Vikan


Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 35
Bylting í skóiðnaði Nylon-sólinn Fréttamaður blaðsins ræðir við Richard Þórólfsson verksmiðju- stjóra Skógerð Iðunnar á Akureyri um skótizkuna í ár. Helztu nýjungar 1 ár mundi ég telja mjókkandi tá hvað snertir skó- tízkuna í hcild. Litirnir eru fleiri og ber þá helzt að nefna brons- blandaða litinn á kvenskónum. — Svarti liturinn er þó enn yfirgnæf- andi hjá karlmönnunum þó aðrir litir skjóti upp kollinum við og við. Gert er ráð fyrir að nota hinn vinsæla nylonsóla undir inegnið af karlmannaskónum enda mætti segja að nylonsólinn sé algjör bylting i skóiðnaði. Til gamans má geta þess að fram- leiðendur hans ytra reyndu slit hans á móti gömlu leðursólunum á þann hátt að göngugarpur var lát- inn ganga tilskylda vegalengd og ÞETTA ER SVEFKSTÓILINN sem þér hafið beðið eftir Ljós innlögn í armi Bólstraður með hinu nýja undraefni LISTADUN, sem er algjör nýjung hér á landi. — Það gerir sófann óvenju léttan í meðförum. Verð kr. 4720.00 Veitið athygli þessum armi. Verkið lofar meistarann ¥ Sófaborð Verð kr 2350.00 teak Húsgagnaverzlun Austurbæjar h. f. Skólavörðustig 16 — Simi 24620 var annar skór hans sólaður leðri, en hinn með nylon. Á leiðarenda sá vart á nælonsólanum en fjórum leðursólum hafði verið slitið. Nei, þetta rýrir ekki framleiðsl- una þar sem sólinn endist jafnlengi og yfirleðrið, og skórinn heldur sinu rétta lagi mikið lengur. Framleiðslan er mikil og hefur farið vaxandi ár frá ári, t. d. fram- leiddi Iðunri 90 þúsund pör af skóm s.l. ár, en það er sem svarar einu pari á annan hvern ísleuding. Starfsfólk verksmiðjunnar er nú i dag um 100 manns. vikaim 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.