Vikan - 01.06.1961, Síða 34
Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona
mikið í einu! Sjáðu bara hvernig
mamma fer að: Lítið í einu en oftar.
En þú liefir rétt fyrir þér — maður
byrjar aldrei of snemma á réttri húð-
snyrtingu. Mamma þin hefir iíka frá
œsku haft þessa reglu: Nivea daglega.
Gott er að til er NIVEA !
Nivea inniheldur Euce-
rit — efni skylt húðfit-
unni — frá þvi stafa
hin góðu áhrif þess.
Útgeriarmtnn!
Jafnan birgðir af öllu,
sem þarf til:
Botnvörpu-, Dragnóta-, Herpi-
nóta'-, Itekneta-, Lóða-, Hand-
færa- og Þorskanetaveiða, t. d.:
Manilla. Sisal. Grastóg. Stálvír.
Vírmanilla. Vatnavír. Nælontóg.
Ormtóg. Tjörutóg. Fiskilínur.
Uppsettar lóðir. Onglar allsk.
Öngultaumar. Krómaðar hand-
færasökkur. Nælon-handfæri.
Plastbelgir. Lóðarbelgir Bambus-
stengur. Kolanet. Síldarnet.
Silunganet. Þorskanetaslöngur
og garn. Neta og Nótabætninga-
garn allsk. Netakúlur. Plastkork.
Netablý. Netakúlupokar. Neta-
nálar allsk. Fiskkörfur. Fisk-
umbúðir. Flatningshnífar. Haus-
ingasveðjur. Nautshúðir. Fisk-
burstar. Segldúkur. Seglasaum-
garn. Netadrekar. Segl og ábreið-
ur. Kejður. Akkeri. Keðjustopp-
arar. Lóðaspil. Togvindur. Skipa-
dælur. Keðjulásar. Vírlásar.
Vatnsskrúfur. Skrúflásar. Akker-
islásar. Kóssar. Botnvörpulásar.
Keðjukefar. Háflásar. Sleppi'-
krókar. Snurpubl. Árar. Ræði.
Stýrishjól. Stýrisvélar. Tré- og
járnblakkir allsk. Lanternur.
Baujulugtir. Kýraugu. Áttavitar.
I.ogg. Eldslökkvarar. Björgunar-
belti. Björgunarhringir, Flögg,
ísl. og útl. Signalflögg. Línu- og
Netaliturinn „Impregnol". Bark-
arlitur. Blásteinn. Koltjara.
Blakkfernis. Karbolin. Eirolía.
Þéttihampur. Bik. Hrátjara.
Saumur. Boltajárn. Ávalt járn.
Botnfarfi. Plötublý. Skipsfflt.
SCHERMULY lfnubyssur og neiðarmerki.
BELDAMS vélaþéttingar. Vélareimar. Mótorlampar.
VERKFÆRI — M ÁLNING AR V ÖRUR.
Sjóföt. Vinnuföt. Ullarteppi. Vatt-teppi Madressur.
Gúmmístígvél. Klossar. — Tóbaksvörur.
— ÞETTA ER AÐEINS ÞAÐ HELZTA —
Verzlun O. Ellingsen h.í.
— Elzta og stærsta veiðjarfæraverzlun landsins. —
Símnefni: „ELLINGSEN“, Iteykjavík. — Símar: 24411 - 13605 - 14605.
Gunnar M. Magnúss
rithöfundur
mun á næstunni skrifa allmargar greinar fyrir Vikuna,
sem ætla má að mörgum þyki eftirtektarverðar
Gunnar mun meðal annars skrifa um njósnir Þjóðverja
fyrir stríð, um „ástandið“ svokallaða á stríðsárunum, um
þjóðfræga menn frá skólaárum þeirra og margt fleira.
ÆSKAN OG LÍFIÐ.
