Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 2
2 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR Karl Ágúst, ertu hamingjusam- ur með þetta? „Já, en mér finnst meira máli skipta að þjóðin skuli ætla sér að verða hamingjusöm.“ Það kom mörgum á óvart að bókin Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar skyldi vera í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Karl Ágúst Úlfsson gefur bókina út. ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var myrkur á svip þegar hann yfirgaf sjúkrahúsið í Mílanó, þar sem hann hefur dvalist síðan ráðist var á hann á sunnudag. Hann virtist veikburða þegar hann veifaði til ljós- myndara úr bifreið sinni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sagðist hann ætla að halda áfram af enn meiri styrk og ákveðni en hingað til. Berlusconi var með umbúðir yfir hluta andlits síns, þar á meðal nefinu sem brotnaði þegar árásarmað- urinn sló hann með þungum minjagrip. Tvær tennur brotnuðu einnig. „Það er tvennt sem ég mun minnast frá þessum dögum: Hatur hinna fáu og ást hinna mörgu, mörgu Ítala,“ sagði í yfirlýsingunni. Fyrir árásina hafði Berlusconi kvartað undan því að hann væri orðinn fórnarlamb andrúmslofts haturs, en hann hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni bæði vegna kynlífshneykslis og spillingarmála. Eftir árás- ina hafa fjölmargir Ítalir lýst yfir samúð með honum, en einnig hafa sumir hrósað árásarmanninum, sem nú situr í fangelsi í Mílanó. Læknar hafa fyrirskipað Berlusconi að hafa hægt um sig fram yfir jól. - gb Silvio Berlusconi fékk að fara heim af sjúkrahúsi í gær: Hyggst halda ótrauður áfram SILVIO BERLUSCONI Forsætisráðherrann útskrifaður af sjúkra- húsi. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ólafur Jakobsson hefur verið dæmdur í Hæstarétti í tuttugu mánaða fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn ungri stúlku. Hann er sakfelldur fyrir að hafa misnot- að stúlkuna gróflega á kynferðis- legan hátt. Þau tvö höfðu átt í MSN-tölvu- samskiptum fyrir atvikið og var talið að endurrit þeirra samskipta sýndu að maðurinn hefði haft ein- beittan ásetning til að eiga kyn- ferðisleg samskipti við stúlkuna þótt honum væri ljóst að hún væri einungis fjórtán ára. Sum ummæli stúlkunnar í þess- um samskiptum voru auk þess með þeim hætti að manninum hlaut einnig að hafa verið ljóst að and- legu atgervi hennar kynni að vera áfátt, en samkvæmt læknisvott- orðum býr hún við væga þroska- hömlun. Maðurinn var 22 ára þegar atvikið varð. Hæstiréttur taldi að með háttsemi sinni hefði hann brotið gróflega gegn stúlk- unni og ætti sér engar málsbæt- ur. Þá var hann einnig talinn hafa gerst sekur um að hafa haft barna- klám í vörslu sinni. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða 600.000 krónur í miskabætur og sæta upptöku á hörðum diski með barnaklámefni. - jss BARNAKLÁM Maðurinn var með barna- klám í vörslu sinni. Hæstiréttur dæmir mann í tuttugu mánaða fangelsi: Braut gegn þroskahamlaðri stúlku RÚSSLAND, AP Sergei Lavrov, varn- armálaráðherra Rússlands, segir litlar líkur á að nýr afvopnunar- samningur við Bandaríkin verði undirritaður í vikunni, og kennir samninganefnd Bandaríkjanna um tafir sem orðið hafa. Vonast hafði verið til að leið- togar ríkjanna myndu undirrita samninginn í Kaupmannahöfn, þegar þeir hittust þar í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Samningurinn á að taka við af START I samningnum um fækk- un kjarnorkuvopna, en sá samn- ingur rann út í byrjun desember. - gb Bandaríkin og Rússland: Draga undirrit- un á langinn SERGEI LAVROV Kennir Bandaríkjamönn- um um tafir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Samband breskra bæjar- og sveitarfélaga hefur ákveðið að fara í mál við Glitni þar sem kröfur þess voru ekki samþykkt- ar sem forgangs- kröfur. Árni Tómas- son, formaður skilanefndar Glitnis, sagði í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 að loknum fundi með kröfuhöfum í gær að ljóst væri að eina leiðin yrði að fara með málið fyrir dóm. Fréttastofan sagði heimildir fyrir því að Bretarnir hefðu þegar feng- ið sér lögfræðing. Í breskum fjöl- miðlum í gær kom fram að bæjar- og sveitarfélög, auk stofnana, hafi átt um 185 milljarða króna á reikningum íslensku bankanna. Þar af hafi um fjörutíu milljarðar verið inni á reikningum hjá Glitni. - jab Bretar ætla í mál við Glitni: Kröfurnar ekki í forgangi ÁRNI TÓMASSON Götuljósin loga lengur Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garða- bæjar, fór