Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 74
66 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR KÖRFUBOLTI Það var dregið í átta liða úrslit Subwaybikarsins í körfubolta í gær og stórleikir karla og kvenna fara báðir fram í Kefla- vík. Keflavík fær nágranna sína í Njarðvík í heimsókn í karlaflokki og Keflavíkurkonur taka síðan á móti KR-bönunum í Hamri. Snæ- fell fékk einnig tvo heimaleiki, mætir Fjölni hjá körlunum og Haukum hjá konunum. Njarðvíkingar eru örugglega orðnir þreyttir á því að bíða eftir heimaleik á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Það hefur nefni- lega ekki gerst síðan Keflvíking- ar komu fyrst upp í Úrvalsdeild- ina haustið 1982. Liðin hafa síðan mæst þrettán sinnum í bikar- keppninni, þar af fjórum sinnum í bikarúrslitaleiknum í Höllinni og þrisvar sinnum þegar spilað var heima og að heiman (1986-1990). Keflvíkingar hafa hins vegar fengið heimaleik í öllum sex bik- arleikjum liðanna þegar þau hafa komið saman upp úr hattinum. Þetta verður fimmti heimaleikur Keflavíkur á móti Njarðvík í bik- arnum frá árinu 1999 en þau mætt- ust síðan einnig í Keflavík 1983 og 1992. Þrátt fyrir engan heimaleik hefur Njarðvíkurliðinu þó tekist að slá Keflavík þrisvar sinnum út úr bikarnum á þeirra eigin heima- velli auk þess að vinna þá tvisvar sinnum í úrslitaleiknum í Höllinni. Liðin mættust síðast í bikarnum í undanúrslitum fyrir tæpum fjór- um árum og vann Keflavík þá 89- 85 í spennandi leik. Það eru fleiri tengsl í leikjunum í átta liða úrslitunum, því Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, mætir sínum gömlu lærisveinum í Snæ- felli, Amani Bin Daanish banda- ríski framherjinn hjá Tindastóli mætir Grindavík sem lét hann fara í haust og þá mætir ÍR-ing- urinn Nemnja Sovic sínum gömlu félögum í Breiðabliki. - óój Njarðvíkingar þurfa enn á ný að heimsækja nágranna sína í bikarnum en dregið var í 8 liða úrslit í gær: Fá aldrei heimaleikinn á móti Keflavík EGILL DRÓ Í GÆR Egill „Gillz“ Einarsson hjálpaði til við að draga í gær. Hér er hann með Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Iceland Express karla KR-Snæfell 97-91 (53-39) Stig KR: Tommy Johnson 39 (hitti úr 10 af 16 3ja stiga skotum), Fannar Ólafsson 14, Brynjar Þór Björnsson 13 (8 fráköst), Finnur Atli Magnússon 13, Semaj Inge 11 (7 fráköst, 7 stoðsendingar), Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Darri Hilmarsson 2. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 27 (13 fráköst), Sean Burton 22 (12 stoðsendingar), Jón Ólafur Jónsson 18, Emil Jóhannsson 13, Sveinn Davíðs son 4, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2. STAÐAN Í DEILDINNI: KR 11 9 2 1020-899 18 Stjarnan 10 8 2 862-786 16 Njarðvík 10 8 2 842-746 16 Keflavík 10 7 3 870-764 14 Snæfell 11 7 4 1010-882 14 Grindavík 10 6 4 890-800 12 ÍR 10 5 5 845-839 10 Hamar 10 4 6 826-845 8 Tindastóll 10 3 7 825-869 6 Breiðablik 10 2 8 754-885 4 Fjölnir 10 2 8 762-886 4 FSu 10 0 10 659-964 0 Iceland Express kvenna Heil umferð í kvöld. Leikirnir hefjast allir klukkan 19.15 og eru: KR-Keflavík, Haukar- Hamar, Grindavík-Snæfell og Njarðvík-Valur. Enska úrvalsdeildin Birmingham-Blackburn 2-1 1-0 Cameron Jerome (12.), 2-0 Cameron Jerome (48.), 2-1 Ryan Nelsen (69.). Bolton-West Ham 3-1 1-0 Chung-Yong Lee (64.), 1-1 Alessandro Diamanti (69.), 2-1 Ivan Klasnic (77.), 3-1 Gary Cahill (88.). Grétar Rafn Steinsson lék í 90. mín. Man Utd-Wolves 3-0 1-0 Wayne Rooney, víti (30.), 2-0 Nemanja Vidic (43.), 3-0 Antonoi Valencia (66.). Sunderland-Aston Villa 0-2 0-1 Emile