Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 38
16. desember 2009 MIÐ-
VIKUDAG- UR
2
STAFURINN X stendur
fyrir Krist á grísku. Þaðan er
komið enska orðið X-mas.
„Ég dútlaði við það í fyrra að
gera merkimiða í tölvunni þegar
ég var í fæðingarorlofi en var
búin að ganga svolítið með þessa
hugmynd í maganum. Ég er
óskaplega léleg þegar kemur að
útsaumi, prjóni og öðrum slíkum
hannyrðum en ég kann á tölvu og
langaði að gera eitthvað madd-
ömulegt,“ segir Þorbjörg Helga
Ólafsdóttir um krosssaumskort-
in og merkimiðana sem nýlega
komu frá henni á markað.
Hún kveðst hafa byrjað á að
útbúa fimm merkimiða og í ár
bætt fleirum við, ásamt jólakort-
um. Til að byrja með hafi hún
bara selt framleiðsluna „beint
frá býli“ eins og hún orðar það
og einnig í Melabúðinni. Nú hafi
Safnabúðin í Þjóðminjasafninu
og Mál og menning bæst við sem
sölustaðir. En skyldu svona madd-
ömuleg kort falla vel í kramið?
„Já, heimilisiðnaður og handverk
vekur lukku á vorum dögum svo
þetta gengur voða vel,“ segir hún
ánægjulega.
Þorbjörg Helga segir lítið mál
að sauma sporið í tölvunni. „Ég
fann bara litla krossa og raðaði
saman,“ segir hún og bætir við
hlæjandi: „Ég saumaði nú lítið
kerti á grenigrein með krossspori
þegar ég var í Ísaksskóla sex ára
gömul og slíkt gleymist ekkert þó
árin líði.“ - gun
Jólaköttur í krosssaumi
hjálpar til að koma pakk-
anum til skila.
Þorbjörg Helga segir krosssaumskortin hafa selst vel,
enda minni þau á handíðir þótt þau séu gerð í tölvu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Krosssaumur á tölvutæku formi
Þjóðleg, íslensk jólakort og merkimiðar með áprentuðum krosssaumsmyndum eru heimilisiðnaður Þorbjargar Helgu Ólafsdóttur sem er
grafískur hönnuður hjá auglýsingastofunni ENNEMM. Hún segir lítið mál að sauma krosssaumssporið í tölvunni.
Nokkrar gerðir eru til af
merkimiðunum.
SNILLDARJÓLAGJÖF
HLEÐSLUTÆKI
15% jólaafsláttur
af þessum frábæru tækjunum
12V 3,6A 12V 0,8A
12V 4A
Nýtt
Bókun stendur yfi r á skrifstofu Útivistar í síma 562 1000
Áramót í Básum
Laugardaga
Kross skór frá FORMA
á alla fjölskylduna
á verði frá 799.000,-
Öflugar og ódýrar brynjur
frá SIXSIXONE
Frábær fjórhjól
Ekkert flottara en O’NEAL bolir
Borgartúni 36, (bakvið Cabin hótel) • Sími 588 9747 • www.vdo.is
Opið mán.–fös. 8–18. Lau. 10–14.
Felgur - frábært verð
Motocross
buxur
frá FLY
Hanskar í úrvali
ur í sportið og þér
ekki kalt.
Jólakortin eru einföld en smekkleg.