrar tungu í dag. Kimi í jólaskapi SUDDEN WEATHER CHANGE Hljómsveit- in Sudden Weather Change spilar á tónleikunum á laugardaginn. Bragi J. Ingibergsson, sókn- arprestur í Víðistaðakrikju í Hafnarfirði, var valinn Digital-ljósmyndari ársins af Photo Radar. Keppnin er ein stærsta ljósmynda- keppni ársins og er á vegum Digital Camera Magazine. Þetta er í þriðja sinn sem Bragi tekur þátt en keppt er í tíu efnis- flokkum. Auk þess að vera valinn Digital-ljósmyndari ársins lenti hann einnig í þriðja sæti í flokki landslagsmynda. „Ég sendi inn nokkrar myndir og tvær af þeim komust í úrslit. Þetta er vissu- lega mikill heiður og viðurkenn- ing fyrir mig sem ljósmyndara að hafa unnið þennan titil,“ segir Bragi sem er nýkominn heim frá London þar sem hann var stadd- ur til að veita verðlaununum mót- töku. Bragi segist hafa vitað áður en hann fór út að hann ætti tvær myndir í úrslitum en vissi þó ekki að hann hefði unnið titilinn Digi- tal-ljósmyndari ársins fyrr en dag- inn sem verðlaunin voru afhent. Spurður segir hann ljósmynd- un hafa verið sitt aðaláhugamál allt frá því hann var tólf ára gam- all og fékk sína fyrstu myndavél. Bragi er að eigin sögn sjálflærður í ljósmyndun en hefur verið dug- legur að lesa sér til bæði í tímarit- um og á vefnum í gegnum tíðina. „Ég hef mest verið að taka lands- lags- og dýramyndir, það er það sem mér finnst skemmtilegast að mynda. Það er kannski vegna þess að ég er alinn upp í sveit og mik- ill náttúruunnandi og hef gaman af göngum og útivist. Mér finnst líka gott starfsins vegna að geta farið út í kyrrðina og slakað á endrum og sinnum. Starf sóknar- prests er mjög gefandi en getur oft verið tímafrekt því maður er á vakt allan sólarhringinn,“ útskýr- ir Bragi. Í verðlaun hlaut hann 10.000 pund og segist Bragi reikna með að endurnýja ljósmyndagræjur sínar fyrir peninginn. Hann segir ljósmyndun vera dýrt áhugamál en hefur sjálfur verið lítið í því að kaupa dýrar græjur. „Ég á ágæta myndavél og tvær góðar linsur, en það eru þær sem skipta mestu máli. Ég reikna með að kaupa mér nýja linsu fyrir verð- launapeninginn, en ætli þetta fari ekki fyrst og fremst í skuldir, það er nóg til af þeim,“ segir hann og hlær. sara@frettabladid.is ÍSLENSKUR PRESTUR VAL- INN LJÓSMYNDARI ÁRSINS SIGURMYNDIN Þessi fallega ljósmynd af tveimur hestum á beit varð til þess að Bragi var valinn ljósmyndari ársins. MYND/BRAGI INGIBERGSSON LJÓSMYNDARI ÁRSINS Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur í Víðistaðakirkju, var valinn Digital-ljósmyndari ársins af Photo Radar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐ „Það er frí þetta árið en ég vonast til að koma sterkur inn á næsta ári,“ segir útvarps- maðurinn Ólafur Páll Gunn- arsson, eða Óli Palli á Rás 2. Rokklands-safnplata hans sem hefur komið út fyrir jól síðastliðin átta ár, kemur ekki út í ár. Hin alræmda kreppa hefur þar töluvert að segja. „Ég hef haft mikið að gera og for- sendur hafa örlítið breyst. Plötusala hefur dreg- ist saman og það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið mest seldu plöt- urnar fyrir jólin,“ segir Óli Palli. „Ég hef reynt að hafa þetta vandaðar útgáfur og í rauninni hefur þetta verið eins og lítil bók með músík. En þetta hefur ekki verið að mokast út eins og Jólagestir Björgvins, Páll Óskar eða Bubbi. Og þegar framleiðslan á diskunum hækkar um helming er tæpt að þetta hafist. Það vill eng- inn borga með því sem hann er að gera.“ Óli er hvergi nærri af baki dottinn og stefnir á að halda áfram með Rokklands-plöt- urnar næstu árin. „Það komu átta plötur í röð og ég vona að næstu átta árin hefjist strax á næsta ári. Ég er með mynd af Dalai Lama fyrir aftan mig og ég gefst aldrei upp, enda hef ég svo gaman af þessu,“ segir hann og bætir við að safnplöturnar séu góð viðbót við útvarpsþáttinn Rokkland. „Það er gaman að skapa eitt- hvað, þótt það sé ekki merki- legra en að raða saman lögum á kassettur.“ - fb Engin Rokklands-plata í ár ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON Engin Rokklands-plata kemur út fyrir þessi jól. Framleiðslu- kostnaður hefur tvöfaldast á skömmum tíma. ST O FA 5 3 MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Jólasveinninn getur keypt Friendtex bangsa til styrktar Krabbameinsfélaginu hjá okkur á 1.000.- krónur Opið í dag mán-fös kl. 11-18, lau 11-16 Útsala á haust- og vetrarlistanum er hafi n! Mikið úrval að fallegum fatnaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.