Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 68
60 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 16 16 L L 16 10 SAW 6 kl. 3.40 - 8 - 10.10 SAW 6 LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 JULIE AND JULIA kl. 5.20 - 8 - 10.35 ARTÚR 2 kl. 4 - 6 THE BOX kl. 8 2012 kl. 4.45 - 10.30 SÍMI 462 3500 2012 kl. 8 THE BOX kl. 10.15 LOVE HAPPENS kl. 6 9 kl. 6 CAPITALISM kl. 8 10 16 L 7 L 7 7 12 10 ANVIL kl. 6 - 8 - 10 WHATEVER WORKS kl. 5.50 - 8 - 10.10 A SERIOUS MAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 DESEMBER kl. 6 - 8 - 10 SÍMI 530 1919 16 L 16 10 L BAD LIEUTENANT kl. 5.30 - 8 - 10.30 JULIE AND JULIA kl. 5.20 - 8 - 10.35 PARANORMAL ACTIVITY kl. 10.30 2012 kl. 6 - 9.15 LOVE HAPPENS kl. 5.30 - 8 SÍMI 551 9000 .com/smarabio AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. 30.000 MANNS! FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskylduna16 16 16 16 16 16 16 16 12 12 V I P V I P 7 7 7 7 7 OLD DOGS kl. 6 - 8D - 10:10D OLD DOGS kl. 8 - 10:10 SORORITY ROW kl. 8 - 10:20 NINJA ASSASSIN kl. 8 - 10:10 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 5:30 - 8 - 10:30 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 5:30 A CHRISTMAS CAROL M/ Ensku. Tali kl. 5:50(3D) Ótextuð A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl. 5:50 A CHRISTMAS CAROL M/ Ensku. Tali kl. 8 PANDORUM kl. 5:50 LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:10 OLD DOGS kl. 6 - 8 - 10 SORORITY ROW kl. 8 - 10:20 NINJA ASSASSIN kl. 10:40 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 5:30 - 8 A CHRISTMAS CAROL M/ Ensku. Tali kl. 5:50(3D) Ótextuð OLD DOGS kl. 6 - 8 - 10 THE TWILIGHT SAGA kl. 8 NINJA ASSASSIN kl. 10:30 L L L Frá leikstjóra Wild Hogs John Travolta og Robin Williams fara á kostum í þessari sprenghlæginlegu mynd. Tveir vinir taka að sér 7 ára tvíbura með ákaflega fyndum afleiðingum. FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA SCREAM OG I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA AÐ ÞAGA YFIR LEYNDARMÁLI DAUÐANS! BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA - bara lúxus Sími: 553 2075 BAD LIEUTENANT kl. 8 og 10.20 16 EXTRACT kl. 6 og 10.10 12 ARTÚR 2 - Íslenskt tal kl. 6 L COCO BEFORE CHANEL kl. 8 L HUGLJÚF OG HEILLANDI MYND UM ÆVI COCO CHANEL JÓLAMYNDIN Í ÁR Tónlist ★★★ Dikta Get It Together Tær og flottur söngur Fjögur ár eru liðin síðan önnur plata Diktu, Hunting For Happiness, kom út við góðar undirtektir. Sú plata festi Diktu í sessi sem eina af efnilegustu hljómsveitum landsins og í framhald- inu hefur hún reynt töluvert að koma sér á framfæri erlendis, sem eðlilegt er. Get It Together er heldur rólegri en undanfarin verk Diktu og er ég ekki frá því að það fari sveitinni betur en rokkið. Sönghæfileikar Hauks Heiðars fá fyrir vikið að njóta sín betur. Rödd hans er tær og flott eins og heyra má helstu ballöðum plötunnar og greini- legt að hann hefur bætt sig töluvert sem söngvari. Bestu lög plötunnar eru kraftballaðan Thank You, Hotel Feelings, þar sem rödd Hauks nýtur sín einkar vel, og lokalagið From Now On, sem er sérlega einfalt og gott. Aftur á móti eru lög á borð við Start to Finish og The Story of Roscoe Gray ekki í sama gæðaflokki og ná aldrei að grípa mann heljartök- um. Trompetkaflarnir í Just Getting Started eru síðan góðir en útsetningin hefði mátt vera töluvert hófstilltari. Lagið lofar góðu en er því miður ofhlað- ið. Í heildina séð er Get It Together góð plata en hún er ekki gallalaus. Ef Dikta ætlar að ná árangri erlendis þarf hún að einbeita sér að skotheldum ballöðum og Haukur Heiðar er tvímælalaust rétti maðurinn til að syngja þær. Rokkið má hins vegar alveg liggja á milli hluta. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Fín plata frá Diktu en nær ekki að halda athygli allan tímann. Rödd Hauks Heiðars er eftirminnileg í ballöðunum. Leik- og söngvararnir Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson halda tónleika í Laugarneskirkju í kvöld klukkan 20.30. Þar munu þau flytja sígild jólalög með hjálp Árna Heiðars Karlssonar djass- píanista. „Þetta verða ofsalega ljúf, amerísk Hollywood-lög,“ segir Bjarni. Á tónleikunum ætla þau að feta í fótspor Bing Crosby, Judy Garland, Dean Martin og fleiri Hollywood-stjarna. „Það er til svo ofsalega mikið af falleg- um jólalögum. Við ákváðum að fá góðan undirleikara með okkur og stofna til veislu.