Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 01.06.1961, Qupperneq 16

Vikan - 01.06.1961, Qupperneq 16
Hin eftirsóknarverða granna lína sýnir sig með tímanum, ef þið gerið æfingar þessar daglega. Legg- izt fyrst á magann, svo þétt upp við vegg, að þið verðið að beygja handleggina, þegar þið „skríðið“ eins hátt upp á vegginn og þið getið. Fæturnir eiga að vera alveg beinir, á meðan þið farið upp og niður. LANGT EVHTTI Tízkan krefst þess, að mittið sé langt og liðugt, og hér eru nokkr- ar æfingar, sem ættu að hjálpa okkur til að fá þessar eftirsóttu og grönnu línur, ef þið æfið þær daglega. Standið við hliðina á borði, og leggið eina eða tvær bækur, alveg eftir þörfum, á það, þannig að vinstri fótur sé alvcg lóðréttur, þegar þið leggið hann upp á, án þess að ýta bókunum niður. Leggið báðar hendur á mjaðinir, og snú'- ið upp á ykkur til hægri fyrir ofan mitti, og gerið þetta án þess að láta bækurnar á borðinu hreyfast. Þegar þið hafið snúið ykkur einu sinni út á hægri hliðina, end- urtakið þið æfinguna til vinstri. Þetta er endurtekið nokkrum sinnum, þá er skipt um fót og öll æfingin endurtekin. í þessari sömu stöðu má gera nokkrar góðar hliðarbeygjur. Takið um ökklann á fætinum, sem er á borðinu, og hafið handlegginn beinan. Beygið ykkur svo í hliðinni yfir fótinn og síðan í hina átt- ina. Þegar þið eruð orðnar þreyttar, skipt- ið þið um fót. Maður verður að þjást fyrir fegurðina, sögðu konurnar í gamla daga, og svo tróðu þær sér í skó, sem voru mörgum númerum of litlir, og reyrðu sig í lífstykki, svo að þær náðu varla and- anum, og gengu svo um með óánægju- og þján- ingarsvip. Nútímakonan, hvað gerir hún? Jú, hún vill gjarnan líta vel út, en að Þjást, það vill hún ekki. Hún er líka svo heppin, að hún getur fengið skó, sem passa henni algerlega. Mjóa, oddhvassa táin er aðeins viðbætir við lengd skónna, svo að það vandamál sakar ekki. En hinar tággrönnu línur, sem tízkan krefst af henni nú á tímum, verður hún að útvega sér sjálf. Það eru að vísu enn þá til hlutir, sem heita lífstykki, en konur árið 1961 vita, að það er ekki nóg að troða sér í lífstykki og þjást, því að þeir sentímetrar, sem var ofaukið i mittinu, koma bara í ljós einhvers staðar annars staðar. Nei, við verðum að nota allan okkar vilja- kraft og útvega okkur þá daglegu hreyfingu, sem við þurfum á að halda, til að losna við auka- kílóin. Og nú, þegar við vitum, að mittið á að vera langt og mjótt — og liðugt, — já, þá byrj- um við auðvitað að æfa nokkrar æfingar, sem gefa okkur þessar eftirsóttu línur. Nauðsynleg- ustu æfingarnar eru hér, og þið þurfið aðeins að fella þær inn i dagskrána. Dagleg leikfimi styrkir viljakraftinn og dugnaðinn, og smátt og smátt verður það skemmtilegt að geta haldið unglegum vexti, þó að árin færist yfir. Að síðustu gerið þið eina áhrifaríka æfingu. Leggizt á hnéft, og rétt- ið hægra fót eins langt úí til hliðar og þið get- ið. Munið, að fóturinn á að vera vel útréttur all- an tímann. Síðan eru báðir handleggir réttir út í axlarhæð, og nú snúið þið upp á ykkur frá einni hliðinni til annarrar og endurtakið svo æfinguna með vinstri fót útréttan. Nú hafið þið áreiðan- lega séð, hvað er mikil- vægast í þessum mittis- grennandi æfingum. Þegar þið eruð búnar að snúa upp á ykkur, er aftur byrjað á hlið- arbeygjunum. Notið alla ykkar krafta, og gefizt ekki upp á miðri leið. Árangurinn kemur ekki í ljós á einni viku, en dagleg leikfimi og skyn- samlegt (ekki of kol- efnaríkt og ekki of feitt) fæði er næstum því ó'- brigðult, og með tíman- uni fáið þið hið marg- óskaða granna mittL 16 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.