Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 100

Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 100
72 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Tónlistarmaðurinn Elton John og leikkonan Judy Garland hafa verið kjörin mestu átrúnaðargoð allra tíma í nýrri skoðanakönnun sem var gerð á meðal sam- kynhneigðra. Elton John giftist kærasta sínum til langs tíma, David Furnish, í borg- aralegri athöfn fyrir fjórum árum. Söngvarinn hefur notið mikilla vin- sælda um árin og kemur valið því kannski lítið á óvart. Á meðal ann- arra sem komust á karlalistann voru Freddie Mercury, hinn sálugi söngvari Queen, leikarinn Stephen Fry og tónlistarmaðurinnn George Michael. Eini gagnkynhneigði mað- urinn á listanum er metrómaðurinn og fótboltatöffarinn David Beckham sem hefur bæði spilað í Bandaríkj- unum og á Ítalíu að undanförnu. Valið á Judy Garland, sem lést árið 1969 aðeins 47 ára, kemur held- ur ekki á óvart. Þrátt fyrir gagnkyn- hneigð sína hefur hún lengi verið í guðatölu hjá samkynhneigðum. Spilar þar inn í stuðningur henn- ar við réttindabaráttu homma í Bandaríkjunum auk þess sem eftir- minnileg frammistaða hennar sem Dorothy Gale í söngvamyndinni vin- sælu The Wizard of Oz hefur ekki skemmt fyrir. Athygli vekur að dótt- ir hennar, leik- og söngkonan Lisa Minnelli, kemst einnig á listann. Á kvennalistanum fengu fleiri frægar gagnkynhneigðar söngkonur einn- ig góða kosningu, þar á meðal Kylie Minogue, Madonna og Cher. Þær eru allar þekktar fyrir djarfa og skrautlega sviðsframkomu og virð- ist það hafa höfðað vel til þeirra sem tóku þátt í könnuninni. „Það vekur athygli að aðeins einn af körlunum sem komust á topp tíu listann er gagnkynhneigður, David Beckham. Á sama tíma eru flestar konurnar sem urðu fyrir valinu gagnkyn- hneigðar,“ sagði talsmaður Onepoll, sem framkvæmdi könnunina. Hollywood-stjarnan Marilyn Monroe fær einnig sinn sess á listan- um. Hún hefur ávallt notið vinsælda, jafnt hjá gagn- og samkynhneigðum, enda þótti hún kynþokkafull með eindæmum þegar hún var uppi. Garland og Elton John í guðatölu ÞESSI VORU NEFND Á NAFN Flestir samkynhneigðir völdu Judy Garland sem mesta átrúnaðargoðið í kvennaflokki. Kylie Minogue komst einnig á þann lista. Elton John er helsta átrúnaðargoðið í karlaflokki ásamt David Beckham. KARLKYNS ÁTRÚNAÐARGOÐ 1. Elton John 2. Freddie Mercury 3. Stephen Fry 4. George Michael 5. Oscar Wilde 6. Will Young 7. Alan Carr 8. Paul O’Grady 9. Boy George 10. David Beckham KVENKYNS ÁTRÚNAÐARGOÐ 1. Judy Garland 2. Kylie Minogue 3. Madonna 4. Cher 5. Liza Minelli 6. Marilyn Monroe 7. Shirley Bassey 8. Lily Savage 9. Dusty Springfield 10. Barbra Streisand Michael Jackson-bræðurnir fjórir, þeir Marlon, Tito, Jerma- ine og Jackie, tilkynntu í spjall- þætti Larry King á CNN nýver- ið að þeir hygðust koma saman sem Jackson Four og fara í kjöl- farið í tónleikaferð um heiminn á næsta ári. Slíkt tónleikahald yrði til minningar um bróður þeirra, Michael, sem lést langt fyrir aldur fram í júní á þessu ári. „Í fjörutíu ár höfum við átt stuðning aðdáenda og við skuld- um þeim frábæra tónleika,“ sagði Jackie við Larry King. „Við viljum bara fara upp á svið og skemmta okkur,“ bætti Jerm- aine við. Í viðtalinu kemur jafnframt fram að þeir hafi frétt af and- láti bróður síns í gegnum fjöl- miðla. Einn vegfarandi vatt sér meira að segja að Jackie og sagði honum að Michael Jackson væri dáinn. Vegfarandinn vissi ekki við hvern hann var að tala. „Ég sá þetta á CNN,“ sagði Jerma- ine. Jackson 4 snúa aftur Í TÓNLEIKAFERÐ Jackson-bræðurnir fjórir, þeir Tito, Marlon, Jermaine og Jackie, ætla í tónleikaferð um heiminn á næsta ári. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Hin unga söngkona Miley Cyrus ætlar að endurgera rokkballöð- una Every Rose Has It‘s Thorn sem hárprúða hljómsveitin Poison gerði vinsælt á sínum tíma. Cyrus hefur eytt mikl- um tíma í hljóðveri ásamt Bret Michaels, söngvara Poison, við upptökur á laginu. „Every Rose er eitt af uppáhaldslögum Miley,“ var haft eftir Trish Cyrus, móður Miley. Miley sjálf sagðist hlakka til þess að verða eldri og geta hætt að syngja popptónlist og einbeitt sér heldur að þeirri tónlist sem hún sjálf hefur unun af. „Ég er að eldast og aðdáendur mínir líka, það þýðir að bráðum fæ ég frelsi til að gera framsæknari tónlist.“ Endurgerir rokkballöðu FRAMSÆKNARI MILEY Miley Cyrus ætlar að endurgera gamla rokkballöðu. Myndlistarmaðurinn og rithöfund- urinn Hugleikur Dagsson mun rappa ásamt hljómsveitinni Human Woman á tónlistarhátíðinni Jól Jólsson sem verður haldin á Hótel Íslandi 18. desember. Human Woman er ný hljómsveit þeirra Jóns Atla Helgasonar og Gísla Galdurs Þorvaldssonar. Jón Atli hefur áður spilað með hljómsveit- um á borð við Hairdoctor, Bang Gang og Fídel. Gísla Galdur þekkir fólk úr sveitum á borð við Trabant, Mot- ion Boys og Ghostigital. Hugleik- ur hefur áður getið sér orð á tón- listarsviðinu, meðal annars með hljómsveitinni Útburðir. Þetta verða fyrstu tónleikar Human Woman og kemur hún fram á hátíðinni ásamt flytjendum á borð við Gus Gus, FM Belf- ast, Egil Sæbjörnsson, Lúdó og Stefán og Ben Frost. Hugleikur rappar HUGLEIKUR Hugleikur Dagsson rappar með hljómsveitinni Human Woman á Jól Jólsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.