Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 8
8 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 1. Hvaða bók situr á toppi metsölulista Eymundsson? 2. Til hvaða félags vill knatt- spyrnumaðurinn Guðmundur Pétursson fara? 3. Hver er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 86 www.gottimatinn.is Ég veit ekki hvort fólk áttar sig almennt á því að það er munur á því aðhræra í áttu eða hring. gott í jólamatinn Rjóminn af jólauppskriftum MS er á gottimatinn.is  DÓMSMÁL Á þriðja tug lambs- hræja, sjö kindahræ, tvö hunds- hræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eft- irlitsferð á býlinu Stórhóli í Álfta- firði í Djúpavogshreppi í sumar. Málið fór í dómstólameðferð og lauk nú í vikunni með því að bónd- anum var gert að greiða áttatíu þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs vegna brota á lögum um dýravernd og búfjárhald. Auk vanfóðrunar á fénu taldi ákæruvaldið umgengn- inni á jörðinni mjög ábótavant. Í ákæru sem lögreglustjórinn á Eskifirði lagði fram á hendur bónd- anum er aðkomunni í tvö fjárhús, sem bóndinn geymdi fé sitt í, lýst. Í fyrra húsinu voru drykkjarker látin yfirfyllast svo að mikil for myndaðist á gólfum og umhverfi. Næsta nágrenni fjárhússins var einnig óþrifalegt. Í þessu fjárhúsi fann dýralæknir fimm kindahræ og sjö lambshræ, misgömul. Tvö gömul kindahræ fundust utan við húsið. Í hinu fjárhúsinu var ástand- inu svo lýst þegar dýralækni og lögreglu bar að garði að mikil for hefði verið þar á gólfum. Nokkur lambshræ lágu á gólfunum í hús- unum og mikill óþefur var í lofti vegna rotnandi hræja. Þar fund- ust tólf lambshræ í ámoksturs- skóflu af dráttarvél, eitt lambs- hræ í heyrúllu og tvö hundshræ í kerru í nágrenni við fjárhúsin. Hluti af beinagrind af hrossi var við íbúðarhúsið á Stórhóli. Í ákærunni er vísað til athugana eða svokallaðrar stigunar á holda- fari fjár á bænum sem hafi leitt í ljós að bóndinn hafi vanrækt gróf- lega aðbúnað, umhirðu og fóðrun fjárins. Bóndinn játaði brot sitt fyrir dómi við þingfestingu málsins. Ákærandinn lagði til að málinu yrði lokið með dómssátt eða viður- lagaákvörðun, sem bóndinn þáði. Ákæruvaldið ákvað því sektarupp- hæð sem bóndi á að borga, ella sæti hann í fangelsi í sex daga. Auk áttatíu þúsund króna sektar- innar var bóndanum gert að greiða 200 þúsund króna laun verjanda síns. - jss HORAÐAR KINDUR Þessar kindur reyndust vera grindhoraðar þegar þær voru athug- aðar. Dýralæknir og lögregla fóru í fjárhúsin til að skoða aðbúnaðinn. Vannært fé innan um beinagrindur Áttatíu þúsund krónur eru það sem fjárbóndi í Álftafirði skal greiða samkvæmt dómssátt eftir að hann varð uppvís að því að fé hans var vanfóðrað, hræ lágu víða í fjárhúsum og hundahræ í kerru. Oddviti Djúpavogshrepps: Þetta er hneyksli „Ég tek undir orð Sigurðar Sig- urðarsonar dýralæknis, að þetta er náttúrlega bara hneyksli. Svo vægur er dómurinn miðað við það sem þarna hefur verið í gangi.“ Þetta segir Andrés Skúlason, oddviti í Djúpavogshreppi. „Það þarf að stórherða viðurlög og eftirlit með búgreininni. Það er ömurlegt að svona fá dæmi skuli skemma fyrir heildinni. Það er grafalvarlegur hlutur að dýravernd- arsjónarmið virðast gjörsamlega fyrir borð borin í þessu máli.