Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 2
2 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Jón Viðar, mega menn þá nota
búrhníf?
„Nei, það má bara nota guðsgafflana
í búrinu.“
Bardagaíþróttafélagið Mjölnir hefur flutt
til landsins fyrsta bardagabúrið. Jón Viðar
Arnþórsson er formaður Mjölnis.
HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn hefur
setið eftir í fjárveitingum borið
saman við þróun heildarútgjalda
til annarrar heilbrigðisþjónustu
í landinu á undanförnum árum.
Framlög til Landspítalans hafa
dregist saman um þrjú prósent frá
árinu 2001, samkvæmt tölum Hag-
stofu Íslands. Á sama tíma hækk-
aði framlag til heilbrigðismála í
heild, reiknað án Landspítalans,
um tæp sextán prósent.
Björn Zoëga, forstjóri LSH,
segir að fjárveitingar til spítalans
hafi farið stiglækkandi allt frá
árinu 2003, og áberandi mest hafi
sú lækkun verið á milli áranna
2007 og 2008. „Ég skil mætavel
þá erfiðu fjárhagslegu stöðu sem
ríkið er í og spítalinn mun leggja
sitt af mörkum í sparnaði. Mér
finnst þó ástæða til þess að taka
tillit til þeirrar hagræðingar sem
náðst hefur á undanförnum árum
og því þráláta gengistapi umfram
forsendur fjár-
laga sem LSH
hefu r orð ið
fyrir í fyrra og
í ár.“ Gengistap-
ið sem um ræðir
er um þrír millj-
arðar króna.
Eins og áður
sagði er mis-
mu nur i n n á
heildarfjárveit-
ingum til heilbrigðismála annars
vegar og til Landspítalans sér-
staklega hins vegar um tuttugu
prósent. Björn segir að rekstrar-
fé spítalans væri mun hærra í dag
ef framlög til LSH hefðu þróast
í samræmi við annað. „Tölurnar
á bak við þetta tala sínu máli. Ef
þróun fjárframlaga til LSH hefði
verið með sama hætti og til ann-
arra heilbrigðismála væri upphæð-
in sem við hefðum úr að spila í ár
um 40,5 milljarðar en ekki í kring-
um 35 milljarðar. Þetta er varlega
áætlað.“
Spurður hvort þessi mikli munur
sé ekki tilkominn vegna tilfærslna
innan heilbrigðiskerfisins segir
Björn að það skýri ekki þennan
mun. Í þessari umræðu komi til-
færsla svokallaðra s-merktra lyfja
frá LSH til almannatrygginga
ekki inn í myndina. Sú færsla hafi
komið til á þessu ári og numið 3,2
milljörðum króna.
„Benda má á að þar til á þessu
ári jókst starfsemi á spítalanum öll
árin frá sameiningu Landspítalans
og Borgarspítalans árið 2001. Í ár
stendur starfsemin í stað.
Á þessum tíma hefur eitthvað
verið um það að aðgerðir og þjón-
usta hafi flust til sjálfstætt starf-
andi sérfræðinga en það er óveru-
legt þegar allt er skoðað. Þetta
hefur til dæmis verið staðfest í
skýrslum Ríkisendurskoðunar um
LSH og mælingum á framleiðslu
vinnuafls.“ svavar@frettabladid.is
Landspítalinn naut
ekki útgjaldaþenslu
Forstjóri LSH telur að taka þurfi tillit til gengistaps þegar spítalanum er
skammtað fé til starfseminnar. Ef fjárframlög til LSH hefðu fylgt útgjöldum til
heilbrigðismála í heild hefði spítalinn 5,5 milljörðum meira úr að spila á ári.
LSH Í FOSSVOGI Sameining Landspítala og Borgarspítalans hafði mikinn sparnað í för
með sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BJÖRN ZOËGA
Friðjón Þórðarson, fyrrver-
andi dómsmálaráðherra, lést í
fyrradag, 86 ára.
