Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 62

Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 62
54 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Stærstu nöfnin í tískuheiminum komu saman í London í síðustu viku á tískuverðlaunahátíðinni British fashion awards. Cristopher Bailey var kjörinn hönnuður ársins og Burberry var valið hönnunarmerki ársins eftir glæsilega endur- komu á tískuvikunni í London. Georgia May Jagger var kjörin fyrirsæta ársins, en Kate Moss hlaut London 25-verðlaunin sem voru veitt ein- staklingi sem fangað hefur tískuandann í Lond- on í tilefni af 25 ára afmæli tískuvikunnar þar í borg. Þá hlaut John Galliano British fashion council-verðlaun fyrir framúrskarandi árang- ur í fatahönnun. - ag EVA HERZIGOVA Fyrirsætan Eva Herzigova var meðal gesta á tískuverðlaunahá- tíðinni í London. CLAUDIA SCHIFFER Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer lét sig ekki vanta á bresku tískuverðlaunahátíðina. DAISY LOWE Fyrirsætan Daisy Lowe var tilnefnd sem fyrirsæta ársins á verð- launahátíðinni. GEORGIA MAY JAGGER Unga fyrirsætan Georgia May Jagger var kjörin fyrirsæta ársins. KATE MOSS Fyrirsætan Kate Moss mætti í Christian Dior-kjól á bresku tískuhá- tíðina þar sem hún tók við London 25-verðlaununum. MYNDIR/GETTY BRESKU TÍSKUVERÐ- LAUNIN AFHENT VICTORIA BECKHAM Tísku- drottningin Victoria Beckham afhenti Cristopher Bailey verð- launin þegar hann var kjörinn hönnuður ársins. Nicole Richie frumsýndi nýja skartgripalínu sína, House of Harlow, fyrir stuttu. Á kynning- arkvöldinu skartaði Richie að auki nýrri hárgreiðslu og dekkri háralit en áður. „Ég lita á mér hárið reglulega, en hafði ekki gert það í nokkurn tíma núna af því það er einfaldlega of mikið að gera hjá mér núna þegar börnin eru orðin tvö,“ útskýrði Richie sem ætlar að halda jólin hátíðleg með fjölskyldu sinni. „Við erum ekki með margar fjölskylduhefð- ir. En undanfarið hef ég keypt eitt jólaskraut árlega og ég ætla að halda mig við það. Mér finnst eggjapúns líka mjög gott, þannig að ég mun búa það til. Ég hef komist að því að flestum finnst eggjapúns vont, en mér finnst það æði.“ Elskar eggjapúns Nýjar fregnir herma að leikarinn Orlando Bloom hafi beðið kær- ustu sinnar til þriggja ára. Leik- arinn hefur átt í sambandi við áströlsku fyrirsætuna Miröndu Kerr undanfarin ár og á hann að hafa beðið hennar á meðan þau dvöldu í Marokkó. Eldri bróðir Kerr hefur stað- fest orðróminn, en þó eru sum slúðurrit sem vilja meina að sagan sé ekki sönn. „Hann hefur loksins beðið hennar. Þau ætla að gifta sig,“ á bróðirinn að hafa sagt. Orlando Bloom var áður með leikkonunni Kate Bosworth, en þau hættu saman árið 2006. Trúlofuð TRÚLOFUÐ Orlando Bloom á að hafa beðið Miröndu Kerr. Hjartaknúsarinn Johnny Depp segist alltaf eiga jafn erfitt með að venjast því að fá leiklistar- verðlaun. Depp fékk verðlaun fyrir æviframlag sitt til leik- listarinnar á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni á Bahamaeyj- um. „Þegar einhver segir við mig að ég eigi að fá verðlaun finnst mér það alltaf jafn undarlegt. Það fyrsta sem mér dettur í hug er „af hverju?“ sagði Depp. „Ég fer bara í vinnuna eins og hver annar, nema að það vill þannig til að vinnan mín er aðeins skrítn- ari.“ Það var leikarinn Sean Connery sem afhenti Depp verð- launin á Bahamaeyjum. Undarlegt að fá verðlaun JOHNNY DEPP Depp getur ekki vanist því að fá leiklistarverðlaun. Söngkonan LeAnn Rimes hefur baðað kærasta sinn, leikarann Eddie Cibrian, í gjöfum frá því þau tóku saman. Samkvæmt vini Rimes hefur hún keypt handa honum armbandsúr frá Hermes, armbönd, flíkur og annað slíkt til að gleðja sinn heittelskaða á erfiðum tímum. Annar vinur söngkonunnar segir samband- ið ganga vel en eitt skyggi þó á gleði þeirra. „LeAnn vildi halda stórt fjölskylduboð um jólin en foreldrar Eddies neita að koma. Þeim finnst það henni að kenna að hjónaband Eddies og fyrrum eiginkonu hans fór í vaskinn. Það hjálp- ar ekki heldur að Eddie tekur ekki upp hanskann fyrir hana. Hann segir henni að gefa þeim tíma en LeAnn er afskap- lega sár.“ LeAnn er sár SÁR LeAnn Rimes vildi halda stórt jólaboð en fær ekki þá ósk uppfyllta. NÝTT ÚTLIT Nicole Richie skartaði nýrri hárgreiðslu á frumsýningu skartgripalínu sinnar. LÚR - BETRI HVÍLD HLÍÐASMÁRI 1 201 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6969 FAX 554 3100 WWW.LUR.IS LUR@LUR.IS www.lur.is Úrval rúma, sófa og hvíldarstóla 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Margir litir í boði – Frábær verð í gangi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.