Fréttablaðið - 16.12.2009, Síða 34
34 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
UMRÆÐAN
Bylgja Kærnested skrifar um
heilbrigðismál
Boðaður er mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu á næsta ári
og vill hjúkrunarráð Landspítala
vekja athygli heilbrigðisráðherra
á áhrifum þess að skerða áfram
fjárframlög til Landspítala (LSH).
Ráðið hefur verulegar áhyggjur
að frekari sparnaður komi niður á
öryggi og þjónustu við sjúklinga.
Landspítalinn er spítali allra lands-
manna og er hann helsta öryggis-
net alvarlega veikra einstaklinga
á Íslandi. Þá kallar hjúkrunar-
ráð eftir skýrari stefnu varðandi
hvernig eigi að skera niður án þess
að valda óafturkræfu tjóni á jafn
viðkvæmu kerfi og heilbrigðiskerf-
ið er.
Árum saman
hefur Landspít-
alinn þurft að
hagræða og á
sama tíma að
vernda þjónustu
við sjúklinga.
Landspítala er
gert að draga
saman um 9%
árið 2010. Það
er svipað og
fyrir síðastliðið ár sem reynt hefur
mjög á spítalann. Nú þegar hefur
verið gripið til margvíslegra sparn-
aðaraðgerða og allra leiða hefur
verið leitað til að láta þær ekki
koma niður á öryggi og þjónustu
við sjúklinga. Sólarhringsdeildum
hefur víða verið breytt í dagdeildir
og göngudeildarþjónusta aukin. Það
er erfitt að sjá að hægt sé að ganga
enn lengra á næsta ári án þess að
skerða þjónustuna verulega. Annað
áhyggjuefni er að þegar þjónusta
er skert annars staðar í heilbrigð-
iskerfinu leita sjúklingar í auknum
mæli á Landspítala. Hjúkrunarráð
varar við þeim væntingum að þjón-
ustan geti haldist óskert og hvetur
til þess að opin umræða fari fram
um það hvernig þjónustan verði og
hvaða afleiðingar það muni hafa í
för með sér.
Uppsagnir starfsfólks eru óum-
flýjanlegar eigi Landspítali að
halda sig innan fjárheimilda. Það
er mikið áhyggjuefni og varar
hjúkrunarráð sérstaklega við því
að fækka hjúkrunarfræðingum.
Rannsóknir erlendis benda til að
fækkun hjúkrunarfræðinga ógni
öryggi sjúklinga þannig að fylgi-
kvillum og dauðsföllum fjölgar.
Vert er að benda á að sá árang-
ur sem náðst hefur í heilbrigðis-
kerfinu er ekki síst vegna góðrar
menntunar heilbrigðisstétta, mann-
auðurinn hefur skapað árangur-
inn. Hjúkrunarfræðingar eru lyk-
ilstarfsmenn þegar kemur að því að
byggja upp göngudeildir, dagdeildir
og sérhæfða heimahjúkrun. Meðal
sparnaðaraðgerða á Landspítala
er að endurnýja ekki tímabundn-
ar ráðningar. Hópur nýútskrifaðra
hjúkrunarfræðinga, sem hófu störf
í vor, mun því brátt missa vinnuna.
Þetta getur leitt til atgervisflótta úr
stétt hjúkrunarfræðinga og sömu-
leiðis verður ekki nauðsynleg end-
urnýjun innan hennar.
Ráðherra hefur bent á það í
ræðum að Landspítali hefur á
tímum hagræðingar veitt góða
þjónustu og í ljósi þess þá sé öryggi
sjúklinga ekki ógnað nú. Nú er
hins vegar svo komið að ekki verð-
ur lengra gengið í hagræðingu og
því er óhjákvæmilegt að þjónust-
an skerðist. Íslenska heilbrigðis-
kerfið hefur komið vel út í alþjóð-
legum samanburði. Harkalegur
niðurskurður mun stefna þeim
árangri í hættu. Öllum er ljóst að
draga þarf úr útgjöldum ríkisins
á þessum erfiðu tímum. Ekki má
þó ganga svo nærri Landspítalan-
um að hann geti ekki sinnt verkefn-
um sínum sem spítali fjölmennasta
svæðis landsins og eini spítalinn
sem sinnir flóknari meðferðum
fyrir allt landið. Mikilvægt er að
tímabundnir erfiðleikar í íslensku
efnahagslífi verði ekki til þess að
stoðunum sé kippt undan Landspít-
alanum til lengri tíma. Leiðarljós-
ið þarf að vera að tryggja gæði og
öryggi þjónustunnar.
Höfundur er formaður
hjúkrunarráðs LSH.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra
UMRÆÐAN
Björgvin Guðmundsson skrif-
ar um skattamál
Atvinnurekendur ráku upp mikið ramakvein vegna hug-
mynda ríkisstjórnarinnar um að
leggja á orku- og auðlindaskatt.
Upphaflega var gert ráð fyrir því
í fjárlagafrumvarpinu, að slík-
ur skattur gæti gefið 16 milljarða
í ríkissjóð en ekki var að finna
í frumvarpinu neina útfærslu á
slíkum skatti. Síðar var horfið frá
svo háum skatti og ákveðið að hafa
hann mikið lægri. Sérstaklega var
kvartað mikið vegna nýja skattsins
af hálfu álfyrirtækjanna eða tals-
manna þeirra. Hugmyndin er sú, að
skatturinn verði lagður á orkusölu
til þeirra. Ekki var rætt um það
háan skatt, að hann myndi íþyngja
álfyrirtækjunum um of. Umhverfið
hér hefur verið þessum fyrirtækj-
um mjög hagstætt að undanförnu
m.a. vegna lágs orkuverðs og mik-
ils gengisfalls krónunnar. Þau hafa
hagnast mikið á hagstæðu gengi.
Meira réttlæti í skattamálum
Ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna er ákveðin í því
að koma á meira réttlæti í skatta-
málum, leggja hærri skatta en
áður á hátekjumenn og fyrirtæki
en lægri skatta en áður á lágt-
ekjufólk. Ríkisstjórnir Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknar höfðu
þveröfuga stefnu í skattamálum.
Þær léttu sköttum af hátekjufólki
og atvinnurekendum en þyngdu
skatta á lágtekjufólki. Þessi stefna
jók ójöfnuð í landinu og var mjög
óréttlát. Kominn er tími til að leið-
rétta hana. Álagning orku- og auð-
lindaskatts er liður í því svo og að
hækka verulega fjármagnstekju-
skatt. Hann var 10%, sennilega sá
lægsti á byggðu bóli. Margir fjár-
magnseigendur hafa ekki greitt
neinn tekjuskatt eða útsvar heldur
aðeins 10% fjármagnstekjuskatt á
sama tíma og launafólk hefur greitt
37% skatt. Ríkisstjórnin hyggst
minnka þetta bil og fara með fjár-
magnstekjuskatt hærra. Það er
rétt skref. Jafnframt hyggst rík-
isstjórnin setja frítekjumark fyrir
ákveðnar sparifjárupphæðir, sem
fólk á í banka, svo það þurfi ekki
að greiða fjármagnstekjuskatt af
tiltölulega lágum sparifjárupphæð-
um.
Hækka verður
skattleysismörkin meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
verða skattar hækkaðir mikið, bæði
beinir og óbeinir skattar. Það er
óhjákvæmilegt vegna mikils halla
á ríkissjóði. Það þarf að minnka
hallann verulega. Fjármálaráð-
herra segir að skattar í heild verði
svipaðir sem hlutfall af landsfram-
leiðslu og þeir voru fyrir nokkrum
árum. Ég fagna því, að ríkisstjórn-
in ætli að leggja skattana þannig
á einstaklinga að þeir komi léttar
niður á lágtekjufólki og þyngra á
hátekjufólki. En fréttir um að ekki
verði staðið við
hækkun skatt-
leysismarka eins
og lofað hafði
verið eru ekki
í samræmi við
fyrri stefnu rík-
isstjórnarinn-
ar. Þau verða þó
hækkuð nokk-
uð. Skattleysis-
mörkin verða að
hækka meira.
Það er besta leiðin til þess að bæta
kjör láglaunafólks og eldri borg-
ara. Verkalýðshreyfingin hefur
þegar mótmælt því að ríkisstjórn-
in sé að falla frá ráðgerðri hækkun
skattleysismarka og krefst þess að
staðið verði við það fyrirheit. Það
var ríkisstjórn Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks sem ákvað að
skattleysismörkin skyldu hækkuð
í áföngum á nokkrum árum og það
var síðan ítrekað í stöðugleikasátt-
málanum. Núverandi ríkisstjórn er
aðili að sáttmálanum. Hún verður
að standa við hann. Samkvæmt
ákvörðun ríkisstjórnar Samfylk-
ingar og Sjálfstæðisflokks áttu
skattleysismörk að hækka um 20
þús. (á mánuði) árlega í 3 ár. Skatt-
leysismörkin áttu í ár að hækka um
20 þús. á mánuði.
Sköttum dreift réttlátlega
Stefnan í skattamálum segir
mikið til um það hvert stjórn-
völd vilja stefna. Núverandi rík-
isstjórn Samfylkingar og VG vill
kenna sig við félagshyggju og vel-
ferðarkerfi. Stefnan í skattamál-
um segir mikið til um það hvort
ríkisstjórnin stendur undir nafni.
Það er eðlilegt að félagshyggju-
stjórn noti skattastefnuna til þess
að jafna tekjur í þjóðfélaginu. Og
það er hún nú að reyna að gera
með því að hækka skatta á fyrir-
tækjum, fjármagnseigendum og
háum tekjum og létta skatta lág-
launafólks. Það er tími til kom-
inn eftir að láglaunafólk hefur
árum saman verið skattpínt af
ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks
og Framsóknar. Ég skora á ríkis-
stjórnina að halda fast við þessa
stefnu þrátt fyrir hávær mótmæli
samtaka atvinnurekenda og full-
trúa álverksmiðja.
Samkvæmt skýrslu,sem OECD
birti um skattamál á Íslandi í fyrra
hækkuðu skattar hér á tímabilinu
1990-2006 úr 38% af landsfram-
leiðslu í 48%. Á sama tíma hækk-
uðu skattar á lágtekjufólki um 15
prósentustig. Þessi skýrsla talar
sínu máli um áhrif íhalds og fram-
sóknar á skattamálin hér á landi.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skattastefnan
og jöfnuður
BJÖRGVIN
GUÐMUNDSSON
BYLGJA
KÆRNESTED
UMRÆÐAN
Hörður Þorsteinsson
skrifar um Lottó
Eiður Guðnason, fyrr-verandi sendiherra,
heldur áfram að hamast
gegn íþróttahreyfingunni í
grein sinni í Fréttablaðinu
10. desember. Þar fullyrðir
hann að undirritaður hafi
ekki hrakið neitt af því sem fram
komi í grein hans um sama málefni
sem líka birtist í Fréttablaðinu. Enn
og aftur snýr Eiður út úr.
Ekki var ætlun mín að hrekja
nokkuð af því sem Eiður leggur til
um skiptingu Lottóhagnaðar. Hann
má hafa þá skoðun á skiptingu opin-
bers fjár, þar með talið skiptingu
Lottóhagnaðar, sem hann vill. Þeirri
skoðun deili ég ekki með honum og
get ég eitt um það sagt, að ég er
þakklátur fyrir að hann er ekki leng-
ur á Alþingi, þar sem ákvarðanir um
skiptingu opinberra fjármuna eru
teknar.
Aftur á móti fannst mér ómerki-
legt af honum að gefa í skyn að
íþróttafélög landsins og Ungmenna-
samtök Íslands noti fjármuni sína til
að greiða ofurlaun og stundi brask.
Íþróttasamband Íslands og Ung-
mennasamband Íslands standa fyrir
viðamiklu starfi við ræktun lands
og lýðs og fullyrði ég að þeim fjár-
munum sem renna til íþróttahreyf-
ingarinnar sé vel varið. Ég
hafna því að þeir séu nýttir
til að greiða íþróttamönnum
ofurlaun. Eðli málsins sam-
kvæmt fer stór hluti þess
fjármagns sem rennur til
íþróttahreyfingarinnar í
launagreiðslur, sem deilist á
þúsundir þjálfara, leiðbein-
enda og stjórnenda sem sjá
um að þjálfa og skipuleggja
þá starfsemi sem í boði er.
Eiður lýsir þeirri skoðun sinni að
golfíþróttin eigi ekki að njóta rík-
isstyrkja eða Lottóhagnaðar. Ég er
sammála Eiði um að Lottóhagnaður-
inn sé ígildi beinna ríkisstyrkja. Get
ég því með sama hætti sagt að þeir
sem vilja hlusta á Sinfóníuhljómsveit
Íslands og fara á tónleika þeirra geti
borgað það úr eigin vasa, í stað þess
að hljómsveitin fái framlag úr rík-
issjóði sem er hærra en samanlagt
framlag ríkisins til ÍSÍ og afrakstur
ÍSÍ af Lottóhagnaði.
Framlög ríkisins til listastofnana
og listamanna eru margföld á við
framlög til íþróttahreyfingarinnar.
Ef breyta á fyrirkomulagi á skipt-
ingu Lottóhagnaðar er eðlilegt að
útgjöld til þessara samfélagsverk-
efna séu endurskoðuð í heild. Jafn-
framt væri fróðlegt að spyrja sendi-
herrann fyrrverandi hvort ekki sé
jafnframt skynsamlegt að endur-
skoða einkaleyfi til happdrættis-
reksturs og reksturs spilakassa sem
eru lögverndaðar peningamaskínur
og skapa handhöfum þeirra marg-
falt fjármagn á við það sem Lottó
skilar.
Það er sannfæring mín að fjár-
munir úr almannasjóðum til íþrótta-
hreyfingarinnar sé skynsamleg ráð-
stöfun fjármagns. Forvarnargildi
íþrótta er mikið og eykur lífsgæði
þeirra sem þær stunda. Jafnframt
sýna margar rannsóknir að íþrótta-
iðkun sparar útgjöld til heilbrigðis-
og félagsmála. Með öflugum stuðn-
ingi við íþróttahreyfinguna væri
hægt að spara mikla fjármuni í opin-
berum rekstri, sem við gætum nýtt í
aðra samfélagslega þjónustu eins og
menningu og listir.
Ef skoðað er frumvarp til fjárlaga
fyrir árið 2010 er því miður horfið af
þeirri braut að efla fé til íþróttamála
og mikill niðurskurður er á þeim
málaflokki á meðan listastofnanir
búa við lítinn sem engan niðurskurð
á sinni starfsemi. Það er ekki okkar
háttur í íþróttahreyfingunni að
gagnrýna fjárveitingar til annarra
aðila, við samgleðjumst með lista-
stofnunum og listamönnum. Aftur
á móti þurfum við í íþróttahreyf-
ingunni að vera duglegri í að láta í
okkur heyra og upplýsa ráðamenn
um gildi íþróttastarfs fyrir samfé-
lagið og hversu mikill þjóðhagslegur
sparnaður er af því að hér á landi sé
rekið öflugt íþróttastarf.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Golfsambands Íslands.
Ráðstöfun Lottóhagnaðar
HÖRÐUR
ÞORSTEINSSON
Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu verða skattar hækkaðir
mikið, bæði beinir og óbeinir
skattar. Það er óhjákvæmilegt
vegna mikils halla á ríkissjóði.
Mikið
úrval af
kuldafatnaði
á börnin
5.990kr.Verð frá
Kuldabuxur
13.990kr.Verð frá
Kuldagallar
8.990kr.Verð frá
Stærðir 80-120
Stærðir 128-174
Úlpur
10.990kr.Verð frá
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500