“ Miðaverð á tón- leikana er 1.500 krónur og lofar Bjarni silkimjúkri og fallegri kvöldstund. Jólalög frá Hollywood SIGGA OG BJARNI Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson halda tónleika í Laugar- neskirkju í kvöld. Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund. „Mér finnst þetta alltaf jafn- skemmtilegt,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Útvarpsþátturinn hans, Rokkl- and, fer í loftið í 700. sinn næst- komandi sunnudag. Sá þáttur verður tileinkaður sjaldheyrðum jólalögum eins og venjan hefur verið á þessum tíma undanfar- in ár. Óli Palli byrjaði með þátt- inn um miðjan síðasta áratug og hefur allar götur síðan hald- ið sínu striki með fjölbreytnina að leiðarljósi. „Ég kynntist fólki frá BBC á Glastonbury sumarið 1995 sem var að kynna hráefni í útvarpsþætti. Ég kom heim, sagði þeim frá þessu og vildi fá að spreyta mig,“ segir hann og á þar við Magnús Einarsson sem var tónlistarstjóri á Rás 2 og Sigurð G. Tómasson sem var dagskrárstjóri. „Mér til mikillar ánægju sögðu þeir ókei.“ Undanfarin fjögur ár hefur Óli Palli tekið þáttinn upp einn heima hjá sér í Hafnarfirðin- um en ekki í útvarpshúsinu við Efstaleiti eins og margir kynnu að halda. „Þetta er herbergi með góðu sándi og teppi á gólfinu. Síðan er þarna ekkert annað en tölva, hljóðkort og míkrafónn, fyrir utan allt plötu- og bókasafn- ið mitt. Þetta er algjör draumur í dós og það besta sem fyrir mig gat komið,“ segir hann. Í hverri viku eyðir hann fimmtán til þrjá- tíu klukkustundum í þáttinn áður en hann sendir hann fullunninn til Rásar 2. Að sögn Óla Palla er árið sem er að líða eitt öflugasta Rokklands- árið til þessa. „Ég hef líklega aldrei fengið eins mikil viðbrögð við einstökum þáttum,“ segir hann en á þessu ári hefur hann fjall- að ítarlega bæði um Bítlana og U2. Einnig hefur hann útvarpað afmælistónleikum Eiríks Hauks- sonar, upptökum Damiens Rice úr Sundlauginni og stórtónleikunum á menningarnótt. Sömuleiðis hefur hann fjallað um Airwaves-hátíðina og útvarpað beint frá Hróarskeldu eins og undanfarin ár. Óli Palli vonast til að halda áfram með Rokklandið um ókom- in ár. „Ég tek eitt skref í einu en þættirnir verða alla vega 750. Ég vona að þeir verði eitt þúsund og vonandi miklu fleiri.“ freyr@frettabladid.is Stefnir á eitt þúsund þætti FÉKK LEYFI FRÁ MAGGA EINARS Ólafur Páll Gunnarsson fékk leyfi Magnúsar Einars- sonar, þáverandi tónlistarstjóra Rásar 2, til að gera útvarpsþáttinn Rokkland. Síðan eru liðnir sjö hundruð þættir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mugison þræðir nú búllur í Evr- ópu, er einn á ferð með áttatíu kílóa hljóðfæri sem hann hannaði með Páli Einarssyni uppfinninga- manni. „Þetta er tækniundur, eiginlega vasaleikhús,“ segir Mugison frá Danmörku. „Ég er aðallega að fara þennan hring til að prófa tækið. Ég vona að það bili sem mest því ég ætla að gera plötu á það. Þegar ég fer að fylgja þeirri plötu eftir væri glatað ef draslið væri alltaf að bila. Það hefur bilað á hverju einasta kvöldi hingað til, svo túr- inn er að virka sem skyldi. Ég hef sem betur fer náð að gera við það til þessa.“ Ekki er komið nafn á hljóðfærið enn þá en Mugison er opinn fyrir góðum hugmyndum. „Guðni bassa- leikari vill að ég kalli það saxófón og vill að saxófónn verði kallaður saurop djöfulsins í staðinn,“ segir hann og hlær. Mugison hefur ekki ferðast án hljómsveitar síðan 2004 og segir þetta mikið hark. „Ég kaupi ferskar nærbuxur annan hvern dag en ann- ars er þetta bara ég og tækið. Ég ferðast um í lestum á Interrail- passa. Ég var í Hamborg á mánu- dagskvöldið. Það er mikil ógæfa yfir þessum Molotow-klúbbi sem ég spilaði á. Ég var þarna líka fyrir fimm árum með Kippa Kan- ínus. Þeir eru með dýnur inni á ókyntri skrifstofu fyrir poppar- ana og Kippi lagðist í torkennilega slettu síðan kvöldinu áður. Ég var búinn að segja bókaranum að ég myndi aldrei gista þarna aftur en eins og oft áður heyrði hann ekkert í mér. Það er hommateknóklúbbur undir staðnum og þar var bullandi stuð til klukkan fimm um nóttina. Ég gat ekkert sofið og var orðin eins og móðursjúk amma, sturlað- ur af reiði. Missti svo af lestinni og er hér skröltandi á síðustu stundu áleiðis í næsta klúbb í Óðinsvéum.“ - drg Þræðir helstu búllur Evrópu FERSKAR NÆRBUXUR ANNAN HVERN DAG Mugison með „saxófóninn“ í Ham- borg. MYND/ANTON KRAMER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.