Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 24

Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 24
24 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er rosalega mikið að gera hjá okkur. Vefrit- ið fer mjög vel af stað og okkur hefur alls staðar verið tekið mjög vel,“ segir Þórhildur Ólafs- dóttir, einn eigenda og blaðamaður á netritinu Miðjan.is, sem var ýtt úr vör fyrir tæpum þremur vikum. Miðjan.is er hugarfóstur Brynd- ísar Ísfoldar og er í eigu fjögurra einstaklinga auk þeirra Bryndísar og Þórhildar. Hún segir mjög gaman að vinna með fólki eins og Bryndísi, sem fái hugmynd og geri hana að veru- leika. Allir þar sinni vinnunni af fullum krafti og snúist lífið um fátt annað hjá þeim þessa dagana. Þrátt fyrir þetta segir Þórhild- ur að hátíð frelsarans verði ekki slegið á frest. Hún lagði lóð sitt á vogarskálarnar og gerði tilraun til þess að baka piparkökur. Það lukkaðist ekki betur en svo að ilmur jólanna tengist nú skaðbrunnum kökum. „Ég reyndi að baka piparkökurnar á mánu- dag. Ég hef ekki lagt mig eftir því í gegnum tíðina og áttaði mig ekki á því hversu auðvelt það er að gleyma þeim inni í þessum ofni,“ segir Þórhildur og bendir á að af fimm skúffum sem hún setti í ofninn skað- brunnu tvær og piparkökurn- ar á þeirri þriðju voru sem grjót undir tönn. „Ein skúffa heppnaðist vel. Piparkök- unum af henni þarf ekki að dýfa í mjólk,“ segir Þórhildur og viðurkennir að hún sé nýgræðingur í eldhúsinu. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞÓRHILDUR ÓLAFSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR Nýgræðingur í piparkökubakstri Takk fyrir kreditkortin „Á tímabili var algengt að Íslendingar sem voru að koma heim væru það ölvaðir að þeir báðu starfsfólkið að fylla út ávísanir fyrir því sem keypt var.“ AFMÆLISRIT FRÍHAFNARINNAR 1959 TIL 2009 Ríkissjóð í kjörþyngd? „Þegar er verið að tala um að við þurfum að skera niður þá getum við gert það því við höfum bætt svo mikið við á undanförnum árum.“ SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON ÞINGMAÐUR Á DV.IS„ Útlit er fyrir hvít jól á Norður- og Austurlandi, að sögn Óla Þórs Árnasonar veðurfræðings á Veður- stofu Íslands. Óljósara er hvernig veður íbúar Suður- og Vesturlands hreppa, hvort jólin þar verði hvít eða rauð. Óli Þór segir líta út fyrir að lægð verði undir landinu á Þor- láksmessu eða jafnvel á aðfanga- dag, henni fylgi úrkoma sem erf- itt sé að fullyrða sem sakir standa hvort það verði snjór eða rigning. Helmingslíkur eru því á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu nú þegar átta dagar eru til jóla. Spáð er frosti um allt land um næstu helgi sem snjókoma mun fylgja fyrir norðan og austan. Allt í kortunum bendir til þess að sá snjór haldist til jóla. Frost og bjartviðri verður í Reykjavík og nágrenni næstu helgi og engin ofankoma í kortum fyrr en þá á Þorláksmessu eða aðfangadag sem fyrr segir. Á vef Veðurstofu Íslands, www. vedur.is, er að finna nákvæmar upplýsingar um jólasnjó í Reykja- vík aftur til ársins 1920 og nokkuð góðar upplýsingar aftur til ársins 1875. 37 sinnum hefur jörð verið hvít frá árinu 1920 þannig að hvít jól eru óalgengari en rauð sé litið yfir svo langt tímabil. Ef horft er tuttugu ár aftur í tímann þá eru hvít jól algengari en rauð. Síðustu tíu árin hafa fjórum sinnum verið hvít jól í Reykjavík, fjórum sinn- um rauð og tvisvar flekkótt. - sbt ■ Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjallar um þennan skemmtilega jólasið í bók sinni Saga daganna: „Um miðja 20. öld fóru jólasveinarnir að gefa börnum í skóinn að norðurevr- ópskum sið en þetta varð hins vegar mjög hamslaust á Íslandi fyrst eftir 1950. Fóstrur og ömmur leituðu þó ráða hjá þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins, og af hennar hálfu var fjallað um málið í Ríkis- útvarpinu. Árangurinn varð sá að upp úr 1970 tókst smám saman að innræta þá meginreglu að ekkert komi í skóinn fyrr en fyrsti jólasveinninn kemur til byggða 13 eða 9 nóttum fyrir jól, og ekki væri annað en smáræði í skónum.“ FRÓÐLEIKUR AÐ GEFA Í SKÓINN ● „Span, förum á span/ framfyrir tímans tönn./Span, förum á span,/hraðar en ljósið,/ hraðar en liðin stund.“ Svo orti og söng Stef- án Hilmarsson í laginu Span í flutningi Pláhnetunnar um árið. Eins og ráða má af textanum merkir nafnorðið span að vera á hraðri ferð, gan eða flas. Sögnin að spanna merkir aftur á móti að ná eða taka yfir, til dæmis: Bókin spannar hálfa öld. Í ensku merkir orðið span aftur á móti það sama og íslenska sögnin að spanna, það er yfirgrip. Af því eru önnur orð dregin, til dæmis life span, sem merkir æviskeið, lífdagar eða lífshlaup. Þessu virðist hafa slegið saman í fréttatilkynningu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa í vikunni. Þar talar hann um „lífs- span“ sitt á vettvangi borgarinnar, þegar hann á við starfsferil sinn hjá borginni eða þann tíma sem starf hans spannaði. Úr þess- um misskilningi mætti búa til illkvittinn orðaleik í þá veru að fer- ill Vilhjálms í borgarmálum hafi verið samfellt gönuhlaup. Það var hann eflaust ekki en það borgar sig að flýta sér hægt þegar semja á fréttatilkynningu. -bs TUNGUTAK Spannað á spani Mörg hundruð manns hafa lært innhverfa íhugun hjá Íslenska íhugunarfélaginu síðan kvikmyndaleikstjór- inn kunni David Lynch kom hingað til lands síðastliðið vor. Lynch niðurgreiðir námskeiðin. Íslenska íhugunarfélagið hefur stað- ið fyrir námskeiðum hverja einustu helgi síðan í byrjun júlí til að anna eftirspurn óþreyjufullra Íslend- inga til að læra íhugun. Mikill áhugi kviknaði á þessum námskeiðum í kjölfar heimsóknar David Lynch kvikmyndaleikstjóra sem hélt fjöl- sóttan fyrirlestur um íhugun síð- astliðið vor á málþingi á vegum íslenska íhugunarfélagsin. „Það skráðu sig nokkur hundruð manns hjá okkur eftir að heimsókn hans lauk og höfum við haldið fimm daga námskeið sem hefjast á föstudög- um og hafa gert hverja helgi síðan í byrjun júlí,“ segir Ari Halldórsson. Þátttakendur greiða tíu þúsund krónur fyrir námskeiðið en David Lynch greiðir tíu þúsund og segir Ara þann stuðning koma til vegna þess að Lynch vildi ekki að Íslend- ingar í efnahagsþrengingum settu há skólagjöld fyrir sig. Auk þess að njóta stuðnings Lynch er Íslenska íhugunarfélagið á höttunum eftir öðrum leiðum til að fjármagna starfsemina og hefur í því skyni meðal annars gefið út bókin Fisk- að í djúpinu: íhugun, vitund og sköpunarkraftur eftir Lynch. Bókin kom úr prentsmiðju í gær og Ari vonast til þess að sem flestir festi kaup á gripn- um en í bókinni veitir Lynch innsýn í aðferð- ir sínar sem lista- manns, hvernig hann vinnur og hvern- ig innhverf íhug- un hefur hjálpað honum í lífi og starfi. Lynch hefur íhugað í 35 ár og segir íhug- un mikilvægt hjálpartæki við listsköpun. Ari segir íhugun geta nýst hverj- um sem er: „Ég hef sjálfur íhug- að í 32 ár og finnst það mjög góður undirbún- ingur undir daglegt líf.“ Ari hefur undanfarið hálft ár sinnt störfum fyrir Íslenska íhug- unarfélagið í fullu starfi en hverfur brátt aftur til síns fyrri starfa sem er kennslustjórn lista- og fjölmiðla- sviðs Borgarholtsskóla. sigridur@frettabladid.is Innhverf íhugun vinsæl ARI HALLDÓRSSON Hvetur fólk til að kynna sér innhverfa íhugun að hætti David Lynch en í nýútkominni bók hans lýsir hann reynslunni af því að kafa inn á við og krækja íhugmyndir líkt og fiska. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Helmingslíkur á hvítum jólum í höfuðborginni: Hvít jól á Norður- og Austurlandi Frá árinu 1990 hefur sex sinnum verið auð jörð í Reykjavík, ellefu sinnum hefur jörð verið hvít, en snjór misdjúpur. Tvisvar sinnum hefur jörð verið flekkótt. OFTAR HVÍT EN RAUÐ JÓL Í REYKJAVÍK* Ár snjór 1990 17 cm 1991 6 cm 1992 5 cm 1993 16 cm 1994 4 cm 1995 2 cm Ár snjór 1996 alautt 1997 alautt 1998 4 cm 1999 flekkótt 2000 alautt 2001 alautt Ár snjór 2002 alautt 2003 4 cm 2004 flekkótt 2005 alautt 2006 1 cm 2007 4 cm 2008 1 cm*HEIMILD: WWW.VEDUR.IS Fagor þvottavél 1400 snúninga þeytivinda. 6 kg hleðsla. Tímaseinkun. Stillanleg vinda. 32 cm hurðarop. 89.900 Fagor þvottavél Reykjavík . Skútuvogi 1 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 Þeytivinda Jólatilboð Verð kr. 99.900 GARÐABÆ - Sími 563 5411 Útivist og sport Opið 10 til 22 til jóla ÖRUGG JÓLAGJÖF Útivistarfatnaður frá Nazran fyrir mótorhjól, snjósleða, fjórhjól og snjóbretti. Fly mótorkross- og enduroföt. Full búð af nýjum og vönduðum vörum á frábæru verði!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.