Friðjón var þingmaður
Dalasýslu frá 1956 til 1959
og sat samfellt á Alþingi sem
þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins í Vestur-
landskjör-
dæmi frá
1967 til 1991.
Hann var
dómsmála-
ráðherra í
ríkisstjórn
Gunnars
Thoroddsen
frá febrúar
1980 þar til í maí 1983.
Friðjón var lögfræðingur að
mennt og starfaði sem sýslu-
maður í heimahéraði sínu,
Dalasýslu, frá 1955-1965 og
aftur eftir að hann lét af þing-
mennsku, og þar til hann lét
af störfum vegna aldurs árið
1993. Hann var einnig sýslu-
maður Snæfellinga um tíu ára
skeið. Eftirlifandi eiginkona
Friðjóns er Guðlaug Guð-
mundsdóttir. Hann eignaðist
fimm börn með fyrri eigin-
konu sinni, Kristínu Sigurðar-
dóttur, sem lést árið 1989. - pg
Friðjón Þórð-
arson látinn
STJÓRNMÁL Utanríkismálanefnd
Alþingis ákvað á fundi um Icesave-
málið í gær að óska eftir því að
Geir H. Haarde, fyrrverandi for-
sætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, fyrrverandi utanrík-
isráðherra, geri nefndinni skrif-
lega grein fyrir viðhorfum sínum
til forsenda Brussel-viðmiðanna
svokölluðu, sem og til misræmis
í túlkun forsætisráðherra Íslands
og Bretlands á tilteknum efnisat-
riðum málsins.
Kemur því ekki til þess að þau
verði beðin um að koma fyrir
nefndina.
„Við viljum hafa þetta skriflegt
frekar en munnlegar frásagnir,“
segir Árni Þór Sigurðsson, formað-
ur utanríkismálanefndar. Óskar
nefndin þess að Geir og Ingibjörg
skili svörum sínum á föstudag.
Í dag er von á álitum tveggja
erlendra lögfræðistofa á samn-
ingunum við Breta og Hollend-
inga sem og álitsgerðum lagapróf-
essoranna Bjargar Thorarensen
og Eiríks Tómassonar um stjórn-
arskrárþáttinn. Þá er stefnt að því
að efnahags- og skattanefnd ljúki
sinni meðferð málsins í dag.
„Nú förum við í gegnum þetta
og reynum að afgreiða málið sem
fyrst,“ segir Guðbjartur Hannes-
son, formaður fjárlaganefndar.
Alls óvíst sé hvenær málið fari til
þriðju umræðu en það verði í öllu
falli fyrir áramót. „Þingið verður
að fá tækifæri til að afgreiða þetta,
til þess er lýðræðið,“ segir hann.
- bþs
Von er á álitum og umsögnum til fjárlaganefndar vegna Icesave-málsins í dag:
Geir og Ingibjörg veiti skrifleg álit
INGIBJÖRG S.
GÍSLADÓTTIR
GEIR H.
HAARDE
SAMFÉLAGSMÁL Jólaúthlutun Fjöl-
skylduhjálpar Íslands hefur sett
af stað símasöfnun sem fer fram
með SMS-skilaboðum.
Söfnunin fer þannig fram að
fólk sendir FHI í símanúmerið
1900 til að skrá sig á styrktar-
lista matvælasöfnunar. Eftir það
fá þeir sem hafa skráð á sig eitt
SMS á mánuði og dragast í hvert
sinn 100 krónur af símareikningi
viðkomandi.
Jólaúthlutun Fjölskylduhjálp-
arinnar fer fram dagana 16. og
21. desember, frá kl. 15 til 18 að
Eskihlíð 2-4 í Reykjavík. - gb
Jólaaðstoð Fjölskylduhjálpar:
Helmingi fleiri
þiggja aðstoð
VÍSINDI, AP Ástralskir vísindamenn hafa fundið kol-
krabbategund í Indónesíu sem safnar kókoshnetu-
skeljum og notar þær til að skýla sér. Þetta er líklega
í fyrsta sinn sem hryggleysingi sést nota verkfæri.
