Fréttablaðið - 16.12.2009, Side 26
26 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
J Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn
KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ
skrifar frá Kaupmannahöfn
kolbeinn@frettabladid.is
Connie Hedegård, forseti lofts-
lagsráðstefnunnar, þykir hafa
haldið vel á spilum þegar hún
náði samkomulagi um vinnuáætl-
un næstu daga. Afríkuríkin höfðu
uppi mikla gagnrýni og Connie
var sökuð um að draga taum iðn-
ríkjanna. Hún fullvissaði þó alla
um að ekkert yrði ákveðið fyrr en
á föstudag og eru flestir sammála
um að hún hafi staðið sig vel.
Connie fór þó ekki í grafgötur
með að hver dagur skipti máli.
„Næstu 48 tímar ráða úrslitum,“
sagði hún á blaðamannafundi í
hádeginu í gær. Víst er að það
hefur aukið á áhyggjur þróunar-
ríkjanna, en sum þeirra hafa svo
fámennar sendinefndir að þau geta
ekki tekið þátt í öllum þeim fund-
um sem haldnir eru hér í Bella
Center. Þau leggja því ríka áherslu
á að ekki verði samið um neitt
fyrr en þjóðarleiðtogarnir mæta
á svæðið. Þeir byrja að streyma að
í dag og á föstudag má reikna með
að hér verði 120 leiðtogar.
Connie var spurð hvers vegna
tíminn hafi ekki verið nýttur betr
síðustu tvö árin, en þar voru línur
lagðar fyrir ráðstefnuna árið 2007.
Hún líkti stjórnmálamönnum í
alþjóðlegum samningum við skóla-
börn sem nýttu alltaf frestinn til
að skila ritgerð til fulls og fengju
hann svo framlengdan. Skiluðu
ekki fyrr en á allra, allra síðustu
stundu.
Þá mætti ekki gleyma því að
Bandaríkin hefðu verið treg í
taumi undir forystu fyrrum for-
seta. Með komu Baracks Obama í
Hvíta húsið hefðu orðið breytingar
þar á og því væri útlitið allt öðru-
vísi nú.
Hún sagði menn þó fráleitt hafa
setið auðum höndum síðustu tvö
ár. „Hefði einhver sagt mér í Balí
að eftir tvö ár myndu allir þessir
þjóðarleiðtogar telja það svo mik-
ilvægt að mæta hingað, hefði ég
ekki trúað því.“
Connie Hedegård þykir hafa náð góðum árangri í samningaviðræðum:
Útkoman ræðst á morgun
MIKIÐ VERK Forseti loftslagsráðstefn-
unnar hefur átt ófáa fundina til að
tryggja að umræður sigli ekki í strand.
FRÉTTABLAÐIÐ/KÓP
Pantaðu
í síma
565 600
0
eða á w
ww.som
i.is
Frí heim
sending
*
TORTILLA
VEISLUBAKKI
EÐALBAKKI
LÚXUSBAKKI
DESERTBAKKI
GAMLI GÓÐI
TORTILLA OSTABAKKI
30 bitar
30 bitar
20 bitar
20 bitar
20 bitar
50 bitar
Fyrir 10 manns
ÁVAXTABAKKI
Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm.
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.
FRÁ SÓMA ER KOMINN
NÝTT
FYRIR JÓL
IN
Hamborgarahryggur
og kartöflusalat
Dönsk lifrakæfa,
sveppir og beikonJólasíldarsalat
Auglýsingasími
– Mest lesið
Bandaríkin áréttuðu enn í
gær afstöðu sína í loftslags-
málum og að þau ætluðu
ekki að ganga lengra en lýst
hefur verið yfir í samdrætti
útblásturs. Eiga í viðræð-
um við Kína. Skotin ganga
á milli Bandaríkjanna og
Evrópusambandsins.
„Ég á ekki von á neinum breyt-
ingum á afstöðu Bandaríkjanna,“
sagði Todd Stern, yfirmaður
bandarísku sendinefndarinnar
hér í Kaupmannahöfn. Varla er
þó við öðru að búast en yfirlýs-
ing um slíkt geti aðeins komið frá
Obama sjálfum.
Á blaðamannafundi í gær eyddi
hann löngum tíma í að sýna fram
á að tillögur Bandaríkjanna
gengju jafnlangt, ef ekki lengra,
en tillögur Evrópusambands-
ins og annarra ríkja. Um það er
deilt.
Obama Bandaríkjaforseti
lýsti því yfir fyrir skemmstu
að Bandaríkin myndu draga úr
útblæstri gróðurhúsalofttegunda
um 17 prósent árið 2020, miðað
við það sem hann var árið 2005.
Þetta hefur Evrópusambandið
gagnrýnt, sem heldur sig við við-
miðunarárið 1990, nokkuð sem
náðist samstaða um árið 1992.
Todd sagði Bandaríkin ekki
vera á móti því að önnur ríki not-
uðu enn það viðmiðunarár, þó
að raunin væri sú að flest lönd,
önnur en Evrópusambandið, not-
uðu annað viðmiðunarár. Miklu
máli skiptir við hvaða ár er miðað,
samdrátturinn sem Bandarík-
in hafa boðað er til dæmis ekki
nema 4 prósent ef miðað er við
árið 1990, langt frá þeim 30 pró-
sentum sem Evrópusambandið
hefur lagt til.
Todd Stern minnti á að afstaða
Bandaríkjastjórar væri í sam-
ræmi við frumvarp sem lægi
fyrir þinginu og því væri ólíklegt
að út af henni yrði brugðið.
Mikið hefur verið pískrað hér
í Bella Center um að Obama hafi
lagt hönd á plóginn í samninga-
viðræðum við þróunarríkin á
mánudag, en þá var upplýst að
hann hefði hringt tvö símtöl tengd
ráðstefnunni. Svo er ekki, forset-
inn hringdi í starfsbræður sína í
Eþíópíu og Bangladess, líklegast
til að afla hugmyndum Bandaríkj-
anna stuðnings.
Yfirmaður bandarísku sendi-
nefndarinnar sagðist hafa verið
í miklum samskiptum við Kín-
verja undanfarna daga og átti von
á fundum fram á nótt. Hann sagð-
ist bjartsýnn á niðurstöður þeirra
viðræðna, sem meðal annars snú-
ast um alþjóðlega viðurkenninu á
því hvernig ástandið er í raun í
Kína í dag svo ljóst sé við hvað er
miðað, en sagðist búast við erfið-
um viðræðum.
Þá hafa Bandaríkjamenn ekki
getað sætt sig við að Kína fái
sérmeðferð sem þróunarland og
njóti efnahagsstuðnings sem slíkt.
Viðræður um það hafa staðið yfir
og einnig um stöðu Indlands.
Þá fullyrti hann að hugmynd-
ir Bandaríkjanna gengju lengra
en Evrópusambandsins ef ýmsir
aðrir mælikvarðar væru notaðir,
svo sem að miða við höfðatölu.
Spurður hvort bandaríska
stjórnin lægi undir þrýstingi
frá kola- og olíuiðnaðinum, sagð-
ist hann ekki vilja orða það svo.
Lobbíismi væri partur af banda-
rísku samfélagi og ekkert athuga-
vert við það.
Bandaríkin segjast ekki
munu gefa meira eftir
FRAMHALD Á SÍÐU 28
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/A
FP
BANDARÍKJAFORSETI Barack
Obama hefur gefið út að
stefna Bandaríkjanna sé að
árið 2020 hafi Bandaríkin
dregið úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda um 17 prósent
miðað við árið 2005. Hér er
hann á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna.