Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 72
64 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdótt- ir átti magnaða viku með TCU í bandaríska háskólaboltanum. Hún var valin besti leikmaður vikunnar eftir að hafa leitt sitt lið til tveggja flottra sigra á SMU og Texas A&M sem var fyrir leikinn talið vera fimmta besta kvennahá- skólalið Bandaríkjanna. „Þetta var svona stærsti leikur- inn í „non-conference“ hjá okkur þannig að við erum búnar að bíða eftir þessu lengi og það var æðis- legt að koma út með sigur,“ sagði Helena kát með sigurinn. Helena var líka ánægð með eigin frammi- stöðu en hún var með 20 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar í leikn- um. „Það vantaði einhvern til að taka af skarið í seinni hálfleik. Skotin mín voru að detta og ég var ákveð- in í að keyra upp að körfunni og ná að spila uppi skotmennina okkar, og það gekk vel,“ segir Helena sem sagði að leikurinn hafi verið harð- ur. Þurfti að taka af skarið Helena var allt í öllu í seinni hálf- leik þegar hún skoraði 18 stig og leiddi endurkomu TCU-liðsins en liðið lenti mest ellefu stigum undir. „Ég var óheppin með villur í fyrri hálfleik og sat mikið á bekknum út af því. Ég skaut líka bara einu skoti á körfuna. Ég vissi að ég þyrfti að taka af skarið í sóknarleiknum í seinni hálfleik,“ segir Helena. Það er ekki langt síðan að þjálf- arinn, Jeff Mittie, tók Helenu í gegn, tók hana út úr byrjunarlið- inu og setti hana af sem fyrirliða í einum leik. Hún var gerð að blóra- böggli eftir slakan leik en Helena tók þessu án mótmæla og var þess í stað staðráðin í að svara fyrir sig inni á vellinum. Það hefur held- ur betur tekist upp á síðkastið og þjálfarinn var að þessu sinni grát- klökkur eftir leikinn. Þjálfarinn klökkur inni í klefa „Mittie sagðist vera gífurlega stoltur af okkur og sagði að þótt við hefðum tapað þá hefði hann samt verið stoltur, því við lögðum okkur svo mikið fram. En hann var bara rosalega ánægður með okkur og maður sá það alveg á honum, en hann er þekktur fyrir það hér að vera ekki að sýna of miklar tilfinn- ingar, en hann missti þær allar út inni í klefa eftir leikinn,“ segir Helena. Helena var einnig í aðalhlut- verki í tveimur eftirminnilegustu sigrum TCU á sterkum skólum í fyrravetur. Helena var þá með 18 stig og 7 stoðsendingar þegar liðið vann Maryland 80-68 í fyrsta leik en Maryland var þá í 3. sæti styrkleikalistans. TCU-liðið endur- tók síðan leikinn með því að vinna þriðja besta liðið á útivelli þegar liðið vann 82-73 sigur á CAL og tryggði sérsigur á Collers Inter- national Classic-mótinu. Helena var með 17 stig og 10 stoðsending- ar í þessum leik og var valin besti leikmaður mótsins. „Ég held að það sé hægt að segja það að þetta hafi verið flottasti leikurinn minn með TCU. Í fyrra unnum við líka tvo risasigra, en mér finnst þessi vera sérstaklega stór vegna þess að við erum úr sama ríki, og það er smá rígur á milli. Við spiluðum líka svo svaka- lega flottan körfubolta síðustu tíu mínúturnar, vorum virkilega að leggja okkur allar fram og upp- skárum eftir því,“ segir Helena. Það gerði þessa viku enn þá sér- stakari að hún var með pabba og mömmu sína í heimsókn. Sverrir Hjörleifsson og Svanhildur Guð- laugsdóttir sáu stelpuna sína eiga tvo stórleiki og blómstra þegar spennan var hvað mest í leikj- unum. „Þau fengu að vera part- ur af þessu. Það voru um 4.000 TCU áhorfendur á leiknum og það tók ekki nema um klukkutíma að komast frá íþróttahúsinu, eftir að heilsa upp á fólkið og gefa eigin- handaráritanir. Mér fannst frá- bært að hafa þau og það gefur mér alltaf aukaorku að vita að þau séu að horfa,“ segir Helena og hún er bjartsýn á framhaldið. Það sem liðið þurfti „Ég held að þetta hafi verið ein- mitt það sem liðið mitt þurfti. Við erum með gríðarlega hæfileikaríkt lið og ég held að það sem við höfum lært seinustu tvær vikur hafi kennt okkur og sýnt okkur hversu góðar við getum verið. Markmið- ið er að tapa ekki fleiri leikjum í ár þannig að við erum bara gríðar- lega spenntar fyrir framhaldinu,“ segir Helena en hún segir að sigrar á liðum í 5. og 18. sæti styrkleika- listans eigi eftir að hjálpa liðinu að komast inn í úrslitakeppnina í vor. Það verður því fróðlegt að fylgjast með frekari ævintýrum og afrek- um Helenu í bandaríska háskóla- boltanum á næstunni. ooj@frettabladid.is Besti leikurinn minn með TCU-liðinu Helena Sverrisdóttir komst aftur á forsíðu vefsíðu ESPN eftir frábæra frammistöðu í 56-54 sigri TCU á fimmta besta liði bandaríska háskólaboltans. „Það gefur mér alltaf aukaorku að vita að þau séu að horfa,“ segir Helena um það að pabbi og mamma hennar voru í heimsókn hjá henni og sáu hana fara á kostum í tveimur leikjum sem gerði hana að leikmanni vikunnar í Mountain West deildinni. SIGUR Í HÖFN Sigurgleðin leyndi sér ekki hjá Helenu Sverrisdóttur í leikslok. MYND/AP Staðreyndir um dagblaðalestur Íslendingar yngri en 55 ára verja lengri tíma á virkum dögum til að lesa síður Fréttablaðsins en síður Morgunblaðsins. Allt sem þú þarft... Heimild: Lestrarkönnun Capacent maí-okt 2009. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu yngri en 60 ára sem búa á áskriftarheimilum Morgunblaðsins lesa frekar Fréttablaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.