Fréttablaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 74
66 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
KÖRFUBOLTI Það var dregið í átta
liða úrslit Subwaybikarsins í
körfubolta í gær og stórleikir karla
og kvenna fara báðir fram í Kefla-
vík. Keflavík fær nágranna sína í
Njarðvík í heimsókn í karlaflokki
og Keflavíkurkonur taka síðan á
móti KR-bönunum í Hamri. Snæ-
fell fékk einnig tvo heimaleiki,
mætir Fjölni hjá körlunum og
Haukum hjá konunum.
Njarðvíkingar eru örugglega
orðnir þreyttir á því að bíða eftir
heimaleik á móti nágrönnum
sínum í Keflavík. Það hefur nefni-
lega ekki gerst síðan Keflvíking-
ar komu fyrst upp í Úrvalsdeild-
ina haustið 1982. Liðin hafa síðan
mæst þrettán sinnum í bikar-
keppninni, þar af fjórum sinnum í
bikarúrslitaleiknum í Höllinni og
þrisvar sinnum þegar spilað var
heima og að heiman (1986-1990).
Keflvíkingar hafa hins vegar
fengið heimaleik í öllum sex bik-
arleikjum liðanna þegar þau hafa
komið saman upp úr hattinum.
Þetta verður fimmti heimaleikur
Keflavíkur á móti Njarðvík í bik-
arnum frá árinu 1999 en þau mætt-
ust síðan einnig í Keflavík 1983 og
1992.
Þrátt fyrir engan heimaleik
hefur Njarðvíkurliðinu þó tekist
að slá Keflavík þrisvar sinnum út
úr bikarnum á þeirra eigin heima-
velli auk þess að vinna þá tvisvar
sinnum í úrslitaleiknum í Höllinni.
Liðin mættust síðast í bikarnum í
undanúrslitum fyrir tæpum fjór-
um árum og vann Keflavík þá 89-
85 í spennandi leik.
Það eru fleiri tengsl í leikjunum
í átta liða úrslitunum, því Bárður
Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, mætir
sínum gömlu lærisveinum í Snæ-
felli, Amani Bin Daanish banda-
ríski framherjinn hjá Tindastóli
mætir Grindavík sem lét hann
fara í haust og þá mætir ÍR-ing-
urinn Nemnja Sovic sínum gömlu
félögum í Breiðabliki. - óój
Njarðvíkingar þurfa enn á ný að heimsækja nágranna sína í bikarnum en dregið var í 8 liða úrslit í gær:
Fá aldrei heimaleikinn á móti Keflavík
EGILL DRÓ Í GÆR Egill „Gillz“ Einarsson hjálpaði til við að draga í gær. Hér er hann
með Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Iceland Express karla
KR-Snæfell 97-91 (53-39)
Stig KR: Tommy Johnson 39 (hitti úr 10 af 16 3ja
stiga skotum), Fannar Ólafsson 14, Brynjar Þór
Björnsson 13 (8 fráköst), Finnur Atli Magnússon
13, Semaj Inge 11 (7 fráköst, 7 stoðsendingar),
Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Darri Hilmarsson 2.
Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 27 (13 fráköst),
Sean Burton 22 (12 stoðsendingar), Jón Ólafur
Jónsson 18, Emil Jóhannsson 13, Sveinn Davíðs
son 4, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2.
STAÐAN Í DEILDINNI:
KR 11 9 2 1020-899 18
Stjarnan 10 8 2 862-786 16
Njarðvík 10 8 2 842-746 16
Keflavík 10 7 3 870-764 14
Snæfell 11 7 4 1010-882 14
Grindavík 10 6 4 890-800 12
ÍR 10 5 5 845-839 10
Hamar 10 4 6 826-845 8
Tindastóll 10 3 7 825-869 6
Breiðablik 10 2 8 754-885 4
Fjölnir 10 2 8 762-886 4
FSu 10 0 10 659-964 0
Iceland Express kvenna
Heil umferð í kvöld. Leikirnir hefjast allir
klukkan 19.15 og eru: KR-Keflavík, Haukar-
Hamar, Grindavík-Snæfell og Njarðvík-Valur.
Enska úrvalsdeildin
Birmingham-Blackburn 2-1
1-0 Cameron Jerome (12.), 2-0 Cameron Jerome
(48.), 2-1 Ryan Nelsen (69.).
Bolton-West Ham 3-1
1-0 Chung-Yong Lee (64.), 1-1 Alessandro
Diamanti (69.), 2-1 Ivan Klasnic (77.), 3-1 Gary
Cahill (88.). Grétar Rafn Steinsson lék í 90. mín.
Man Utd-Wolves 3-0
1-0 Wayne Rooney, víti (30.), 2-0 Nemanja Vidic
(43.), 3-0 Antonoi Valencia (66.).
Sunderland-Aston Villa 0-2
0-1 Emile Heskey (24.), 0-2 James Milner (61)
STAÐAN Í ENSKU DEILDINNI:
Chelsea 16 12 1 3 40-13 37
Man. United 17 12 1 4 37-14 37
Aston Villa 17 9 5 3 28-14 32
Arsenal 15 10 1 4 40-19 31
Tottenham 16 8 3 5 35-22 27
Birmingham 17 8 3 6 18-17 27
Man.City 15 6 8 1 29-21 26
Liverpool 16 7 3 6 32-22 24
Fulham 16 6 5 5 20-17 23
Sunderland 17 6 3 8 22-24 21
Stoke City 16 5 6 5 15-19 21
Blackburn 17 5 4 8 17-30 19
Burnley 16 5 3 8 20-34 18
Wigan 16 5 3 8 19-36 18
Everton 16 4 5 7 22-30 17
Hull City 17 4 5 8 17-34 17
Bolton 16 4 4 8 23-33 16
Wolves 17 4 4 9 15-31 16
West Ham 17 3 5 9 25-34 14
Portsmouth 16 3 2 11 14-24 11
ÚRSLITN Í GÆR
ÁTTA LIÐA ÚRSLIT
SUBWBAYBIKARSINS:
Karlar:
Snæfell-Fjölnir Keflavík-Njarðvík
Tindastóll-Grindavík Breiðablik-ÍR
Konur
Fjölnir-Laugdælir Keflavík-Hamar
Njarðvík-Þór Ak. Snæfell-Haukar
FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH
fá um sextíu milljónir króna frá
Knattspyrnusambandi Evrópu,
UEFA, fyrir þátttöku sína í for-
keppni Meistaradeildar Evrópu.
Þetta kom fram í fréttatilkynn-
ingu sem KSÍ sendi frá sér í gær.
Fyrr á árinu var tilkynnt um
greiðslur af tekjum Meistara-
deildar Evrópu og Evrópudeild-
inni til barna- og unglingastarfs
aðildarfélaga KSÍ en nú fá þau
félög greitt sem tóku þátt í þess-
um keppnum á árinu.
FH fær 60 milljónir, Fram
og KR um 33 milljónir hvort og
Keflavík um sextán milljónir.
Fram kemur í tilkynningunni að
framlög til félaganna hækkuðu
talsvert á milli ára en kostnaður-
inn við þátttöku í keppninni jókst
einnig mikið.
UEFA og KSÍ hafa því samtals
greitt um 213 milljónir króna til
aðildarfélaga á árinu. - esá
Greiðslur frá UEFA og KSÍ:
FH fær 60 millj-
ónir í sinn hlut
MEISTARABÓNUS FH-ingar fagna titli
sínum í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Manchester United þurfti
ekki mikið að hafa fyrir því að
vinna varalið Wolves í ensku
úrvalsdeildinni í gær. United
vann sannfærandi 3-0 sigur og
náði Chelsea að stigum í efsta
sæti deildarinnar.
Aston Villa komst á sam tíma upp
í 3. sætið, Birmingaham náði því
sjötta og sendi Liverpool niður í
8. sætið og Grétar Rafn Steinsson
og félagar komu sér upp úr fall-
sæti með sigri í botnslag á móti
West Ham.
Mick McCarthy, stjóri Wol-
ves, virtist hreinlega gefa leik-
inn á móti Manchester United
fyrirfram því hann tefldi fram
algjöru varaliði. McCarthy gerði
tíu breytingar á liði Wiolves sem
vann Tottenham um síðustu helgi.
Það var bara markvörðurinn Mar-
cus Hahnemann sem hélt sæti
sínu.
Wayne Rooney skoraði fyrsta
markið úr vítaspyrnu sem var
dæmd fyrir hendi, Nemanja Vidic
kom United í 2-0 með skalla eftir
hornspyrnu Darron Gibson og
Antonio Valencia skoraði síðan
þriðja markið eftir sendingu frá
Dimitar Berbatov.
Manchester United og Chelsea
eru núna jöfn að stigum en Chel-
sea er með fjögur mörk á United
í markatölu auk þess að eiga leik
inni.
Grétar Rafn Steinsson og félag-
ar í Bolton unnu mikilvægan 3-1
sigur á West Ham í botnbarátt-
unni en með þessum sigri komst
liðið upp fyrir West Ham og upp
úr fallsæti. Grétar Rafn spilaði
allan leikinn í hægri bakverðin-
um. Wes
Cameron Jerome skoraði bæði
mörk Birmingham sem setti nýtt
félagsmet með því að vinna sinn
fimmta leik í röð þegar liðið vann
Blackburn 2-1. Birmingaham fór
upp í 6. sæti og upp fyrir bæði
Manchester City og Liverpool sem
er nú komið niður í 8. sæti deild-
arinnar.
