Vikan


Vikan - 01.06.1961, Side 19

Vikan - 01.06.1961, Side 19
4 l ■ i Fegurðarsamkeppnin Nú er komið að því að greiða atkvæði. Atkvæðaseðillinn er á bls. 18. Hér með lýkur þeim þætti fegurðarsamkeppninnar, sem snýr að Vikunni og nú er komið að ykkur, lesendur góðir. Atkvæðaseðill er á bls. 18 og nú er aðeins eftir að útfylla hann og senda hann sem allra fyrst til dómnefnd- arinnar í fegurðarsamkeppninni, póstbox 368. Atkvæði, sem berast síðar en á hádegi hinn 10. júní, verða ekki tekin til greina. Vikan hefur tekið á móti fjölda ábendinga og valið úr ellefu þátttak- endur. Þar af féll ein úr af óviðráðanlegum orsökum og er hún því ekki hér með. Við birtum hér tvær myndir af hverjum þátttakanda til þess að hæg- ara sé um samanburð. Stúlkurnar munu væntanlega allar koma fram í Austurbæjarbíói, þar sem kjörin verður Ungfrú ísland 1961, Ungfrú Reykjavík 1961 og Bezta Ijósmyndafyrirsætan 1961. Atkvæði ykkar, les- endur góðir, mun dómnefndin hafa til hliðsjónar við kosninguna. Úrslitakeppnin mun fara fram í Austurbæjarbíói dagana 10.-11. júní næstkomandi. Þar munu stúlkurnar koma fram á kjólum og sundfötum fyrri daginn, en aðeins á sundfötum síðari daginn. Ásamt fegurðarsamkeppninni verður ýmislegt annað til skemmtunar í Austurbæjarbíói, t. d. áhaldaleikfimi karla og kvenna, munnhörputríó Ing- þórs Haraldssonar, gamanþáttur í umsjá Áróru og Emelíu og hljómsveit leikur milli atriða. Unglingar undir sextán ára aldri munu ekki fá aðgang að úrslitakeppninni. Keppninni lýkur með krýningarhátíð að kvöldi 11. júní. Mun hún fara fram að Hótel Borg. Myndir af þátttakendunum birtast hér í sömu röð og með sömu númer- um og áður. Dómnefndina skipa: Frú Ásta Johnson, fegrunarsérfræð- ingur Ásdís Alexandersdóttir, flugfreyja hjá Loftleiðum Frú Anna Guðmundsdóttir, þátttak- andi í Miss Evr. 1958 Jón Eiríksson, læknir Guðni Þórðarson, forstjóri Ferða- skrifstofunnar Sunnu Eggert Guðmundsson, listmálari Guðmundur Karlsson, blaðamaður Jóhannes Jörundsson, auglýsingastj. Vikunnar Gestur Einarsson, ljósmyndari AtkvæðaseðMlinn er hér og atkvæðin verða að hafa borizt fyrir hádegi 10. júní 1 Anna Harðardóttir. Bræðraborgarstíg 15. Reykjavík.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.