Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 94

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 94
66 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Íslenska tónlistarútrásin er svo sannarlega ekki gjald- þrota ef marka má áratuga- lista bandaríska stórblaðsins Rolling Stone. Fánaberar Ís- lands koma þó ekki á óvart. Ameríska stórblaðið Rolling Stone hefur birt lista sinn yfir hundr- að bestu plötur áratugarins. List- inn er valinn af meira en hundrað tónlistamönnum, blaðamönnum og fólki úr bransanum. Þrjár íslenskar plötur eru á þessum lista, sem verð- ur að teljast glæsilegur árangur hjá örþjóð. Sigur Rós á tvær plötur á listanum, Ágætis byrjun er númer 29 og (svigaplatan) er númer 76. Platan Vespertine með Björk er svo númer 67. Svo við montum okkur aðeins þá er eina norræna platan önnur á listanum með hinum sænsku The Hives (Veni Vidi Vicious, númer 91). Milljónaþjóðin Frakkland er jafn dugleg og við í poppinu og á þrjá listamenn sem eru með plöt- ur á listanum (Daft Punk - Dis- covery númer 33, Phoenix - Wolf- gang Amadeus Phoenix númer 60 og Manu Chao - Próxima Estación Esperanza númer 65). Að öðru leyti er nánast allt annað efni á listan- um frá Bretlandseyjum og Norður- Ameríku. Ótvíræðir sigurvegarar eru Thom Yorke og félagar í Radio- head, sem eiga fjórar plötur á list- anum, þar af þá bestu, Kid A. U2 og Coldplay eiga þrjár plötur á band, en auk Sigur Rósar með tvær plöt- ur á lista Rolling Stone eru Bob Dylan, The White Stripes, Emin- em, Arcade Fire og Wilco. Þrjár íslenskar plötur á áratugalista Rolling Stone BESTIR Á ÁRATUGNUM Sigur Rós á tvær plötur á áratug- alista Rolling Stone. Þeir verða því að teljast besta hljómsveit Íslandssögunnar. Thom Yorke og félagar í Radiohead eiga fjórar plötur á listanum, þar með talið bestu plötuna, Kid A. Björk Guðmundsdóttir á eina plötu á þessum lista, Vespertine. Við höfum fengið mikil viðbrögð frá íbúunum í hverfinu og stæð- ið verður fullt af bílum,“ segir Steinunn Þórhallsdóttir formaður 3. hverfis, Hlíða, Holta og Norð- urmýrar. Íbúar hverfisins ætla að endurtaka svokallaðan Skott- markað frá því í haust á bíla- stæði Kjarvalsstaða á morgun milli klukkan 12 og 14. Á skott- markaði er heimilisbíllinn notað- ur sem sölubás og getur fólk selt allt milli himins og jarðar úr bíl- skottum sínum, en viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum. „Stefnan að þessu sinni er að hafa það dálítið jólalegt. Allir luma á gömlu dóti sem þeir eru hættir að nota en gæti reynst dýr- mætt í jólapakkann eða skóinn. Einnig hvetjum við þá sem hafa föndrað eða bakað of mikið fyrir jólin að mæta og selja það sem ekki kemst í smákökudunkana,“ útskýrir Steinunn. „Eins eru jóla- föt barnanna frá fyrri árum oft óslitin og þjóðþrifaverk að koma þeim í notkun að nýju,“ bætir hún við. „Allir eru hjartanlega velkomn- ir, einstaklingar, foreldrafélög, og félagasamtök og við hvetjum alla til að mæta, stuðla að endurnýt- ingu verðmæta og ekki síst til að skapa gleði og samkennd í hverf- inu okkar og borginni,“ segir Steinunn, en áhugasamir geta tekið frá stæði með því að senda póst á skottmarkadur@gmail.com. - ag Skottmarkaður við Kjarvalsstaði JÓLAMARKAÐUR Í BÍLSKOTTI Íbúar 3. hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar ætla að endurtaka Skottmarkað frá því í haust á bílastæði Kjarvalsstaða á morgun milli klukkan 12 og 14. MYND/OTTÓ ÓLAFSSON BESTU PLÖTUR ÁRATUGARINS SAMKVÆMT ROLLING STONE 1. Radiohead - Kid A 2. The Strokes - Is This It 3. Wilco - Yankee Hotel Foxtrot 4. Jay-Z - The Blueprint 5. The White Stripes - Elephant 6. Arcade Fire - Funeral 7. Eminem - The Marshal Mathers LP 8. Bob Dylan - Modern Times 9. M.I.A. - Kala 10. Kanye West - The College Dropout Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan heldur því fram á Tweet- er-síður sinni að hún hafi bjargað fjörutíu mannslífum á Indlandi. Lindsay er þar á vegum BBC til að gera heimildarmynd um man- sal og segir jafnframt að starf hennar sé þegar farið að bera árangur. Lohan þarf nauðsynlega á því að halda að lappa aðeins upp á ímyndina eftir fremur mögur ár í sviðsljósinu þar sem allt hefur snúist um áfengi og taumlaust líferni. „Þetta er það sem lífið snýst um, þetta gerir lífið þess virði að lifa því,“ held- ur Lohan áfram. Og leikkonan hvetur aðra til að láta sitt ekki eftir liggja held- ur koma þeim til hjálpar sem minna mega sín. „Að einblína á fræga fólkið og lygarnar er bara blekking þegar við getum bjarg- að börnum frá glötun.“ Linds- ay mun fara frá Indlandi nú um helgina en leikkonan hyggst halda áfram að sinna góðgerðar- starfsemi þegar hún snýr aftur til Ameríku. Bjargaði fjörutíu mannslífum VILL HJÁLPA Lindsay Lohan vill hjálpa öðrum og einbeitir sér nú að því að bjarga bæði konum og börnum frá mansali á Indlandi. NORDIC PHOTOS/GETTY Hljómsveitin Portishead frá Bristol á Englandi hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Chase the Tear. Allur ágóði lagsins rennur til mannrétt- indasamtakanna Amnesty Inter- national. Portishead er að undirbúa sína fjórðu plötu sem kemur hugsan- lega út seint á næsta ári. Þessi hröðu vinnubrögð eru nýlunda fyrir aðdá- endur sveitarinnar því þeir þurftu að bíða í ellefu ár eftir þriðju plötu sveitarinnar, Third, sem kom út í fyrra. Hún fékk mjög góðar viðtökur og þótti ein besta plata síðasta árs að mati tónlistarsérfræðinga. Amnesty fær nýtt lag PORTISHEAD Nýtt lag frá ensku hljómsveitinni er komið út.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.