Aston Villa komst upp í þriðja
sætið með 2-0 útisigri á Sunder-
land en strákarnir hans Steve
Bruce eru eitthvað að gefa eftir.
Sunderlan hefur aðeins unnið
einn af síðustu sjö leikjum sínum
eða síðan að liðið vann 1-0 sigur
á Liverpool á sundboltamarkinu
fræga. - óój
Manchester United, Bolton, Aston Villa og Birmingham unnu öll leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi:
Auðvelt hjá United á móti varaliði Wolves
FYRSTA MARKIÐ Nemanja Vidic fagnar
hér marki sínu fyrir United í gær.
MYND/AFP
KÖRFUBOLTI KR-ingar komust á topp
Iceland Express deildar karla með
sex 97-91 sigri á Snæfelli í DHL-
Höllinni í gærkvöldi en leiknum
var flýtt þar sem KR-ingar eru á
leiðinni til Kína í dag. Stjarnan og
Njarðvík geta náð Íslandsmeistur-
unum að stigum seinna í vikunni.
Snæfellingar veittu ekki mikla
mótspyrnu í leiknum en hluti af
skýringunni er sú að þeir voru án
tveggja sterkra leikmanna. Pálmi
Freyr Sigurgeirsson gat ekki leik-
ið gegn sínu fyrrum félagi vegna
meiðsla og þá er Sigurður Þor-
valdsson einnig á meiðslalistan-
um.
Það fór því ekki svo að það
reyndi á áhrif Pálma í innbyrð-
isleikjum KR og Snæfells en liðið
með Pálma hafði unnið tíu deild-
arleiki í röð.
Gestirnir réðu illa við Tommy
Johnson sem virðist heldur betur
vera að vakna og skoraði hann 39
stig í gær. Hann skoraði úr 10 af 16
þriggja stiga skotum sínum.
Fyrri góður en seinni lélegur
„Þá vantaði tvo af sterkustu mönn-
um liðsins. Fyrri hálfleikurinn var
góður en sá seinni lélegur. Ég er
ósáttur við spilamennsku okkar
í seinni hálfleik,“ sagði Páll Kol-
beinsson, þjálfari KR. „Við vorum
alltaf með forystu en héldum ekki
haus og eigum að geta betur en
þetta. Við gerðum það að verkum
að seinni hálfleikur var skemmti-
legur fyrir áhorfendur en það var
algjör óþarfi.“
Páll var ánægður með frammi-
stöðu Johnson og segir mik-
inn stíganda í hans leik. „Það er
ánægjulegt fyrir okkur. Hann var
að hitta vel og virðist vera að kom-
ast í gang. Því miður voru aðrir
leikmenn ekki að ná sér eins vel
á strik.“
Fljúga til Kína í dag
KR-ingar halda í dag til Kína og
leika tvo sýningarleiki við Beijing
Aoshen. „Það verður góð ferð. Við
leikum við sterkt lið og getum
aðeins farið í gegnum hlutina,“
sagði Páll.
Vesturbæjarliðið var með öll tök
í fyrri hálfleik í gær og staðan 53-
39 eftir fyrri leikhlutana tvo. Sean
Burton var ekki að finna sig eins
vel og í síðustu leikjum og skoraði
aðeins fimm af 22 stigum sínum í
fyrri hálfleik. Sean Burton náði þó
að laga sinn leik í seinni hálfleik
þar sem hann var með 17 stig og 7
stoðsendingar.
Snæfellingar náðu nokkrum
góðum rispum í seinni hálfleik
og nýttu sér það að heimamenn
gáfu aðeins eftir með því að saxa
á forskot þeirra. KR –ingar voru
þó allan tímann með forystuna og
unnu verðskuldað.
Tommy var munurinn á liðunum
„Þeir voru alltaf einu og hálfu
skrefi á undan okkur,“ sagði Ingi
Þór Steinþórsson en hann hafði
verið hjá KR allan sinn þjálfaraf-
eril áður en hann tók við Snæfelli.
„Við spiluðum ekki nægilega hart
í fyrri hálfleik og vorum alltaf að
elta. Tommy Johnson var sjóðheit-
ur í kvöld og mér fannst hann vera
munurinn á liðunum.“
elvargeir@365.is
Með sigurbros á vör til Kína
Leikmenn KR kveðja Ísland á toppi Iceland Express-deildarinnar en þeir unnu sigur á Snæfelli í gær 97-91.
Þó munurinn í lokin hafi ekki verið meiri var sigur heimamanna aldrei í hættu.
TOMMY VAR FRÁBÆR Í GÆR Snæfell-
ingurinn Emil Þór Jóhannsson sést hér
í baráttunni við besta mann vallarsins í
gær, KR-inginn Tommy Johnson. Tommy
skoraði 39 stig og 10 þriggja stiga körfur
í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI