Vikan


Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 6
hef lagt á borð fyrir tvo. — Ég geri svo mikið ónæði, sagði frú Harris og roðnaði. Hún var svo falleg og eðlileg, og það var langt frá því að hún líktist strangri kennslukonu, hugsaði Walter. — Nei, alls ekki, sagði hann. — Ég ætla bara að hafa fataskipti, svo getum við borðað. Hr. liedtord hvao er aö manninum minum, spuröi hun lagt. mALTER sneri baki við Penang Uy og ók sem leið liggur til bú- staðar sins út við frumskóg- inn. Þetta var að vísu nokkuð af- skekktur staður, meira en klukku- stundar akstur frá umboðsstjórnar- byggingunni, en þarna gat hann líka verið i friði og ró. Honum hafði allt- af leiðzt í klúbbnum, og í samkvæm- islífinu bar mest á þröngsýni og for- dild. Þegar hann var í samkvæmum og hlustaði á masið í þessum skrif- stofumönnum frá Evrópu, langaði hann oft til að andmæla, en hann vissi að það var alveg tilgangslaust. Þeir voru fullir af hleypidómum, sem þeir nenntu ekki að kryfja til mergj- ar né breyta, og í rauninni vissu þeir ekkert um Austurlönd; höfðu í mesta lagi lesið einhverja gamla úrelta bók eða séð væmna Hollywood-kvikmynd þaðan. Það var komið niðamyrkur, þegar hann ók inn á hliðargötu og siðan inn á nokkurs konar gangstíg. Við skin bíllugtanna sá hann þétt- vaxna bambusrunna, síðan tók frum- skógurinn við. Hann ók hiklaust áfram. Enginn hefði gert honum neitt, þó hann hefði farið út úr biln- um. Að vísu gátu slöngurnar verið hættulegar, en ekki hinir innfæddu. Þjónn hans hafði hengt nokkrar lugtir framan við húsið, og Walter ók upp að veröndinni og steig út. Allt í einu fannst honum eins og einhver gæfi honum gætur. Það gat ekki verið þjónninn, því hann var sjálfsagt önnum kafinn i eldhúsinu. Það hlaut að vera einhver annar. Hann stóð á neðsta þrepinu og lit- aðist um, og kom auga á konu, sem stóð alveg við tröppurnar. Hún hlaut að hafa komið út, um leið og hún heyrði i bílnum, því perlutjaldið hreyfðist ennþá. Hún var í þunnum kvöldkjól. Hárið var stutt og minnti einna helzt á rauðgullið ský. — Gott kvöld, sagði hann undr- andi og gekk upp á veröndina. — Hver eruð þér, með leyfi? — Þér eruð Walter Bedford, er það ekki? Ég heiti frú Harris, sagði hún og brosti dálitið feimnislega. — Einmitt það, sagði hann og rétti henni höndina. Það var óheppilegt, að hún skyldi koma einmitt núna, hugsaði hann. — Ég hafði ekki hug- mynd um ... sagði hann, en hún greip fram í fyrir honum. — Nei, og Georg veit, það ekki heldur. Það er langt síðan ég hefi heyrt nokkuð frá i honum, svo ég ákvað að koma. Hún brosti afsak- andi. — Já, eins og þér sjálfsagt vit- ið er ég kennslukona, svo ég tók mér frí og kom hingað flugleiðis. Mér fannst allt í einu, að ég yrði að koma, og ég sendi símskeyti, en Georg hefir sennilega ekki fengið það, því hann var ekki á flugvellinum. — Nei, tautaði hann. Hann reyndi að hugsa málið, meðan hún talaði. Hún hélt áfram: — Maðurinn, sem ók mér hingað vissi ekki um heim- ilisfang Georgs, svo hann skildi mig eftir hérna. Hann sagði að þér hefð- uð umsjón með plantekrunum, og mynduð koma mér á leiðarenda. Yður ber auðvitað engin skylda til þess, en ég held að hann hafi ekki kært sig um að aka lengra. — Leiðin er líka mjög torfær, sagði Walter, og