Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 112
84 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR
HANDBOLTI Breiðhyltingurinn
Kristinn Björgúlfsson hefur víða
komið við á sínum ferli. Hann er
uppalinn ÍR-ingur en hefur síð-
ustu ár leikið meira og minna
erlendis.
Lengst af lék hann í Noregi en
hann spilaði einnig eina leiktíð í
Grikklandi. Hann skipti svo um
vettvang eina ferðina enn í sumar
er hann samdi við þýska félag-
ið Rimpar en það félag leikur í 3.
deild suður.
Kristinn býr einn en hann unir
sér vel með gæludýrinu sínu sem
er broddgöltur. Ekki er það beint
hefðbundið gæludýr en Kristinn
hafði aldrei áhuga á því að vera
með hefðbundið gæludýr.
„Eftir að mér datt þetta í hug
hafði ég samband við dýralækni
og spurði hvort þetta væri í lagi,
hvort ég myndi nokkuð drepa
dýrið. Hann sagði að þetta væri í
lagi. Svo kem ég úr sjúkraþjálfun
dag einn og sé þá broddgölt í gras-
inu fyrir utan. Bið sjúkraþjálfar-
ann að redda mér kassa, setti dýrið
í kassann og tók það með heim. Ég
er örugglega fyrsti Íslendingurinn
sem fær sér broddgölt. Ég vil ekki
vera eins og aðrir. Það er bara til
eitt eintak af mér,“ segir Kristinn
um tilurð þess að hann ákvað að fá
sér þetta óvenjulega gæludýr.
Broddgeltir eru ekki seldir í
gæludýrabúðum þannig að Krist-
inn varð að redda sér sjálfur. Sam-
búðin með broddgeltinum hefur
gengið vel en Kristinn segir brodd-
göltinn vera skemmtilegt gælu-
dýr.
„Hann fær að valsa hér um íbúð-
ina og er aðallega í því að fela sig.
Fara ofan í töskur og klifra upp
lampa. Allt afar skemmtilegt,“
segir Kristinn en hvað gefur hann
dýrinu að borða?
„Hann borðar kattamat með
kjúklingabragði. Læknirinn mælti
með því. Svo borðar hann banana
og á dögunum fékk hann súkkul-
aðirúsínur frá Nóa. Þær hurfu á
mettíma, hann var sjúkur í þær.
Ég bauð honum venjulegar rúsín-
ur daginn eftir en hann vildi ekki
sjá þær. Bara íslensku súkkulaði-
rúsinurnar.“
Kristinn segir að gölturinn stingi
ekki eins mikið og margur held-
ur. „Þetta er ekki eins og í teikni-
myndunum,“ segir Kristinn. Hann
nefndi broddgöltinn Hr. 109 þar
sem hann er mikill Breiðhyltingur.
Vinir Kristins fylgjast spenntir með
bloggskrifum hans um dýrið og nú
hefur Hr. 109 fengið sína eigin Fac-
e book-síðu sem Kristinn segir dýrið
hafa stofnað sjálft.
Þó svo að heimilislífið sé skemmti-
legt hefur ekki gengið eins vel á
handboltavellinum. Rimpar situr í
neðsta sæti deildarinnar. Liðið tap-
aði átta fyrstu leikjum sínum í deild-
inni en er að rétta úr kútnum.
„Við höfum verið ótrúlega óheppn-
ir með meiðsli. Níu leikmenn meidd-
ust hjá okkur og flestir í langan
tíma. Þetta var með hreinum ólík-
indum,“ segir Kristinn, sem er
fyrsti atvinnumaðurinn í liðinu.
„Það er mjög gaman. Fólk í þess-
um 5.800 manna bæ veit vel hver ég
er og mér er heilsað hvert sem ég
fer. Ég kann vel við mig hér. Það er
alltaf fullt á leikjum hjá okkur og
mikil stemning þó svo að við værum
að tapa öllum leikjum,“ segir Krist-
inn Björgúlfsson.
henry@frettabladid.is
Broddgölturinn sjúkur í Nóarúsínur
Það verður seint sagt um handknattleikskappann Kristin Björgúlfsson að hann bindi bagga sína sömu
hnútum og samferðamennirnir. Þessi lunkni miðjumaður spilar nú í Þýskalandi þar sem hann býr með
broddgeltinum sínum. Dýrið hefur verið nefnt Hr. 109 til heiðurs Breiðholtinu.
UPPÁTÆKJASAMUR Herra 109 er mikið
í því að klifra upp um alla íbúð og fela
sig.
FLOTTIR SAMAN Kristinn og broddgölturinn Hr. 109 saman á heimili þeirra í Rimpar í
Þýskalandi. MYND/ÚR EINKASAFNI
FÉLAGAR AÐ LEIK Kristinn og herra 109
eru duglegir að leika og horfa einnig á
sjónvarpið saman.
FÓTBOLTI Ítalinn Alberto Aquilani
fékk langþráð tækifæri í liði Liver-
pool gegn Fiorentina í Meistara-
deildinni á miðvikudag. Hann átti
engan stjörnuleik enda lítið spilað
síðan hann kom til félagsins. Hann
fékk þó að spila allan leikinn og
það í fyrsta skipti fyrir félagið.
Aquilani biður stuðningsmenn
Liverpool um að sýna sér þolin-
mæði enda muni það taka hann
tíma að komast í leikform eftir
margra mánaða fjarveru vegna
meiðsla.
„Það er mjög erfitt að hafa
ekki spilað fótbolta í sjö eða átta
mánuði. Ef maður spilar ekki er
ástandið ekki gott. Ég þarf að fá
að spila og eftir því sem ég spila
meira, þeim mun betri verð ég,“
sagði Aquilani og bætti við að aðal-
atriði liðsins núna væri að enda
í einu af efstu fjórum sætunum í
deildinni.
„Það er gríðarlega mikilvægt
fyrir okkur. Við verðum að taka
einn leik fyrir í einu og á sunnu-
dag verðum við að vinna Arsenal,“
sagði Ítalinn. - hbg
Alberto Aquilani:
Sýnið mér
þolinmæði
ALBERTO AQUILANI Fékk loksins að
spila fyrir Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY