Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 32

Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 32
32 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar um skipulags- mál Vinna stendur nú yfir við mótun nýs aðal- skipulags fyrir Reykja- vík sem nær til tímabils- ins 2010 til 2030, með framtíðarsýn allt til árs- ins 2050. Mikil áhersla er lögð á samráð við íbúa og hagsmunaaðila í þessari vinnu og það er því eink- ar ánægjulegt að yfir 500 íbúar skuli hafa lagt leið sína í opin hús í öllum 10 hverfum borgarinn- ar á vegum Skipulags- og bygg- ingasviðs Reykjavíkur, sem nú er nýlokið. Marktæk áherslubreyting Afrakstur þessara stefnumóta eru yfir 1.500 hugmyndir og ábending- ar frá borgarbúum um það sem betur má fara í skipulagsmálum Reykjavíkur. Of langt mál væri að telja upp allar þær hugmynd- ir sem komu fram í opnu húsunum en almennt tel ég mig geta full- yrt að þar megi greina marktæka áherslubreytingu frá gildandi skipulagi, sem lýsir sér e.t.v. best í fráhvarfi frá stórborgar- brag yfir í þorpsbrag þar sem áhersla er lögð á nær- umhverfið og fjölskyldu- og vinatengsl. Almennt er lagt upp úr því að efla kjarna- starfsemi í hverju hverfi, tryggja umferð gangandi vegfarenda og hjólreiða- fólks innan hverfa og efla aðstöðu til íþrótta og úti- veru. Þá nefndu margir að efla þyrfti verslun í hverfunum og varð sumum tíðrætt um end- urkomu kaupmannsins á horninu. Það kom líka ánægjulega á óvart hversu umhugað íbúum er almennt um að hlúa að, vernda og varðveita byggðina í borginni og skila henni með sóma til næstu kynslóðar. Tillaga að nýju aðalskipulagi á næsta ári Næstu skref í aðalskipulagsvinn- unni eru að skipulagssérfræðing- ar borgarinnar og stýrihópur um endurskoðun aðalskipulagsins, skipaður fulltrúum allra flokka í borgarstjórn, skoða gaumgæfi- lega þessar hugmyndir og vefa úr þeim og öðrum áhugaverðum ábendingum tillögu að nýju aðal- skipulagi, sem gert er ráð fyrir að kynnt verði formlega þegar líður fram á næsta ár. Þá gefst borgar- búum aftur tækifæri til að koma með athugasemdir og ábending- ar, lögum samkvæmt, áður en til- laga að nýju aðalskipulagi fer til afgreiðslu borgaryfirvalda. Leggðu þitt af mörkum Hægt er að skoða allar hugmynd- irnar sem fram komu í opnu hús- unum eftir hverfum á verkefnavef aðalskipulagsins, www.adalskipu- lag.is. Þar geta líka íbúar sem ekki höfðu tök á því að sækja hverfa- fundina líka komið á framfæri hugmyndum sínum og ábending- um í skipulagsmálum. Reykvíkingar, það er núna sem þið hafið tækifæri til að móta framtíðina! Höfundur er formaður skipulags- ráðs og stýrihóps um endurskoð- un aðalskipulags. Vel heppnuð opin hús í hverfum borgarinnar Það kom líka ánægjulega á óvart hversu umhugað íbúum er almennt um að hlúa að, vernda og varðveita byggðina í borginni og skila henni með sóma til næstu kynslóðar. JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON UMRÆÐAN Guðlaugur Sverrisson skrifar um Orkuveitu Reykjavíkur Í þeim hremmingum sem íslenskt efnahags- líf gengur í gegnum eru ekki mörg fyrirtæki sem hafa styrk til þess að ráð- ast í atvinnuskapandi fjárfesting- ar. Stór hluti atvinnureksturs í landinu hefur orðið fyrir þvílík- um áföllum að stjórnendur halda að sér höndum og fyrir vikið verð- ur samdráttur meiri en ella. Efnahagur OR varð vissulega fyrir ágjöf við hrun krónunn- ar. Fyrirtækið hefur engu síður styrk til að taka þátt í arðsömum fjárfestingum sem skapa þúsund- um atvinnu og fyrirtækinu traust- ar gjaldeyristekjur næstu ára- tugi. Alþjóðleg fjármálafyrirtæki treysta OR til að fara skynsamlega með lánsfé. OR var fyrsti íslenski aðilinn sem tókst að endurvinna slíkt traust eftir hrun. Þau verkefni, sem OR hyggst ráðast í, lúta að áframhaldandi uppbyggingu jarðhitanýtingar á Hengilssvæðinu. Á síðasta kjör- tímabili R-listans var stefnan mörkuð um þessa uppbyggingu, sem nú er fylgt eftir. Lúta þær jafnt að öflun orku í formi heits vatns fyrir hitaveitu höfuðborgarbúa og framleiðslu raforku fyrir uppbygginguna á Grundartanga og í Helgu- vík. Þessar framkvæmdir eru ein af forsendum efna- hagsáætlunar ríkisstjórn- arinnar og hefur ríkt nán- ast einhuga samstaða innan stjórnar OR um þessi mál. Þessar ákvarðanir, sem teknar voru á síðasta kjörtímabili, hafa kostað mikla fjármuni. Þeir komu úr rekstri OR og það sem á vant- aði var tekið að láni á hagstæðum kjörum erlendis. Við gengishrun krónunnar hafa þessi lán hækkað umtalsvert í krónum talið. Á móti kemur vitaskuld, að þær erlendu tekjur, sem fjárfestingar afla, hafa líka hækkað verulega í krónum, m.ö.o. hafa eignirnar líka aukið verðmæti sitt í krónum talið. Það er full ástæða til að taka stöðu fjármagnsfreks atvinnu- rekstrar hér á landi alvarlega. Hins vegar er ástæðulaust að níða niður þann rekstur sem þó hefur afl og þrótt til að byggja upp á þessum niðurskurðartímum. Þótt maður sé í framboði. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Styrkur Orkuveitunnar GUÐLAUGUR SVERRISSON UMRÆÐAN Ingibjörg Þórhallsdóttir skrifar um starfsendurhæfingu Flestir fara aftur til vinnu eftir veik-indafjarvist, án aðstoðar. Árlega fá þó um það bil þúsund nýir einstaklingar örorkubætur hjá Tryggingastofnun og líf- eyrissjóðum. Með réttum stuðningi hefðu margir þessara einstaklinga aldrei orðið öryrkjar, en oft má rekja örorku til þess að eitthvað hafi farið úrskeiðis í leiðsögn eða ráð- gjöf til einstaklingsins meðan á veikindum stóð, til umhverfisþátta eða til illa ígrundaðra laga og reglugerða. Starfsendurhæfingarsjóður Starfsendurhæfingarsjóður, VIRK, var stofnað- ur að frumkvæði aðila vinnumarkaðarins til að aðstoða þá sem eru veikir, oft eða lengi, við að vera í eða komast aftur í vinnu og minnka þar með nýgengi örorku. Fyrirmyndin er sótt bæði til Norð- urlanda og annarra þjóða, en útfærslan er íslensk. Í stjórn sjóðsins sitja fulltrúar samtaka eins og ASÍ, BSRB og BHM, atvinnurekenda og ríkis. Starfsendurhæfing er þverfaglegt ferli og bygg- ir á samvinnu einstaklinga, ráðgjafa, atvinnurek- enda, heilsugæslu og ýmissa fagaðila. Henni ætti ekki að rugla saman við læknisfræðilega endur- hæfingu sem fer fram innan heilbrigðiskerfisins. Atvinnurekendur, bæði í einkageiranum og þeim opinbera, greiða iðgjald í sjóðinn fyrir hvern launamann. Sjóðurinn er stefnumótandi fjármögn- unaraðili í starfsendurhæfingu og greiðir fyrir fjölþætt úrræði sem ekki eru fjármögnuð af opin- berum aðilum. Hugmyndafræði sjóðsins byggir á snemmbærri íhlutun, atvinnutengingu og jafn- ræði. Til að tryggja jöfnuð í aðgengi er þjónustan um allt land og notendum að kostnaðarlausu. Nú starfa 18 ráðgjafar í starfsendurhæfingu á vegum stéttarfélaga. Ráðgjafar í starfsendurhæfingu Fyrir flesta er endurkoma til vinnu eftir veikindi eftirsóknarverð, en margir upplifa heilsufarsleg- ar, persónulegar eða félagslegar hindranir sem gera þeim það erfitt. Þessum einstaklingum er mikilvægt að hafa aðgang að ráðgjafa í starfsend- urhæfingu. Hann vinnur með einstaklingnum í veikindum og hvetur hann til dáða, metur þarf- ir hans og tækifæri, fylgir málum eftir, samhæfir störf ólíkra úrræðaaðila og greiðir fyrir þjónustu þeirra. Fyrst og fremst er leitað að leiðum fram hjá hindrunum sem einstaklingurinn upp- lifir gegn því að fara aftur í vinnu. Fyrir utan að byggja á einstaklings- bundnu mati er lögð áhersla á fjölþætt persónuleg, heilsutengd eða atvinnutengd úrræði sem hjálpa einstaklingnum að kom- ast sem fyrst aftur til starfa og helst hjá sama atvinnurekanda. Þetta þarf að ger- ast í samvinnu allra hlutaðeigandi aðila og gerir kröfu um að brugðist sé fljótt við langtíma veikindafjarvistum og tíðum skammtíma fjarvistum. Tíminn skiptir máli Flestar rannsóknir sýna að því lengur sem ein- staklingur er frá vinnu, því minni líkur eru á að hann komist nokkurn tíma aftur í vinnu. Sam- kvæmt breskum tölum eru langtíma fjarvistir (>28dagar) frá vinnu u.þ.b. 20% allra veikinda- fjarvista og eru þeir einstaklingar sem þar eru að baki í áhættuhópi um varanlegt brotthvarf af vinnumarkaði og í örorku. Undirbúningur að end- urkomu til vinnu þarf því að hefjast samhliða nýt- ingu langtíma veikindaréttar hjá atvinnurekanda og í síðasta lagi við töku sjúkradagpeninga hjá stéttarfélagi. Ef fyrirsjáanlegt er að einstakling- ur verði meira en fjórar vikur samfellt frá vinnu vegna veikinda, ætti hann að leita til ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Frá því í haust hafa meira en 400 einstakling- ar notið þjónustu ráðgjafa hjá stéttarfélögunum og þeim einstaklingum fjölgar stöðugt sem nota þessa þjónustu til að auðvelda sér endurkomu til vinnu eftir veikindi. Það er hagur okkar allra að gera allt sem hægt er til að fólk með skerta starfsgetu vegna heilsubrests eða fötlunar, geti samt verið í eða farið aftur í vinnu. Auk stuðnings ráðgjafa og sérfræðiþjónustu af ýmsu tagi leggur VIRK áherslu á úrræði sem tengjast vinnu einstakling- anna, enda skilar slíkt fyrirkomulag oft best- um árangri. Ef í ljós kemur að atvinnutenging er ekki vænleg er leitað annarra og oft tímafrekari úrræða. Aðeins þegar fullreynt er að starfsend- urhæfing muni ekki bera árangur ætti að skoða möguleika á örorkubótum eða öðrum varanlegum framfærsluúrræðum. Framtíðarsýn okkar er að meira rými verði á vinnumarkaði fyrir fólk með skerta starfsgetu og að viðhorf og reglur í samfélaginu breytist til að það verði mögulegt. Höfundur er sérfræðingur hjá Starfsendurhæfing- arsjóði. Nánari upplýsingar má finna á virk.is. Úr veikindum í vinnu INGIBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR Gram kæli- og frystiskápar. Gram býður upp á notagildi, frábæra endingu og sígilt útlit sem stenst tímans tönn. Fullkomin eldhústækjalína í hvítu, áli eða stáli. Fönix býður nú kæli- og frystiskápa frá Gram í meira úrvali en áður af öllum stærðum og gerðum. Fr ys tis ká pa r Kæ lis ká pa r Kæ li- o g fry st is ká pa r Hátúni 6a . 105 Reykjavík . Sími 552 4420 . www.fonix.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.