Teknar voru kvikmyndir af atferli kolkrabbans,
þar sem hann sést ná sér í hálfar kókoshnetuskelj-
ar af hafsbotni. Hann byrjar á að tæma skeljarnar
og dregur þær síðan undir sér allt að 20 metra. Loks
setur hann tvær skeljar saman þannig að þær mynda
kúlulaga skjól sem hann getur falið sig í.
„Ég hef séð marga kolkrabba fela sig í skeljum,
en ég hef aldrei séð neinn þeirra taka eina slíka upp
og burðast með hana á hafsbotninum. Það var erf-
itt að fara ekki að hlæja,“ sagði Julian Finn, sem
ásamt félaga sínum Mark Norman frá Viktoríusafn-
inu í Melbourne í Ástralíu tók eftir þessu atferli kol-
krabbanna.
Ekki er vitað til þess að aðrir hryggleysingjar noti
verkfæri, en reyndar er misjafnt hvernig vísinda-
menn vilja skilgreina verkfæranotkun. Þeir Finn
og Norman telja nægja að dýrið nái sér í hlut og búi
hann undir notkun síðar meir.
„Það er þessi söfnun til seinni tíma notkunar sem
er óvenjuleg,“ segir Finn. - gb
Óvenjulegt atferli kolkrabba við strendur Indónesíu vekur athygli vísindamanna:
Notar kókoshnetur til skjóls
KOLKRABBINN MEÐ KÓKOSHNETUNA Líklega fyrsta dæmið
um hryggleysingja sem notar verkfæri. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Dómsmálaráðuneyt-
ið fellst á framsalsbeiðni bras-
ilískra yfirvalda varðandi
Hosmany
Ramos.
Hosmany
var dæmdur í
24 ára fangelsi
árið 1998 fyrir
rán, mannrán
og mótþróa
við handtöku
í heimalandi
sínu.
Hann sneri
ekki úr jólafríi
sem hann fékk
um jólin í fyrra og var handtek-
inn á Íslandi í ágúst.
„Komist dómstólar að þeirri
niðurstöðu að ekki megi fram-
selja Hosmany til Brasilíu þá er
mögulegt að hann verði sendur
til Frakklands en það var fyrsta
landið sem tilheyrir Schengen
sem hann kom til frá Suður-
Ameríku,“ segir visir.is.
- gar
Ráðuneytið styður framsal:
Hosmany fari
til síns heima
RAMOS HOSMANY
GRIKKLAND, AP George Papand-
reou, forsætisráðherra Grikk-
lands, segir mikla hættu á því
að landið sökkvi í skuldafen.
Til að forðast slíkt boðar hann
strangar sparnaðaraðgerðir.
Meðal annars ætlar sósíal-
istastjórnin að draga mjög úr
útgjöldum til varnarmála. Allt
að níutíu prósenta skattur verð-
ur lagður á
- gb
Forsætisráðherra Grikklands:
Grikkland er að
sökkva í skuldir
SVISS, AP Jarðfræðingurinn Mark-
us Häring sætir nú málaferlum í
Sviss fyrir að hafa valdið nokkr-
um jarðskjálftum með tilraunum
sínum með djúpboranir árið 2006.
Stærsti jarðskjálftinn mældist
3,4 stig og olli ýmsum skemmd-
um á húsum í borginni Basel.
Häring segist ekki vísvitandi
hafa ætlað að framkalla jarð-
skjálfta.
Tilgangur djúpborananna var
að framkalla hreina orku. Til-
raunirnar fólust í því að borað
var niður á fimm kílómetra dýpi
og köldu vatni dælt niður í sjóð-
andi heit berglög. Vatnið kom
síðan heitt til baka. - gb
Svissneskur jarðfræðingur:
Olli jarðskjálfta
með djúpborun
SPURNING DAGSINS