Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 96
68 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR
Tiger Woods fór á örfáum dögum frá því að vera pabbastrákur
yfir í mesta dólg heims. Hann var fyrirmynd ungra drengja um
allan heim en nú hugsa foreldrar sig væntanlega tvisvar um áður
en þeir kaupa handa börnunum sínum Tiger Woods-varning. Alls
hafa sjö hjákonur stigið fram og fleiri virðast vera á leiðinni.Atli
Fannar Bjarkason tók saman yfirlit yfir skandalinn, sem en sam-
kvæmt nýjustu upplýsingum hóf Tiger að hitta aðrar konur mjög
fljótlega eftir að hann kvæntist hinni sænsku Elinu Nordegren.
Lostafullt ferðalag
Tigers Woods
5. OKTÓB-
ER 2004 Tiger
kvænist sænsku
fyrirsætunni Elinu
Nordegren. Þau
eignuðust dóttur í
júní árið 2007 og í
febrúar í ár eignuð-
ust þau son.
31. ÁGÚST 2005
Notandi spjallborðs
golfvefsíðunnar 4gea.
com segir að stelpa
sem hann þekkir
til hafi átt einnar
nætur gaman með
Tiger í Las Vegas.
Færslan vakti enga athygli utan vefsvæðisins.
26. MAÍ 2009 Klámmyndaleik-
konan Holly Sampson lýsir yfir í
sérstökum klámspjallþætti að hún
hafi sofið hjá Tiger Woods. „Hann
myndi deyja ef hann vissi að ég
væri að gaspra um þetta á Netinu.
En það er í lagi – mér er sama.
Þetta var ekkert leyndarmál,“ sagði
hún í þættinum.
23. NÓVEMBER 2009 Búmm!
Bandaríska götublaðið The National
Enquirer birtir frétt um að Tiger
Woods hafið haldið framhjá með
næturlífsdrottningunni Rachel
Uchitel. Í fréttinni kom einnig fram
að hún hefði útvegað honum aðrar
konur. Rachel neitar að hafa sofið
hjá Tiger.
27. NÓVEMBER Woods reynir að ná sáttum við Elinu. Hann
segir vini sínum að hann þurfi að kaupa „Kobe special“ –
og átti þar við risademantshring eins og Kobe Bryant keypti
handa eiginkonu sinni þegar upp komst um framhjáhald
hans. Um nóttina hringir nágranni hjónanna í neyðarlínuna
og segir Tiger hafa klesst á tré á jeppa. Þegar lögreglan
mætir á vettvang liggur Tiger á jörðinni og eiginkona hans
er í uppnámi. Í yfirlýsingu sagði að Elin hefði brotið rúðu í
jeppanum til að bjarga Tiger út. Annað kom á daginn.
28. NÓVEMBER Sann-
leikurinn kemur í ljós.
Vefsíðan TMZ segir frá
því að Elin hafi klórað
Tiger í framan áður en
hann flúði út og ók af
stað í jeppanum. Hún
réðist á jeppann með
golfkylfunni.
29. NÓVEMBER
Tiger sendir frá
sér innihaldslausa
yfirlýsingu. „Ég harma
að það sé eitthvað
óljóst í málinu,“ sagði
hann. „Aðstæðurnar
eru mér að kenna. Ég
er mannlegur og ekki
fullkominn. Þetta er
mitt einkamál og ég
vil halda því þannig.“
1. DESEMBER 2009 Hjákona
númer tvö stígur fram. Bar-
þjónninn Jaimee Grubbs fær
150.000 dollara, rúmar 18
milljónir íslenskra króna, frá
tímaritinu US Weekly fyrir að
ljóstra upp um að hún hafi
einnig sofið hjá Tiger Woods.
2. DESEMBER 2009 Tíma-
ritið Life & Style segir frá
því að athafnakonan Kal-
ike Moquin frá Las Vegas
hafi oft og mörgum
sinnum sofið hjá Tiger
Woods í október. Hún
tjáir sig ekki um málið,
en fréttin er leiðrétt
síðar: Hún svaf ekki hjá
Tiger, en sá um að finna
handa honum stelpur.
3. DESEMBER 2009 Woods biðst afsök-
unar á vefsíðu sinni og segist sjá eftir
málinu. Sama dag boðar hjákona númer
eitt blaðamannafund þar sem búist er við
að hún játi loks að hafa sofið hjá Tiger.
Hún hættir svo við fundinn og orðrómur
fer á kreik um að Tiger hafi borgað henni
fyrir að þegja.
5. DESEMBER 2009 Hjákona númer
fjögur stígur fram. Fyrirsætan Jamie
Jungers segir í viðtali við breska
blaðið Sunday Mirror að hún hafi
átt í tveggja ára ástarsambandi
við Tiger. Þau hittust í partíi í Las
Vegas þegar hún var trúlofuð hörð-
um Tiger Woods-aðdáanda.
6. DESEMBER 2009 Tvær hjákonur í viðbót
stíga fram. Cori Rist hitti Tiger í nætur-
klúbbnum Butter í New York og ári síðar
voru þau enn þá að hittast samkvæmt
dagblaðinu New York Daily News. News of
the World sagði frá því að Mindy Lawton
hafi hitt Tiger í bakaríi. Þau stunduðu kynlíf
á bílastæði fyrir utan kirkju og hann kallaði
hana tuskudúkku.
7. DESEMBER 2009
Klámmyndaleikkon-
an Holly Sampson
stígur aftur fram,
þar sem enginn var
búinn að kveikja á
að hún var ein af
hjákonunum. Barbro
Holmberg, tengda-
mamma Tigers,
kemur í heimsókn.
9. DESEMBER 2009 Tiger hefur ekki
birst í auglýsingu í sjónvarpi frá 29.
nóvember, en hann er með samn-
inga við fyrirtæki á borð við Nike,
Gillette og Gatorade. Hætt var fram-
leiðslu á Gatorade-drykk undir hans
nafni, en fullyrt er að það tengist
skandalnum ekki og að samn-
ingurinn við Tiger sé í fullu gildi.
Sama dag var tilkynnt að Rachel
Unchitel segi sögu sína í tímaritinu OK! sem kemur
út á næstunni. Þá er einnig talið að hún hafi hætt við
blaðamannafundinn vegna þess að tímaritið borgi
henni góða summu fyrir viðtalið. Í dag er talað um að
Tiger hafi getið barn á einhverjum þessara lostafunda
og að kynlífsspóla eigi jafnvel eftir að birtast.
8. DESEMBER 2009
Holmberg er flutt
á neyðarmóttöku
frá heimili Tigers og
Elinar. Sama dag er
staðfest að fyrsta
hjákonan, Rachel
Uchitel, hafi séð um
að redda stelpum
handa Tiger víðs
vegar um heiminn.
Einnig er talað um
að þau hafi átt í
ástarsambandi.