virti ungu konuna fyrir sér. Hún var yndisleg. Hann hafði gert sér allt aðrar hgmyndir um konu Georgs. Georg sagði alltaf: — Hvað í ósköpunum ætti konan min að gera hérna. Hún er kennslukona og vill hafa allt í röð og reglu. Hún myndi ekki kunna við sig hérna. Þetta sagði Georg og ýmislegt fleira, sem hann hafði ekki veitt neina sérstaka eftir- tekt ... og nú var hún allt í einu komin, hafði tekið sér frí og komið með flugvél alla þessa löngu leið. Hún hlaut að hafa eytt miklum pen- ingum í þetta. Þjónninn kom út. Walter sá að kona Georgs myndi ekki vera nýkomin, þvl þau brostu kunn- uglega hvort til annars. — Baðið er tilbúið, sagði Yokur og hneigði sig lotningarfullur — og ég BORÐHALDIÐ var mjög ánægju- legt. Kona Geórgs var hæglát, en hafði rika kímnigáfu. Með lagi tókst honum að leiða talið frá Georg. Hann sagði henni frá lífinu á plantekrunni og í Penang. Georg hlaut að hafa skrifað henni einkenni- leg bréf, hugsaði hann, þegar hann sá undrun hennar og hrifningu af húsgögnum hans, bókum og listmun- um. — Hér er yndislegt, sagði hún og leit í kringum sig. — Et- hús Georgs svona vistlegt? Og áður en honum gæfist tóm til að svara, hélt hún áfram: — Ég get komizt þangað í kvöld, er það ekki? Hann hristi höfuðið. —• Það er of seint, svaraði hann. —■ Það er meira en klukkustundar akstur. Þjónninn kom með kaffið, og allt i einu tók unga konan i hönd Walters. — Hr. Bedford. hvað er að manninum mín- um, spurði hún lágt. — Manninum yðar? sagði hann ó- styrkur. — Hann liggur á sjúkrahúsi í Penang ... — Áflog — Honum brá. Hann leit á hana. Hún var föl, en röddin titraði ekki. — Áflog ... já. — Hann drakk lika, þegar hann var heima. Hún talaði hægt og var kvíð- in á svip. — Ég ráðlagði honum að fara alls ekki til Austurlanda. En hann vildi þetta endilega. Hann var hérna, þegar hann var ungur og þráði að koma aftur. Hann kinkaði kolli og forðaðist að lita á hana. Hvernig gat svona yndisleg kona ver- ið gift öðrum eins ræfli og Georg? Bedford hafði aldrei verið mjög hrifinn af konum,. og þegar hann loksins fékk yfirmannsstöðu í Penang, hraus honum hugur við þessu gift- ingafúsa kvenfólki, sem flykktist í kringum hann með mæður sínar í fararbroddi. 1 huganum bar hann þær saman við frú Harris — hin tómlegu andlit, innihaldslaus orð, augnaráð þeirra, sem bar vott um leiðindi, sem stöfuðu af iðjuleysi. Og svo var það hún. Hann grunaði að henni hefði ekki liðið sérstaklega vel í sambúð- inni með Harris, og samt ferðaðist hún alla þessa leið, þegar hún fékk hugboð um að eitthvað væri að. Hún var vel til fara, og hlaut að hafa vel launaða atvinnu, því hann vissi vel að Harris eyddi öllum launum sínum jafnóðum. *'|<»VÖLDIÐ var venju fremur lí svalt og þau sátu úti á ver- ** V öndinni og töluðu saman. Þeg- ar hún loksins tók á sig náðir, kallaði Walter á konu þjónsins og bað hana að sofa í húsinu. Þó mannorð Harris væri fyrir löngu rokið út í veður og vind, ætlaði hann að vernda kon- una hans. Daginn eftir fór Julie Harris með honum til Penang. Walter hafði búizt við því að verða yfirheyrður viðvíkjandi spítaladvöl Georgs, en frú Harris var sjálfsagt ýmsu vön frá þvi að maður hennar bjó heima, þvi hún spurði einskis. 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.