Fréttablaðið - 16.12.2009, Síða 40
16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR4
„Besta jólagjöf sem ég hef feng-
ið er klárlega rafmagnsgítarinn
sem ég fékk þegar ég var sextán
ára. Það voru foreldrar mínir sem
létu þetta eftir mér þó þau hefðu
nú sínar efasemdir fyrst,“ segir
Davíð sem steig með þessum gítar
fyrstu skrefin á tónlistarbrautinni.
„Ég hafði aldrei verið neitt í tón-
list áður en fannst kominn tími til
að prófa eitthvað nýtt. Ég hlust-
aði mikið á rokk á þessum tíma
og dreymdi um að spila í rokk-
hljómsveit en það varð nú ekkert
af því. Hins vegar sat ég tímunum
saman með heyrnartólin og æfði
mig og var algerlega í mínum eigin
heimi.“
Davíð neitar því að jólapakkinn
hafi valdið honum miklum heila-
brotum á aðfangadagskvöld. „Ég
fékk að velja gítarinn sjálfur svo
það var enginn leyndardómsfull-
ur gítarlaga pakki undir trénu en
ég fékk hins vegar ekki að stinga
í samband fyrr en á aðfangadags-
kvöld.“ Gítarinn hefur síðan yfir-
gefið fórur Davíðs og farið í næstu
hendur. „Ég á þennan gítar ekki
lengur því ég gaf frænda mínum
hann sem hefur líka mikinn áhuga
á gíturum. Nú er þessi gítar orð-
inn ættargripur, fyrsti gítar allra
í fjölskyldunni. En kannski á hann
eftir að seljast dýrum dómum á
eBay þegar ég er orðinn heims-
frægur,“ segir Davíð og skelli-
hlær.
Gítarinn góði tengist jólunum
enn í huga hans enda fluttu Þeir
saman mörg jólalög. „Uppáhalds-
jólalagið mitt er Last Christmas
með Wham og það kom mjög vel út
á þennan gítar og fékk að dúndrast
í magnaranum.“
Davíð er að senda frá sér plöt-
una Lover in the dark með frum-
sömdu efni en neitar því að þar sé
að finna nokkur jólalög. „Nei, ég
hef aldrei lagt í að semja jólalag en
þegar grannt er hlustað má heyra
áhrifin frá Wham í tónlistinni
minni og einhverjir naskir hlust-
endur heyra jafnvel óminn af Last
Christmas í bakgrunninum.“ - bb
Rafmagnsgítarinn er
klárlega besta jólagjöfin
Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen fékk jólagjöf þegar hann var sextán ára sem olli straumhvörfum í lífi
hans. Á rafmagnsgítarinn spilaði hann meðal annars jólalagið Last Christmas við góðan róm.
Davíð skilur gítarinn vart við sig um jólin og spilar Last Christmas fyrir alla sem heyra
vilja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MAXIWELL II NUDDARINN
• LÍTILL OG ÞÆGILEGUR
• HÆGT AÐ NOTA Á ALLAN LÍKAMANN
• LOSAR UM VÖÐVABÓLGU OG HARÐSPERRUR
• ENDURNÆRIR HÁLS, AXLIR, BAK OG FÆTUR
• STERKUR OG ENDINGARGÓÐUR
• TVEGGJA ÁRA VERKSMIÐJUÁBYRGÐ
LOGY EHF - SÖLUVAGN 1. HÆÐ KRINGLUNNI BEINT Á MÓTI VÍNBÚÐINI - SÍMI. 661 2580
WWW.LOGY.IS
Engjateigur 5 - 105 Reykjavík - s: 581 2141
Bæjarlind 6 - Eddufelli 2
Sími 554-7030 Sími 557-1730
www.rita.is
VÖNDUÐ FÓÐRUÐ
DÖMUSTÍGVÉL
ÚR LEÐRI Í ÚRVALI
Til dæmis:
Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465
www.belladonna.is
Flott föt fyrir flottar konur,
stærðir 40-60.
Munið gjafabréfin!
Fimmtudaga