Framhald af bls. 31.
markvert má teljast á því sviði, er
árangur af fjárfestingu ríkja og
einkafyrirtækja. Haldið er uþpi rann-
sóknarstofum i sambandi við allar
iðngreinar og það er reyndar iðnaður-
inn, sem notar mestan part Þess fjár,
sem lagður er I rannsóknir. En há-
skólar og stofnanir taka til sín ein-
hvern part af því fé, sem lagt er af
mörkum í rannsóknarskyni. T.d. má
gera ráð fyrir því að Bandaríkin
noti fimmhundruðfalda þjóðartekjur
Islendinga til rannsóknarstarfa ein-
göngu á þessu ári. Þessi gífurlegá f jár-
festing í rannsóknum er eiginlega svo
til nýkomin. Að minnsta kosti var hún
ekki sambærileg fyrir seinni heims-
styrjöldina. Þessi fjárfesting gerir það
að verkum, að sí og æ er verið að
finna upp hitt og þetta, sem eftir fá-
ein ár er komið í fjöldaframleiðslu.
1 sumum greinum iðnaðar er gert
ráð fyrir að algjörlega nýjar vöru-
tegundir aukist um fjórðung á ári.
Að meðaltali liða sjö ár frá því að
byrjað er á rannsóknum I sambandi
við nýja framleiðslu og þangað til ár-
angurinn er kominn i fjöldafram-
leiðslu. Það gefur þvi auga leið að oft
kemur í ljós eftir margra ára
rannsókn i sambandi við ákveðið
verkefni að ekki er hægt að leysa
vandann eins og upphaflega var
ætlað. Og þá eru kannski komnar
milljónir í fyrirtækið. Ef litið er
á þær vörutegundir nýjar, sem
komið hafa fram undanfarin fimmtán
ár, þá má fastlega gera ráð fyrir að
okkur óri ekki fyrir hvað fundið verð-
ur upp næstu fimmtán ár, svo hraðar
eru framfarirnar. Hver man ekki, að
geimskot voru ekki talin möguleg fyr
en á seinni parti þessa áratugs og nú
þegar hafa tveir menn farið út í geim-
inn og annar kringum jörðina.
bréfaviöskipti
Guðborg Tryggvadóttir, Arnarbæli,
Fellsströnd, Dalasýslu vill komast í
bréfasamband við pilta og stúlkur á
aldrinum 13 til 15 ára. Ólafía Magnús-
dóttir óskar eftir bréfasambandi við
pilta og stúlkur 11 til 14 ára. Elísa-
bet Magnúsdóttir vill komast i bréfa-
samband við pilta og stúlkur 13 til
15 ára, báðar til heimilis að Ballará,
Klofningshreppi. Kristín G. Sigurðar-
dóttir, Völusteinsstræ.ti 27 og Ester
Hallgrimsdóttir, Hólsveg 7, Bolungar-
vík óska eftir bréfasambandi við pilta
16 til 19 ára og vilja þær að myndir
fylgja. Guðný Björg Þorvaldsdóttir,
Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði óskar eftir
að komast í bréfasamband við pilt á
aldrinum 15 til 18 ára. Einar Jakobs-
son, Dúki, Sæmundarhlíð, Skagafirði
vill komast í bréfasamband við stúlk-
ur 16 til 17 ára. Okkur hefur borizt
bréf frá islenzkum farmanni, sem er
á erlendu skipi. Hann er 35 ára og
hefur varla svo teljandi sé haft sam-
band við Island og Islendinga síðast-
liðin tíu ár. Og nú hefur hann snúið
sér til okkar með ósk sína um að kom-
ast í bréfasamband við islenzka stúlku.
Og hefur hann hug á að skrifast á við
stúlku 25 til 30 ára. Utanáskrift hans
er á þessa leið: Vélstj. Sigurður Ein-
arsson, M/S „MERTAINEN", Grán-
gesbergbol. Fack. Stockholm 16,
Sverrige.
34 ViKAM