Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2009, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 11.12.2009, Qupperneq 110
 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Vínlandsleið 6-8 113 Reykjavík Opið: Virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga kl. 12-16 FRÁBÆR VERÐ! Puma First Round Stærðir 36-41 Verð kr. 16.990 Puma First Round Stærðir 37-41 Verð kr. 16.990 Puma First Round Stærðir 36-39 Verð kr. 16.990 Puma Etoile Fade Stærðir 36-41 Verð kr. 12.990 K-Swiss götuskór Stærðir 37-41 Verð kr. 13.990 Vans götuskór Stærðir 41-46 Verð kr. 14.990 Puma rennd peysa Stærðir XS-M Verð kr. 11.990 Puma bakpokar Mikið úrval Upprunalegt verð er breytilegt milli poka Outlet verð: Kr. 11.9 90 O utlet ve rð: Kr. 11.9 90 Outlet verð: Kr. 8.99 0 Ou tlet ver ð: Kr. 11.9 90 Outlet verð: Kr. 6.99 0 Ou tlet ver ð: Kr. 7.99 0 Outlet verð: Kr. 2.99 0 Ou tlet ver ð: Kr. 7.99 0 KÖRFUBOLTI Sean Burton lætur ekki mikið yfir sér. Hann er grannvax- inn og ekki hár í loftinu og það er fátt sem bendir til þess að þar fari bandarískur atvinnumaður sem er nýbúinn að setja met í þriggja stiga körfum. Hamarsmenn og Njarðvíkingar geta hins vegar vottað um það að menn mega ekki láta útlitið blekkja sig því þar er á ferðinni svakaleg skytta. „Þeir voru að spila 2:3 svæðis- vörn og voru að gefa okkur opin skot. Ég hitti úr fyrsta þriggja stiga skotinu mínu og eftir það fór allt ofan í hjá mér,“ segir Sean, sem endaði með 55 stig og sextán þriggja stiga körfur úr 20 skotum í leiknum á móti Hamri. „Ég hafði aldrei skorað svona marga þrista í einum leik og hafði sett nýtt persónulegt met með því að skora átta þrista í leiknum á undan sem var á móti Njarðvík,“ segir Sean. Leikurinn á undan var enginn meðalleikur heldur þar sem hann skoraði 41 stig og hitti úr 8 af 12 þriggja stiga körfum í 98-94 sigri á toppliði Njarðvíkur. „Þegar ég kom hingað fyrst var ég að spila í fyrsta sinn með þess- um strákum og ég þurfti tíma til þess að venjast þeim. Leikstíllinn, íþróttahúsin og boltarnir voru líka allt öðruvísi en ég átti að venjast. Ég er farinn að venjast öllu núna enda er ég búinn að vera hérna í að verða meira en mánuð,“ segir Sean Burton, sem kom ekki til landsins fyrr en nokkuð var liðið á mótið. „Eftir síðasta árið mitt í háskóla- boltanum reyndi ég að koma mér á framfæri því ég vildi halda áfram að spila körfubolta. Ingi hafði samband við mig og sagði mér að hann hefði áhuga á því að fá mig. Ég varð strax spenntur því þetta leit út fyrir að vera frábær staður og Ingi leit út fyrir að vera góður þjálfari. Ég var því heppin með hvernig þetta gekk upp,“ segir Sean Burton. Hann var ekki að hitta mikið í fyrstu leikjum sínum en Hlyn- ur Bæringsson, fyrirliði liðsins, talaði um það eftir leik á móti ÍR að þar færi ein mesta skytta sem hann hefði séð. Það kom líka á dag- inn að skyttan Sean Burton fór í gang. „Ég elska það að eyða tíma í íþróttahúsinu og æfa skotið mitt. Það var mér sérstaklega mikil- vægt rétt eftir að ég kom hingað því þá var ég ekki að hitta úr skot- unum mínum. Ég fór því og æfði skotið mitt á hverjum degi og það er farið að skila sér,“ segir Sean. Þeir sem sjá Sean spila taka strax eftir því að hann er fljótur að skjóta. „Ég hef allan minn körfu- boltaferil verið einn af minnstu mönnunum á vellinum þannig að ég þurfti að læra það að skjóta hratt ef ég ætlaði mér að skjóta á körfuna,“ segir Sean. Sean ætlaði sér aldrei að bæta einhver met og segist leggja ofur- kapp á að sinna sínu mikilvægasta starfi, sem er að stýra sóknar- leik Snæfellsliðsins. „Ég hef meiri áhyggjur af því að stjórna hraðan- um og reyna að stýra leiknum en því að skora svona mikið. Ég veit að ég mun fá mín skot og hef því ekki neinar áhyggjur af því. Á meðan við erum að vinna og liðið er að spila vel er það það sem mestu máli skiptir,“ segir Sean. Snæfell hefur byrjað vel með Sean Burton innanborðs en bikar- sigurinn á Hamri á sunnudaginn var sjötti sigur liðsins í sjö leikjum með þennan snaggaralega bakvörð innanborðs. Eina tap liðsins var með minnsta mun í framlengdum leik í Grindavík. „Við erum rétt að koma upp á yfirborðið sem lið. Við erum að verða betri og betri á æfingum enda ennþá að læra inn á hver annan. Ég er viss um að í janúar og febrúar verðum við búnir að smella alveg saman og farnir að spila mjög góðan körfubolta,“ segir Sean. Áður en kemur að næsta alvöru- leik, sem er á heimavelli Íslands- meistaranna í KR, ætlar Sean að bjóða upp á aðra þriggja stiga sýn- ingu í þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleiksins sem fer fram í Graf- arvogi á laugardaginn. „Ég finn enga pressu á mér í þriggja stiga keppninni þrátt fyrir þessa tvo síðustu leiki. Ég ætla bara að reyna að skemmta mér og hafa gaman,“ segir Sean að lokum en þar talar maðurinn sem hefur sett niður 24 þriggja stiga skot af 32 í síðustu tveimur leikjum og verður því að teljast afar sigurstranglegur um helgina. ooj@frettabladid.is Elskar að æfa skotið sitt Sean Burton bætti tæplega 19 ára gamalt met Francs Booker þegar hann skor- aði sextán þriggja stiga körfur á móti Hamri síðastliðinn sunnudag. Burton er búinn að hitta úr 24 af 32 þriggja stiga skotum í síðustu tveimur leikjum. SJÓÐHEITUR Sean Burton lék frá- bærlega í síðustu tveimur leikjum þar sem hann skoraði samanlagt 96 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Ingi Þór Steinþórs- son, þjálfari Snæfells í Iceland Express deild karla, datt í lukku- pottinn þegar hann krækti í Bandaríkjamanninn Sean Burton. „Ég bjóst kannski ekki við svona hittni en það var hans alhliða leikur sem heillaði mig,“ segir Ingi Þór um heitustu skyttuna á Íslandi í dag. „Hann var búinn að vera aðalmað- urinn í litlum skóla í litlu samfé- lagi og ég hafði trú á því að hann myndi þrífast vel í svona samfé- lagi og að hann myndi sætta sig við að koma í bæjarfélag eins og við búum í hér í Hólminum,“ segir Ingi en Sean Burton var með 22,4 stig og 7,7 stoðsendingar að með- tali á lokaári sínu hjá Ithaca-skól- anum. „Ég ætlaði að fá hann í sumar en þá var stjórnin ábyrg og fjár- magnið var ekki til staðar. Á meðan samdi hann við London Leopards á Englandi. Svo þegar fór að glæðast í fjáröflun hérna og stjórnin gaf mér grænt ljós að fá erlendan leikmann kom í ljós að hann var ekki enn búinn að fá atvinnuleyfi í Englandi,“ rifjar Ingi upp. „Við fundum það út að hann var ennþá að bíða eftir atvinnu- og dvalarleyfi í Englandi og hafði verið að bíða í þrjár vikur. Ég setti mig í samband við hann og tveimur dögum seinna var búið að græja málið. Það er eins og hann hafi átt að koma hingað,“ segir Ingi Þór. Sean Burton byrjaði ekki allt of vel og hitti „bara“ úr 11 af 39 fyrstu þriggja stiga skotunum sem hann tók í fyrstu fjórum leikjun- um. „Hann hitti ekki vel í byrjun en hjá skyttum er þetta spurning um ryþma og sjálfstraust. Í síðustu tveimur leikj- um hefur hann verið að hitta og skjóta meira. Ég er búinn að vera mjög ánægður með hann allan tímann þó svo að hann hafi ekki verið að skora. Hann er leik- stjórnandi sem getur skor- að. Hann er ekki að taka frá einum eða neinum og st ý r - ir liðinu mjög vel. Hann fékk algjört skotleyfi eftir Hamarsleikinn,“ sagði Ingi Þór hlæjandi og bætti við: „Hann sagði við mig: Ég vona að þú ætlist ekki til þess að ég skori 40 stig í leik“,“ segir Ingi og bendir á að Sean hafi bætt sitt persónulega met tvo leiki í röð. „Hann sér völlinn mjög vel og ég held að það sé mjög gaman að spila með honum. Hann gefur okkur nýja vídd með þessum leik sínum, sem er mjög jákvætt. Væntingarnar til hans rjúka núna upp en það er stutt á milli í þessu því það voru margir óánægð- ir með hann í byrjun og fannst hann þá ekki vera að spila vel,“ segir Ingi en þeir hinir sömu eru örugglega búnir að skipta um skoðun núna. - óój Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fann Sean Burton milliliðalaust: Eins og hann hafi átt að koma INGI ÞÓR STEINÞÓRSSON Þjálfari Snæfells. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.