Fréttablaðið - 16.12.2009, Síða 16
16 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
FILIPPSEYJAR, AP Mayon er virk-
asta eldfjallið á Filippseyjum.
Fyrir fjórum árum þurftu þrjátíu
þúsund manns að flýja að heim-
an þegar eldgos hófst í fjallinu.
Annað eldgos árið 1993 kostaði 79
manns lífið.
Í gær þurftu tuttugu þúsund
manns að flýja að heiman eftir
að miklar öskusprengingar urðu
í fjallinu á mánudagskvöld. Fljót-
andi hraunkvika fór síðan að
streyma úr fjallinu í fyrrinótt og
glóði á hana í myrkrinu.
Í næsta nágrenni fjallsins búa
alls 50 þúsund manns, og þeir eru
vanir því að þurfa að flýja þegar
fjallið rumskar.
Þeir eru fluttir með herbílum
til bæja og þorpa í nægilega mik-
illi fjarlægð, þar sem þeir fá inni
í skólum og öðru bráðabirgðahús-
næði.
„Þetta er erfitt, sérstaklega
fyrir börnin,“ segir Jukes Nunez,
framkvæmdastjóri almannavarna
í héraðinu, sem heitir Albay. „Það
eru tíu dagar til jóla. Líklega mun
fólkið dveljast í neyðarskýlum.
Ef ekkert dregur úr virkninni í
Mayon getum við ekki leyft þeim
að snúa heim.“
Sum þorpin voru reyndar tæmd
strax í síðasta mánuði þegar fjall-
ið byrjaði að spúa ösku.
Lífið hélt þó áfram sinn vana-
gang í mörgum afskekktustu þorp-
unum næst fjallinu.
„Við erum tilbúin, en ekki beint
hrædd,“ sagði Romeo Opiana, 66
ára þorpsleiðtogi í Maninila. Þar
búa 249 manns, sem hafa pakkað
fötum og helstu nauðsynjum niður
í töskur, en bíða átekta. Herflutn-
ingabíll er til reiðu ef ástandið
versnar.
Stjórnvöld eru staðráðin í að
eldsumbrotin í fjallinu kosti engin
mannslíf í þetta skiptið.
gudsteinn@frettabladid.is
Hraunfljótið
ógnar íbúum
Tuttugu þúsund íbúar í Albay-héraði á Filippseyjum
rétt náðu að grípa með sér helstu nauðsynjar þegar
eldjallið Mayon rumskaði í vikunni, rétt fyrir jólin.
Á FLÓTTA Börnin reyndu að bera sig vel þrátt fyrir umrótið. NORDICPHOTOS/AFP
HRAUNKVIKAN GLÓIR Mannlífið í borginni Legazpi markast af nærveru við virkasta eldfjall Filippseyja. NORDICPHOTOS/AFP
Drífa ehf. - Suðurhrauni 12c - Garðabæ - Sími 555 7400 - www.icewear.is
hö
nn
un
: s
ki
ss
a
OPNUNARTÍMAR:
MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 12-18
LAUGARDAGA 10-16 – SUNNUDAGA 12-16
23. DESEMBER
TILVALDAR
JÓLAGJAFIR
FRÁBÆR VERÐ!
Í JANÚAR VERÐUR
HÆGT AÐ SKIPTA
VÖRUM SEM
KEYPTAR ERU Á
RISALAGERSÖLUNNI.
Softshell jakkar
5.900,-