Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 37
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ sýnir jólaleikritið Jólasveinar Grýlusynir í Arnardal við Ísafjörð helgina 19. og 20. desember. Þetta eru þriðju jólin í röð sem leikritið er sýnt og hefur notið mikilla vinsælda. Þetta er sprellfjörugur leikur um gömlu íslensku jólasveinana og ýmsum spurningum reynt að svara um þessa skrítnu karla. „Ein eftirminnilegasta ferð sem ég hef farið í var til Póllands með foreldrum mínum árið 1996. Við bjuggum þá í Danmörku og auðsótt var að heimsækja nágrannalönd- in fyrir spottprís,“ segir Líf Magn- eudóttir vefritstjóri, þegar hún er spurð um eftirminnilegt ferðalag. Foreldrum Lífar bauðst pakka- ferð til bæjar rétt fyrir utan borg- ina Stettín fyrir einungis fimm hundruð danskar krónur. Innifal- ið í því var ferja, rúta, matur og gisting í höll. Líf segir alla hafa verið glaða og spennta þar til rútu- bílstjórinn villtist. „Við enduðum á kornakri við einhvern sveitabæ og það var ekki hægt að snúa við. Við þurftum því að bakka til baka. Um það leyti bilaði salernið í rútunni mönnum til mikils ama. Þegar við komum loksins að höllinni var hún að hruni komin og líktist ekk- ert þeirri glæsibyggingu sem við héldum að biði okkar.“ Í herbergjum niðurníddu hallar- innar voru sturtur en ekkert vatn, skotgöt á veggjum eftir stríðið og sums staðar mátti greina blóðbletti á veggjum. Sjónvörpin voru hol að innan, en Líf segir það ekki hafa komið að sök þar sem flest her- bergin hafi verið rafmagnslaus. Eitt salerni var í höllinni, en það var bilað. Í matsalnum var einungis boðið upp á kartöflur og svínakótelettur, og sömu sögu var að segja af flottasta veitingastað bæjarins. „Nokkrir af þeim allra svengstu fengu sér pylsu hjá götu- sala og fengu eftir það væga mat- areitrun,“ segir Líf og glottir við minninguna. „Svona var öll ferðin. Alls staðar var maturinn óætur og hvergi var hægt að fá mjólk. Róm- antíska vatnið sem höllin stóð við og glampaði á í tunglskininu var eini ljósi punkturinn í ferðinni þar til að eina nóttina kom flutninga- bíll sem á stóð TOXIC og sturtaði torkennilegum vökva í vatnið.“ Að sögn Lífar kórónaði heim- ferðin þó allt saman. „Á landa- mærunum stöðvuðu tollverðirnir okkur til að rukka mútur og vændu okkur um að vera með of mikið af sígarettum. Ein úr hópnum, sem var orðin langþreytt, sagðist ætla að taka þetta á sig. Tollvörður- inn benti henni á að hún reykti of mikið því þetta væru tvö þúsund karton. Þá kom í ljós að hótelstjór- inn í höllinni góðu hafði eytt nótt- inni í að hlaða smygli í rútuna,“ segir Líf og skellir upp úr. „Þegar við náðum loksins áfangastað, Kaupmannahöfn, beið danska lögreglan þar og vildi að við biðum í rútunni þar til glæp- onanir kæmu til að ná í góssið. Þá vorum við búin að fá meira en nóg og afþökkuðum. Ég hef aldrei verið jafn fegin að koma heim. Eftir á að hyggja er þetta samt eitt skemmti- legasta ferðalag sem ég hef farið í, þar sem ég verð ætíð kát þegar ég rifja upp sögurnar úr því,“ segir Líf. kjartan@frettabladid.is Blóðblettir á veggjunum Ferðalag Lífar Magneudóttur til Póllands fyrir rúmlega áratug er henni eftirminnilegt. Hótelið bauð upp á kartöflur, biluð salerni og hol sjónvörp, og í ofanálag var fjölskyldan rukkuð um mútur á heimleiðinni. Í pólsku höllinni sem Líf og fjölskylda gistu í var einungis boðið upp á kampavín og vodka til drykkjar. Það átti líka við um veit- ingastaði bæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Opið laugardaga til jóla kl. 11-16 Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.