þess á leit við Orkuveitu Reykjavíkur í gærmorgun að götulýs- ing í Garðabæ yrði færð aftur í fyrra horf. Hann segir að öryggi fólks vegi þyngra en sparnaðurinn sem hlýst af því að kveikja seinna á ljósunum að morgni dags og á kvöldin. GARÐABÆR KÓPAVOGUR Gert er ráð fyrir 25 milljóna króna rekstrarafgangi Kópavogsbæjar, samkvæmt til- lögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Áætlunin var lögð fram fyrir umræðu í bæjarstjórn í gær. Í fjárhagsáætluninni er unnið eftir því að hagræða án þess að skerða nauðsynlega og lögbundna þjónustu við bæjarbúa. Áætlaðar heildartekjur bæjarins eru rúmir átján milljarðar króna, þar af eru skatttekjur rúmir þrettán. Þá kemur í áætluninni að þótt búast megi við auknu atvinnuleysi í Kópavogi er talið að útsvarstekj- ur verði svipaðar milli ára vegna fjölgunar íbúa og samningsbund- inna launahækkana. - jab Kópavogur býst við afgangi: Útsvar svipað og í fyrra ÁLFTANES Meirihluti sveitarstjórn- ar Álftaness samþykkti í gær sam- komulag við eftirlitsnefnd um fjár- mál sveitarfélaganna. Samkvæmt því skal þegar hefja viðræður við önnur sveitarfélög um samein- ingu við Álftanes. Þá verður lagt tíu prósenta álag á útsvar á næsta ári og álagning fasteignaskatta verður 0,4 prósent af álagningar- stofni. Hún er í dag 0,28 prósent. Almennt á að lækka öll rekstrarút- gjöld og auka tekjur, meðal annars með eignasölu. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneyti mun beita sér fyrir fyrir framgreiðslu úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að greiða laun og forgangskröfur fyrir Álftanes upp á 185 milljónir króna. Pálmi Þór Másson bæjarstjóri sagði á íbúafundi á Álftanesi í gærkvöld að þetta þýddi að sveit- arfélagið myndi þegar í stað hefja viðræður við önnur sveitarfélög. „Það hefur ekki rætt um það hvaða sveitarfélög það eru, en Garða- bær hefur verið títtnefndastur í því efni,“ sagði hann. Aðgerðirn- ar kæmu á versta tíma, því álögur ríkis hækkuðu um leið. „Heildar- álögur á Álftnesinga verða talsvert hærri en á einstaklinga almennt,“ sagði hann. Ef samkomulagið hefði ekki verið undirritað hefði sveitar- félagið farið í þrot fyrir áramót. Samkomulagið hefur einnig í för með sér að athugað verður hvaða ákvarðanir, allt frá 2005, hafi leitt bæinn í þá stöðu sem hann er í. Hvort þær hafi verið í samræmi við sveitarstjórnarlög og hvort upplýsingaskyldu hafi verið sinnt með fullnægjandi hætti. Ólafur Nilsson, formaður eftir- litsnefndar með fjármálum sveit- arfélaga, sagði á fundinum að sveitarstjórnin í heild sinni bæri einhverja ábyrgð á því hvernig komið er. Afar mikilvægt væri að hún snéri bökum saman og leitaði lausna á ástandinu. Erling Ásgeirsson, formaður bæjarráðs í Garðabæ, segir að sameining við Álftanes yrði skoð- uð undir jákvæðum formerkjum: „Ég tel að það væri eðlilegur framgangsmáti að reyna fyrst sameiningu við Garðabæ.“ Erling leggur áherslu á að íbúar beggja sveitarfélaganna fengju að kjósa um sameininguna og bendir á að ríkisvaldið verði að afskrifa einhverjar skuldir Álftaness. Færi sveitarfélagið í þrot hefði það víð- tækar afleiðingar fyrir lánshæfis- mat annarra sveitarfélaga. Inngrip í vanda Álftaness væru smáaurar í því samhengi. klemens@frettabladid.is Álftanesi skipað að ræða sameiningu Bæjarstjórn Álftaness samþykkti í gær samkomulag vegna fjárhagsvandans. Rætt verður um sameiningu við önnur sveitarfélög og kemur Garðabær helst til greina. „Það væri eðlilegur framgangsmáti,“ segir bæjarfulltrúi í Garðabæ. GJALDÞROT BLASIR VIÐ Það var ekkert sérstaklega hýrt yfir íbúum Álftaness á fundi með bæjarstjórn, ráðgjöfum og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í gær- kvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FLUG Fyrsta tilraunaflugi Dream- liner-farþegaþotunnar frá banda- rísku flugvélasmiðjunni Boeing gekk vel í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins. Boeing svipti hulunni af þotunni í júlí 2007 og hafa 840 vélar þegar verið seldar. Einhverjar pantanir voru dregnar til baka vegna tafa á afhendingu. Stefnt er að því að jap- anska flugfélagið Nippon Airlines fái fyrstu Dreamliner-vélina afhenta undir lok næsta árs. Vélin tók á loft frá Everett-flugvelli, skammt norður af Seattle-borg, og lenti þremur klukkustundum síðar á flugvelli Boeing-smiðjanna suður af borginni. - jab Tilraunaflug Boeing tókst vel: Fyrsta vélin af- hent eftir ár SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.