Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 16
16 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR FILIPPSEYJAR, AP Mayon er virk- asta eldfjallið á Filippseyjum. Fyrir fjórum árum þurftu þrjátíu þúsund manns að flýja að heim- an þegar eldgos hófst í fjallinu. Annað eldgos árið 1993 kostaði 79 manns lífið. Í gær þurftu tuttugu þúsund manns að flýja að heiman eftir að miklar öskusprengingar urðu í fjallinu á mánudagskvöld. Fljót- andi hraunkvika fór síðan að streyma úr fjallinu í fyrrinótt og glóði á hana í myrkrinu. Í næsta nágrenni fjallsins búa alls 50 þúsund manns, og þeir eru vanir því að þurfa að flýja þegar fjallið rumskar. Þeir eru fluttir með herbílum til bæja og þorpa í nægilega mik- illi fjarlægð, þar sem þeir fá inni í skólum og öðru bráðabirgðahús- næði. „Þetta er erfitt, sérstaklega fyrir börnin,“ segir Jukes Nunez, framkvæmdastjóri almannavarna í héraðinu, sem heitir Albay. „Það eru tíu dagar til jóla. Líklega mun fólkið dveljast í neyðarskýlum. Ef ekkert dregur úr virkninni í Mayon getum við ekki leyft þeim að snúa heim.“ Sum þorpin voru reyndar tæmd strax í síðasta mánuði þegar fjall- ið byrjaði að spúa ösku. Lífið hélt þó áfram sinn vana- gang í mörgum afskekktustu þorp- unum næst fjallinu. „Við erum tilbúin, en ekki beint hrædd,“ sagði Romeo Opiana, 66 ára þorpsleiðtogi í Maninila. Þar búa 249 manns, sem hafa pakkað fötum og helstu nauðsynjum niður í töskur, en bíða átekta. Herflutn- ingabíll er til reiðu ef ástandið versnar. Stjórnvöld eru staðráðin í að eldsumbrotin í fjallinu kosti engin mannslíf í þetta skiptið. gudsteinn@frettabladid.is Hraunfljótið ógnar íbúum Tuttugu þúsund íbúar í Albay-héraði á Filippseyjum rétt náðu að grípa með sér helstu nauðsynjar þegar eldjallið Mayon rumskaði í vikunni, rétt fyrir jólin. Á FLÓTTA Börnin reyndu að bera sig vel þrátt fyrir umrótið. NORDICPHOTOS/AFP HRAUNKVIKAN GLÓIR Mannlífið í borginni Legazpi markast af nærveru við virkasta eldfjall Filippseyja. NORDICPHOTOS/AFP Drífa ehf. - Suðurhrauni 12c - Garðabæ - Sími 555 7400 - www.icewear.is hö nn un : s ki ss a OPNUNARTÍMAR: MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 12-18 LAUGARDAGA 10-16 – SUNNUDAGA 12-16 23. DESEMBER TILVALDAR JÓLAGJAFIR FRÁBÆR VERÐ! Í JANÚAR VERÐUR HÆGT AÐ SKIPTA VÖRUM SEM KEYPTAR ERU Á RISALAGERSÖLUNNI. Softshell jakkar 5.900,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.