Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 108

Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 108
80 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Hafnfirðingurinn Kristján Gauti Emilsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Hann mun fyrst um sinn æfa með U-18 ára liði félagsins en markmið hans verður að vinna sér sæti í varaliðinu og von- andi síðar sjálfu aðalliðinu. „Við komum út í gær og ég fór svo á æfingu í morgun. Eftir það var fundur þar sem ég skrifaði undir samn- inginn,“ sagði Kristján Gauti við Fréttablaðið í gær en hann var þá staddur í Liverpool með foreldrum sínum. Kristján Gauti er sextán ára gamall og hefur leikið með yngri flokkum FH alla tíð. Þrátt fyrir ungan aldur kom hann þó við sögu í þremur leikjum FH í Pepsi- deild karla nú í sumar. Hann mun flytja til Liverpool eftir áramót og hefja þá æfingar í akademíu félagsins. „Það sem tekur við hjá mér eru stífar æfingar en ég ætla mér að reyna að komast í varaliðið.“ Kristján Gauti neitar því ekki að það sé góð tilfinning að vera orðinn leikmaður Liverpool. „Það er mjög ljúf tilfinning en nú er það bara harkan sem tekur við.“ Hann var á meðal áhorfenda á Anfield, heimavelli Liverpool, þegar liðið tók á móti ítalska liðinu Fiorentina í Meistaradeild Evrópu. Þetta var lokaleikur liðsins í Meistaradeildinni en liðið var þegar fallið úr leik. Leikurinn var því þýðingarlaus fyrir þá rauðklæddu. Fiorentina vann leikinn, 2-1, en sigurmarkið kom í uppbótartíma. „Mér fannst leikurinn skemmtilegur en var auðvitað ekki ánægður með úrslitin,“ sagði Kristján Gauti. „Við reyndar fórum á 90. mínútu leiksins og héldum því að leikurinn hefði farið 1-1. Það var ekki fyrr en við komum heim að við sáum hvernig leikurinn fór. Þá varð maður spældur.“ Eitt helsta umræðuefni stuðningsmanna Liverpool þessa dagana er Alberto Aquilani, sem var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í gær síðan hann kom til félagsins en hann hefur verið að jafna sig á erfiðum meiðslum. „Það er ekki nokkur spurning að hann er góður knatt- spyrnumaður. Hann á bara eftir að verða sterkari eftir því sem hann fær meira að spila,“ sagði Kristján Gauti, nýr leikmaður Liverpool. KRISTJÁN GAUTI EMILSSON: SKRIFAÐI Í GÆR UNDIR ÞRIGGJA ÁRA SAMNING VIÐ LIVERPOOL Ljúf tilfinning að vera orðinn leikmaður Liverpool > Þórir frá í tvær vikur Þórir Ólafsson, leikmaður og fyrirliði þýska úrvalsdeildar- félagsins TuS N-Lübbecke, verður frá næstu tvær vikurnar eftir að hann meiddist á æfingu í fyrradag. Eftir því sem kom fram í þýskum fjölmiðlum gær benti flest til að hann hefði rifið vöðva aftan í læri. „Við vonumst til þess að hann geti spilað í síðustu tveimur leikjum ársins en það kemur betur í ljós eftir ítarlegri læknisskoðun,“ sagði Patrik Liljestrand, þjálfari Lübbecke, við þýska miðla. Við óskum öllum gleðilegra jóla Tryggjum öllum börnum gleðileg jól Taktu þátt í Pakkajólum Bylgjunnar við jólatréð í Smáralind Gefðu eina aukagjöf um jólin og leggðu góðu málefni lið. Merkja þarf hverja gjöf með merkimiða þar sem tekið er fram hvaða kyni hún hentar og hvaða aldri. Ef þú býrð úti á landi þá kemur Pósturinn gjöfunum endurgjaldslaust til skila. Þú þarft bara að fara með pakkann á næsta pósthús. Jólapappír og merkimiða er að finna við þjónustuborð Smáralindar á annarri hæð. Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar koma pökkunum til þeirra sem á að gleðja. Gefðu eina gjöf og vertu með í Pakkajólum Bylgjunnar. SUND Íslensku keppendurnir hófu keppni á EM í stuttri laug í Istan- bul í Tyrklandi í gær. Þá var end- anlega ákveðið að íslensku stelp- urnar ætla að taka þátt í 4x50 metra skriðboðsundi í dag. Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var sú eina af íslensku keppend- unum sem náði að bæta sinn besta tíma. „Það munaði mjög litlu hjá mér og ég hefði örugglega kom- ist inn í undanúrslitin ef ég hefði náð Íslandsmetinu. Það hefði verið frábært en verður bara í staðinn markmiðið mitt fyrir næsta mót,“ sagði Hrafnhildur í gær. „Þessi dagur reyndi vel á mig enda að taka tvö sund á fyrsta deginum. Ég var ennþá með flug- þreytu en reyndi bara að nýta mitt sem best. Ég gerði vel í 50 metra bringusundinu en náði ekki alveg að stilla mig af í fjórsundinu. Ég náði samt næstbesta tímanum mínum, sem mér finnst nú bara vera ágætt,“ sagði Hrafnhildur, sem var nokkuð sátt. Hrafnhildur endaði í 29. sæti af 53 keppendum í 50 metra bringu- sundi á tímanum 31,49 sekúndum sem er aðeins 23/100 frá Íslands- meti Erlu Daggar Haraldsdótt- ur úr ÍRB. Sindri Þór Jakobsson úr ÍRB varð í 38. sæti af 46 í 100 metra flugsundi en hann synti á 53,69 sekúndum sem er 1/10 úr sekúndu frá hans besta tíma. Hrafnhildur synti síðan aftur í 200 metra fjórsundi þar sem hún var í riðli með bestu fjórsundskon- um Evrópu. Hrafnhildur náði 28. besta tímanum og synti á 2:16,97 mínútum, sekúndu frá sínu besta. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH og Ragnheiður Ragnarsdótt- ir úr KR syntu síðan í 100 metra skriðsundi. Ingibjörg endaði í 55. sæti á 56,87 sekúndum, sem er um sekúndu frá hennar besta, og Ragnheiður endaði í 36. sæti en hún kom í mark á 55,10 eða 34/100 frá Íslandsmetinu sem hún setti á ÍM25 um daginn. Spennandi verður að sjá hvernig gengur hjá stelpunum í dag þegar þær taka þátt í 5x50 metra skrið- sundi. „Það var ákveðið að skrá okkur og sjá síðan til. Við erum búnar að ákveða að taka þátt. Það er ekki mjög algengt að Ísland sé með boðsundssveit en við ákváðum að skella okkur fyrst við vorum hérna fjórar stelpurnar,“ sagði Hrafnhildur. - óój Hrafnhildur Lúthersdóttir var nálægt undanúrslitunum á fyrsta mótsdegi á EM í stuttri laug í Tyrklandi í gær: Ísland verður með boðsundsveit á EM ÍSLENSKA BOÐSUNDSVEITIN Ísland á fjórar stelpur á EM. MYND/RAGNAR MARTEINSSON BORÐTENNIS Guðmundur Egg- ert Stephensen, Íslandsmeist- ari í borðtennis, hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið BTK Warta um að leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils. Guð- mundur varð sænskur meistari með Eslöv árin 2007 og 2008. BTK Warta er frá Gautaborg og einn elsti klúbbur í Svíþjóð með mikla borðtennishefð. - óój Sænska borðtennisdeildin: Guðmundur á ný til Svíþjóðar TVISVAR SÆNSKUR MEISTARI Guðmund- ur Stephensen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.