Heskey (24.), 0-2 James Milner (61) STAÐAN Í ENSKU DEILDINNI: Chelsea 16 12 1 3 40-13 37 Man. United 17 12 1 4 37-14 37 Aston Villa 17 9 5 3 28-14 32 Arsenal 15 10 1 4 40-19 31 Tottenham 16 8 3 5 35-22 27 Birmingham 17 8 3 6 18-17 27 Man.City 15 6 8 1 29-21 26 Liverpool 16 7 3 6 32-22 24 Fulham 16 6 5 5 20-17 23 Sunderland 17 6 3 8 22-24 21 Stoke City 16 5 6 5 15-19 21 Blackburn 17 5 4 8 17-30 19 Burnley 16 5 3 8 20-34 18 Wigan 16 5 3 8 19-36 18 Everton 16 4 5 7 22-30 17 Hull City 17 4 5 8 17-34 17 Bolton 16 4 4 8 23-33 16 Wolves 17 4 4 9 15-31 16 West Ham 17 3 5 9 25-34 14 Portsmouth 16 3 2 11 14-24 11 ÚRSLITN Í GÆR ÁTTA LIÐA ÚRSLIT SUBWBAYBIKARSINS: Karlar: Snæfell-Fjölnir Keflavík-Njarðvík Tindastóll-Grindavík Breiðablik-ÍR Konur Fjölnir-Laugdælir Keflavík-Hamar Njarðvík-Þór Ak. Snæfell-Haukar FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH fá um sextíu milljónir króna frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir þátttöku sína í for- keppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta kom fram í fréttatilkynn- ingu sem KSÍ sendi frá sér í gær. Fyrr á árinu var tilkynnt um greiðslur af tekjum Meistara- deildar Evrópu og Evrópudeild- inni til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ en nú fá þau félög greitt sem tóku þátt í þess- um keppnum á árinu. FH fær 60 milljónir, Fram og KR um 33 milljónir hvort og Keflavík um sextán milljónir. Fram kemur í tilkynningunni að framlög til félaganna hækkuðu talsvert á milli ára en kostnaður- inn við þátttöku í keppninni jókst einnig mikið. UEFA og KSÍ hafa því samtals greitt um 213 milljónir króna til aðildarfélaga á árinu. - esá Greiðslur frá UEFA og KSÍ: FH fær 60 millj- ónir í sinn hlut MEISTARABÓNUS FH-ingar fagna titli sínum í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Manchester United þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að vinna varalið Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær. United vann sannfærandi 3-0 sigur og náði Chelsea að stigum í efsta sæti deildarinnar. Aston Villa komst á sam tíma upp í 3. sætið, Birmingaham náði því sjötta og sendi Liverpool niður í 8. sætið og Grétar Rafn Steinsson og félagar komu sér upp úr fall- sæti með sigri í botnslag á móti West Ham. Mick McCarthy, stjóri Wol- ves, virtist hreinlega gefa leik- inn á móti Manchester United fyrirfram því hann tefldi fram algjöru varaliði. McCarthy gerði tíu breytingar á liði Wiolves sem vann Tottenham um síðustu helgi. Það var bara markvörðurinn Mar- cus Hahnemann sem hélt sæti sínu. Wayne Rooney skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu sem var dæmd fyrir hendi, Nemanja Vidic kom United í 2-0 með skalla eftir hornspyrnu Darron Gibson og Antonio Valencia skoraði síðan þriðja markið eftir sendingu frá Dimitar Berbatov. Manchester United og Chelsea eru núna jöfn að stigum en Chel- sea er með fjögur mörk á United í markatölu auk þess að eiga leik inni. Grétar Rafn Steinsson og félag- ar í Bolton unnu mikilvægan 3-1 sigur á West Ham í botnbarátt- unni en með þessum sigri komst liðið upp fyrir West Ham og upp úr fallsæti. Grétar Rafn spilaði allan leikinn í hægri bakverðin- um. Wes Cameron Jerome skoraði bæði mörk Birmingham sem setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn fimmta leik í röð þegar liðið vann Blackburn 2-1. Birmingaham fór upp í 6. sæti og upp fyrir bæði Manchester City og Liverpool sem er nú komið niður í 8. sæti deild- arinnar. Aston Villa komst upp í þriðja sætið með 2-0 útisigri á Sunder- land en strákarnir hans Steve Bruce eru eitthvað að gefa eftir. Sunderlan hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum eða síðan að liðið vann 1-0 sigur á Liverpool á sundboltamarkinu fræga. - óój Manchester United, Bolton, Aston Villa og Birmingham unnu öll leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi: Auðvelt hjá United á móti varaliði Wolves FYRSTA MARKIÐ Nemanja Vidic fagnar hér marki sínu fyrir United í gær. MYND/AFP KÖRFUBOLTI KR-ingar komust á topp Iceland Express deildar karla með sex 97-91 sigri á Snæfelli í DHL- Höllinni í gærkvöldi en leiknum var flýtt þar sem KR-ingar eru á leiðinni til Kína í dag. Stjarnan og Njarðvík geta náð Íslandsmeistur- unum að stigum seinna í vikunni. Snæfellingar veittu ekki mikla mótspyrnu í leiknum en hluti af skýringunni er sú að þeir voru án tveggja sterkra leikmanna. Pálmi Freyr Sigurgeirsson gat ekki leik- ið gegn sínu fyrrum félagi vegna meiðsla og þá er Sigurður Þor- valdsson einnig á meiðslalistan- um. Það fór því ekki svo að það reyndi á áhrif Pálma í innbyrð- isleikjum KR og Snæfells en liðið með Pálma hafði unnið tíu deild- arleiki í röð. Gestirnir réðu illa við Tommy Johnson sem virðist heldur betur vera að vakna og skoraði hann 39 stig í gær. Hann skoraði úr 10 af 16 þriggja stiga skotum sínum. Fyrri góður en seinni lélegur „Þá vantaði tvo af sterkustu mönn- um liðsins. Fyrri hálfleikurinn var góður en sá seinni lélegur. Ég er ósáttur við spilamennsku okkar í seinni hálfleik,“ sagði Páll Kol- beinsson, þjálfari KR. „Við vorum alltaf með forystu en héldum ekki haus og eigum að geta betur en þetta. Við gerðum það að verkum að seinni hálfleikur var skemmti- legur fyrir áhorfendur en það var algjör óþarfi.“ Páll var ánægður með frammi- stöðu Johnson og segir mik- inn stíganda í hans leik. „Það er ánægjulegt fyrir okkur. Hann var að hitta vel og virðist vera að kom- ast í gang. Því miður voru aðrir leikmenn ekki að ná sér eins vel á strik.“ Fljúga til Kína í dag KR-ingar halda í dag til Kína og leika tvo sýningarleiki við Beijing Aoshen. „Það verður góð ferð. Við leikum við sterkt lið og getum aðeins farið í gegnum hlutina,“ sagði Páll. Vesturbæjarliðið var með öll tök í fyrri hálfleik í gær og staðan 53- 39 eftir fyrri leikhlutana tvo. Sean Burton var ekki að finna sig eins vel og í síðustu leikjum og skoraði aðeins fimm af 22 stigum sínum í fyrri hálfleik. Sean Burton náði þó að laga sinn leik í seinni hálfleik þar sem hann var með 17 stig og 7 stoðsendingar. Snæfellingar náðu nokkrum góðum rispum í seinni hálfleik og nýttu sér það að heimamenn gáfu aðeins eftir með því að saxa á forskot þeirra. KR –ingar voru þó allan tímann með forystuna og unnu verðskuldað. Tommy var munurinn á liðunum „Þeir voru alltaf einu og hálfu skrefi á undan okkur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson en hann hafði verið hjá KR allan sinn þjálfaraf- eril áður en hann tók við Snæfelli. „Við spiluðum ekki nægilega hart í fyrri hálfleik og vorum alltaf að elta. Tommy Johnson var sjóðheit- ur í kvöld og mér fannst hann vera munurinn á liðunum.“ elvargeir@365.is Með sigurbros á vör til Kína Leikmenn KR kveðja Ísland á toppi Iceland Express-deildarinnar en þeir unnu sigur á Snæfelli í gær 97-91. Þó munurinn í lokin hafi ekki verið meiri var sigur heimamanna aldrei í hættu. TOMMY VAR FRÁBÆR Í GÆR Snæfell- ingurinn Emil Þór Jóhannsson sést hér í baráttunni við besta mann vallarsins í gær, KR-inginn Tommy Johnson. Tommy skoraði 39 stig og 10 þriggja stiga körfur í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.