Fréttablaðið - 16.12.2009, Side 56
48 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
menning@frettabladid.is
BESTU BÆKUR ÁRSINS
AÐ VALI STARFSFÓLKS BÓKAVERSLANA
BESTA ÍSLENSKA SKÁLDSAGAN
1. Harmur englanna
Jón Kalman Stefánsson
2. Síðustu dagar móður minnar
Sölvi Björn Sigurðsson
3. Karlsvagninn
Kristín Marja Baldursdóttir
4-5. Auður Vilborg Davíðsdóttir
4-5. Svörtuloft Arnaldur Indriðason
BESTA ERLENDA ÞÝDDA SKÁLDSAGAN
1. Leikur engilsins Carlos Ruiz Zafón
Þýðing: Sigrún Á. Eiríksdóttir
2-3. Kirkja hafsins Ildefonso Falcones
Þýðing: María Rán Guðjónsdóttir
2-3. Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson
Þýðing: Halla Kjartansdóttir
4. Ummyndanir
Óvíd
Þýðing: Kristján Árnason
5. Málavextir Kate Atkinsson
Þýðing: Elísa Björg Þorsteinsdóttir
BARNABÆKUR ÍSLENSKRA HÖFUNDA
1. Köttur út í mýri
Þjóðsögur valdar af Silju Aðalsteinsdóttur
2. Ef væri ég söngvari
Ragnheiður Gestsdóttir valdi
3. Bókasafn ömmu Huldar
Þórarinn Leifsson
4. Finnur finnur rúsínu Sigrún Eldjárn
5. Aþena Margrét Örnólfsdóttir
BARNABÆKUR ÞÝDDAR Á ÍSLENSKU
1. Hver er sterkastur? Mario Ramos
Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir
2. Gullgerðarmaðurinn Michael Scott
Þýðing: Guðni Kolbeinsson
3. Aftur til Pompei Kim M. Kimselius
Þýðing: Elín Guðmundsdóttir
4. Húsið á Bangsahorni A. A. Milne
Þýðing: Guðmundur Andri Thorsson
5. Stórskemmtilega stelpubókin
Andrea J. Buchanan og Miriam Peskowitz.
Þýðing: Halla Sverrisdóttir
ÆVISÖGUR
1. Vigdís Páll Valsson
2. Mynd af Ragnari í Smára
Jón Karl Helgason
3. Snorri Óskar Guðmundsson
4. Söknuður Jón Ólafsson
5-6. Jón Leifs Árni Heimir Ingólfsson
5-6. Sjúddirarí rei Sólmundur Hólm
FRÆÐIRIT
1. Jöklar á Íslandi Helgi Björnsson
2. Sagan Adam Hart-Davis
Þýðing: Karl Emil Gunnarsson og Guðni Kolbeinsson
3. Heitar laugar á Íslandi Jón G. Snæland
og Þóra Sigurbjörnsdóttir
4. Allir í leik Una Margret Jónsdóttir
5. Ísland í aldanna rás – 18. öld
Bjarki Bjarnason
LJÓÐABÆKUR
1. Nokkur orð um kulnun sólar
Gyrðir Elíasson
2. Hundgá úr annarri sveit
Eyþór Árnason
3. Komin til að vera, nóttin
Ingunn Snædal
Niðurstöður í árlegri verð-
launaveitingu starfsfólks í
bókaverslunum voru til-
kynntar í gær og er það í
tíunda sinn sem starfsmenn
bókaverslana safna saman
áiti sínu um mikilvægustu
útgáfuverk, ekki aðeins í
einum flokki heldur sjö.
Verðlaunin eru veitt í flokkun-
um íslensk skáldverk, þýdd skáld-
verk, íslenskar barnabækur, þýdd-
ar barnabækur, ævisögur, ljóð og
fræði- og handbækur.
Sextíu bóksalar tóku þátt þetta
árið og var mjótt á munum í mörg-
um flokkum, til dæmis skildu tvö
atkvæði að fyrsta og annað sætið
í skáldsögunum. Verðlaunaféð er
0 kr. og hefur ekkert breyst frá
upphafi. Hins vegar láta aðstand-
endur prenta límmiða sem gjarn-
an skreyta þær bækur sem valdar
eru. Verðlaunabækur bóksölufólks
hafa oft reynst hafa sterkari stöðu
er frá líður en þau verk sem til-
nefnd eru eða verðlaunuð í verð-
launarekstri Félags íslenskra
bókaútgefenda og embættis for-
seta Íslands, til dæmis völdu bók-
sölumenn Öxina og jörðina og
Himnaríki og helvíti bestu bækur
sinna útgáfuára – en hvorug þeirra
var tilnefnd eða hlaut hin Íslensku
bókmenntaverðlaun.
Upplýsingar um hvaða bækur
bóksalar hafa valið síðastliðin níu
ár má nálgast á vef Borgarbóka-
safnsins: http://www.borgarboka-
safn.is/desktopdefault.aspx/tabid-
3449//5529_read-13458/.
Í dálknum hér til hliðar má sjá
hvernig tókst til um valið, ekki
aðeins hvaða titlar settust í fyrstu
sætin, heldur líka hverjir komu þar
á eftir, í nokkrum flokkum allt að
fimm titlar. Skáldsaga Jóns Kalm-
ans, Harmur englanna sem Bjart-
ur gefur út er talin besta skáldsag-
an, en Leikur engilsins eftir Carlos
Ruiz Zafón besta þýdda skáldsag-
an, en útgefandi er Mál og menn-
ing – Forlagið. Í fræðiritum var
Jöklasaga Helga Björnssonar í
mestum metum, en hún er frá for-
laginu Opnu. Gyrðir Elíasson er
talinn hafa sent frá sér markverð-
ustu ljóðabókina, Nokkur orð um
kulnun sólar sem Uppheimar gefa
út. Besta barnabókin er talin vera
útgáfa Máls og menningar á úrvali
Silju Aðalsteinsdóttur á sögum,
þjóðsögum og ævintýrum, úr safni
Jóns Árnasonar og fleiri, en bók-
ina myndskreytir Halldór Bald-
ursson. Besta þýdda barnabókin
er valin Hver er sterkastur eftir
Mario Ramos sem Bjartur gefur
út. Af góðu úrvali ævisagna velja
bóksölumenn ævisögu Vigdísar
sem Páll Valsson skráði.
pbb@frettabladid.is
Harmur englanna bestur
Saga – tímarit Sögufélagsins er nýkomið út og efnið er fjölbreytt
að vanda. Ritstjóri er Sigrún Páls-
dóttir. Hvaða lærdóm má draga af
hagþróun og hagstjórn á Íslandi á 20.
öld, er spurning
heftisins og svara
henni þrettán
sérfræðingar. Erla
Hulda Halldórs-
dóttir ræðir
við Judith M.
Bennett. Guðni
Th. Jóhannesson
skrifar um land-
ráð í sögulegu
samhengi og Svanur Kristjánsson
skrifar um kvennahreyfinguna 1907-
1927. Guðni Elísson skrifar um hrun-
ið, Már Jónsson um textaútgáfur eða
öllu heldur skort á þeim, Guðmundur
Hálfdánarson um „okkur“ og „hin“ í
umræðunni, Þór Whitehead heldur
áfram deilu þeirra Jóns Ólafssonar
um hreyfingar kommúnista hér á
landi. Helgi Skúli Kjartansson birtir
ítardóm um útgáfur tengdar Sigurði
Helga Magnússyni, en að auki eru tíu
aðrir ritdómar í heftinu sem skartar
forsíðumynd af Stjörnu stórriddara-
kross hinnar íslensku fálkaorðu en
Goddur gerir grein fyrir því fyrirbæri.
Heftið er 148 síður.
NÝ TÍMARIT
> Ekki missa af
Leitinni af jólunum – nýju
aðventuævintýri eftir Þorvald
Þorsteinsson, með tónlist Árna
Egilssonar í Þjóðleikhúsinu.
Jólasveinavísur Jóhannesar úr
Kötlum fléttast inn í ævintýrið.
Tveir skrítnir og skemmtilegir
náungar taka á móti litlum
leikhúsgestum við aðalinn-
gang Þjóðleikhússins. Með
þeim í för eru tveir hljóðfæra-
leikarar og saman leiða þeir
börnin með leik og söng um
leikhúsið.
ath. á morgun kl. 21.
Jólafuglabúr í Fríkirkjunni með Gunnari Þórðar-
syni og Svavari Knúti. Þá mun hirðtónskáld þjóð-
arinnar, Gunnar Þórðarson, og trúbadorinn vina-
legi, Svavar Knútur, leiða saman hesta sína og flytja
ásamt strengjasveit sérlega hátíðardagskrá í einum
besta tónleikasal landsins. Áhorfendum verður gef-
inn kostur á að kynnast list þessara listamanna í
afslöppuðu umhverfi. Fríkirkjan opnar kl. 20 en tón-
leikarnir hefjast stundvíslega kl. 21. Athugið að tak-
markaður fjöldi sæta er í boði.
BÓKMENNING Helgi Björnsson tekur við viðurkenningu frá tveimur þaulvönum bóksölukonum, Kristínu Gísladóttur frá Bóksölu
stúdenta og Bryndísi Loftsdóttur frá Eymundsson Pennanum, á Aragötunni í gær. MYND FRETTABLADID/GVA
w
w
w
.h
ir
zl
an
.i
s
Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040
OMEGA
Veggsamstæður
á tilboði:
79.900,-
Verð áður 104.500,-
mál: b.208 cm; h.190 cm
kirsuber
coffee