Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 96

Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 96
68 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Tiger Woods fór á örfáum dögum frá því að vera pabbastrákur yfir í mesta dólg heims. Hann var fyrirmynd ungra drengja um allan heim en nú hugsa foreldrar sig væntanlega tvisvar um áður en þeir kaupa handa börnunum sínum Tiger Woods-varning. Alls hafa sjö hjákonur stigið fram og fleiri virðast vera á leiðinni.Atli Fannar Bjarkason tók saman yfirlit yfir skandalinn, sem en sam- kvæmt nýjustu upplýsingum hóf Tiger að hitta aðrar konur mjög fljótlega eftir að hann kvæntist hinni sænsku Elinu Nordegren. Lostafullt ferðalag Tigers Woods 5. OKTÓB- ER 2004 Tiger kvænist sænsku fyrirsætunni Elinu Nordegren. Þau eignuðust dóttur í júní árið 2007 og í febrúar í ár eignuð- ust þau son. 31. ÁGÚST 2005 Notandi spjallborðs golfvefsíðunnar 4gea. com segir að stelpa sem hann þekkir til hafi átt einnar nætur gaman með Tiger í Las Vegas. Færslan vakti enga athygli utan vefsvæðisins. 26. MAÍ 2009 Klámmyndaleik- konan Holly Sampson lýsir yfir í sérstökum klámspjallþætti að hún hafi sofið hjá Tiger Woods. „Hann myndi deyja ef hann vissi að ég væri að gaspra um þetta á Netinu. En það er í lagi – mér er sama. Þetta var ekkert leyndarmál,“ sagði hún í þættinum. 23. NÓVEMBER 2009 Búmm! Bandaríska götublaðið The National Enquirer birtir frétt um að Tiger Woods hafið haldið framhjá með næturlífsdrottningunni Rachel Uchitel. Í fréttinni kom einnig fram að hún hefði útvegað honum aðrar konur. Rachel neitar að hafa sofið hjá Tiger. 27. NÓVEMBER Woods reynir að ná sáttum við Elinu. Hann segir vini sínum að hann þurfi að kaupa „Kobe special“ – og átti þar við risademantshring eins og Kobe Bryant keypti handa eiginkonu sinni þegar upp komst um framhjáhald hans. Um nóttina hringir nágranni hjónanna í neyðarlínuna og segir Tiger hafa klesst á tré á jeppa. Þegar lögreglan mætir á vettvang liggur Tiger á jörðinni og eiginkona hans er í uppnámi. Í yfirlýsingu sagði að Elin hefði brotið rúðu í jeppanum til að bjarga Tiger út. Annað kom á daginn. 28. NÓVEMBER Sann- leikurinn kemur í ljós. Vefsíðan TMZ segir frá því að Elin hafi klórað Tiger í framan áður en hann flúði út og ók af stað í jeppanum. Hún réðist á jeppann með golfkylfunni. 29. NÓVEMBER Tiger sendir frá sér innihaldslausa yfirlýsingu. „Ég harma að það sé eitthvað óljóst í málinu,“ sagði hann. „Aðstæðurnar eru mér að kenna. Ég er mannlegur og ekki fullkominn. Þetta er mitt einkamál og ég vil halda því þannig.“ 1. DESEMBER 2009 Hjákona númer tvö stígur fram. Bar- þjónninn Jaimee Grubbs fær 150.000 dollara, rúmar 18 milljónir íslenskra króna, frá tímaritinu US Weekly fyrir að ljóstra upp um að hún hafi einnig sofið hjá Tiger Woods. 2. DESEMBER 2009 Tíma- ritið Life & Style segir frá því að athafnakonan Kal- ike Moquin frá Las Vegas hafi oft og mörgum sinnum sofið hjá Tiger Woods í október. Hún tjáir sig ekki um málið, en fréttin er leiðrétt síðar: Hún svaf ekki hjá Tiger, en sá um að finna handa honum stelpur. 3. DESEMBER 2009 Woods biðst afsök- unar á vefsíðu sinni og segist sjá eftir málinu. Sama dag boðar hjákona númer eitt blaðamannafund þar sem búist er við að hún játi loks að hafa sofið hjá Tiger. Hún hættir svo við fundinn og orðrómur fer á kreik um að Tiger hafi borgað henni fyrir að þegja. 5. DESEMBER 2009 Hjákona númer fjögur stígur fram. Fyrirsætan Jamie Jungers segir í viðtali við breska blaðið Sunday Mirror að hún hafi átt í tveggja ára ástarsambandi við Tiger. Þau hittust í partíi í Las Vegas þegar hún var trúlofuð hörð- um Tiger Woods-aðdáanda. 6. DESEMBER 2009 Tvær hjákonur í viðbót stíga fram. Cori Rist hitti Tiger í nætur- klúbbnum Butter í New York og ári síðar voru þau enn þá að hittast samkvæmt dagblaðinu New York Daily News. News of the World sagði frá því að Mindy Lawton hafi hitt Tiger í bakaríi. Þau stunduðu kynlíf á bílastæði fyrir utan kirkju og hann kallaði hana tuskudúkku. 7. DESEMBER 2009 Klámmyndaleikkon- an Holly Sampson stígur aftur fram, þar sem enginn var búinn að kveikja á að hún var ein af hjákonunum. Barbro Holmberg, tengda- mamma Tigers, kemur í heimsókn. 9. DESEMBER 2009 Tiger hefur ekki birst í auglýsingu í sjónvarpi frá 29. nóvember, en hann er með samn- inga við fyrirtæki á borð við Nike, Gillette og Gatorade. Hætt var fram- leiðslu á Gatorade-drykk undir hans nafni, en fullyrt er að það tengist skandalnum ekki og að samn- ingurinn við Tiger sé í fullu gildi. Sama dag var tilkynnt að Rachel Unchitel segi sögu sína í tímaritinu OK! sem kemur út á næstunni. Þá er einnig talið að hún hafi hætt við blaðamannafundinn vegna þess að tímaritið borgi henni góða summu fyrir viðtalið. Í dag er talað um að Tiger hafi getið barn á einhverjum þessara lostafunda og að kynlífsspóla eigi jafnvel eftir að birtast. 8. DESEMBER 2009 Holmberg er flutt á neyðarmóttöku frá heimili Tigers og Elinar. Sama dag er staðfest að fyrsta hjákonan, Rachel Uchitel, hafi séð um að redda stelpum handa Tiger víðs vegar um heiminn. Einnig er talað um að þau hafi átt í ástarsambandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.