“ Spurður hversu margt fjár sé hjá viðkomandi bónda segir Andrés að það sé að líkindum á annað þúsund. Ekki hafi náðst að telja það allt saman, sem sýni kannski best hvernig þessi mál séu stödd. BRASILÍA, AP Stjúpfaðir tveggja ára drengs í Brasilíu hefur játað að hafa stungið 42 saumnálum á ýmsa staði í líkama hans. Hann segist hafa gert það sam- kvæmt fyrirmælum konu, sem hann hélt vera að framkvæma einhvers konar trúarathöfn. Þau hafa bæði verið handtek- in ásamt þriðju manneskjunni. Um hundrað manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöð, þar sem þau héldu fólkið vera niðurkomið. Pilturinn var fluttur í gær á hjartadeild sjúkrahúss í norð- austanverðri Brasilíu, þar sem reyna átti að fjarlægja saumnál- arnar, einkum þó tvær þeirra sem eru hættulega nálægt hjarta drengsins. Læknar á sjúkrahúsinu sem drengurinn var fyrst fluttur á treystu sér ekki til að fjarlægja neinar af nálunum 42 af ótta við að valda drengnum meira tjóni. - gb Reynt að fjarlægja tugi nála úr tveggja ára dreng: Stjúpfaðirinn játaði Á SJÚKRAHÚSI Í SALVADOR Læknar áttu vandaverk fyrir höndum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI „Getur hver sem er, svo fremi sem hann eigi peninga og vilji fjár- festa á Íslandi, vænst stuðnings frá iðnaðarráðuneytinu?“ spurði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinn- ar, iðnaðarráðherra á Alþingi í morg- un. Þá gerði hún frumvarp ráðherr- ans um samninga vegna gagnavers í Reykjanesbæ að umtalsefni. Björgólfur Thor Björgólfsson er fjörutíu prósenta eignaraðili að verk- efninu. Birgitta spurði hvar „siðferð- isleg mörk“ ráðherrans væru, ef henni fyndist eðlilegt að Björgólfur Thor Björgólfsson fengi slíka fyrirgreiðslu, og hvort ráðherrann teldi ekki að Björgólfur Thor ætti „fyrst að skila þýfinu, sem hvarf af Icesave-reikning- unum, sem hann ber beina ábyrgð á“. Katrín Júlíusdóttir sagðist telja það „hálfógeðfellt hvernig háttvirtur þingmaður talar hér um siðferðileg mörk“. Hún sagði málið snúast um hvort stjórnvöld ættu að láta alla þá fjárfestingu sem lögð hefur verið í verkefnið „fara forgörðum út af sögu eins minnihlutaeiganda í þessu fyrirtæki“. „Þarna erum við fyrst og fremst að ryðja braut nýju fjármagni til þess að þynna út þennan gamla eiganda, sem er minnihlutaeigandi í verkefn- inu,“ sagði Katrín. Það væru meðeig- endur Björgólfs Thors, sem réðu rúm- lega sextíu prósenta hlut, sem nú drifi uppbyggingu gagnaversins áfram. - pg Samningur um gagnaver með eignaraðild Björgólfs Thors gagnrýndur á Alþingi: Fær hver sem er stuðning frá iðnaðarráðuneytinu? Í greinargerð með samningi um gagnaver Verne Holding á Keflavíkurflug- velli kemur fram að ráð er fyrir því gert að fyrirtækið kaupi raforku fyrir 30–36 milljarða króna á árunum 2010-2019 og greiði fjórtán milljarða króna í skatta á sama tímabili. Um 330 störf skapast beint og óbeint vegna starfseminnar og svipaður fjöldi á sjö ára framkvæmdatímabili. Samningurinn við ríkið gerir ráð fyrir að fyrirtækið greiði ekki hærri tekjuskatt en fimmtán prósent fyrstu fimm ár samningstímans, átján prósent næstu fimm ár og 25 prósent síðustu tíu árin, hvert sem almennt skatthlutfall í landinu verður. Fyrirtækið fær undanþágur frá iðnaðarmálagjaldi og markaðsgjaldi og sérreglur gilda um útreikninga stimpilgjalda og skipulagsgjalda sem það greiðir, sem og um útreikninga fasteignaskatta þess. Þá eru í samningnum ýmis öryggisákvæði sem verja fyrirtækið, verði almenn skattbyrði aukin á samningstímanum. UNDANÞÁGUR FRÁ SKÖTTUM BANDARÍKIN, AP Borgarstjórnin í Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna, hefur tekið þá ákvörð- un að lögleiða hjónabönd sam- kynhneigðra. Mikill fögnuður braust út meðal samkynhneigðra í Banda- ríkjunum af þessu tilefni, enda hefur réttindabarátta þeirra gengið brösuglega undanfarin misseri. Borgarstjórinn á enn eftir að undirrita lögin. Hann hefur hins vegar lýst yfir fullum stuðningi við þau. Auk þess þarf Banda- ríkjaþing að samþykkja þau, en ekki er reiknað með andstöðu þar. Gert er ráð fyrir að fyrstu samkynhneigðu pörin geti gengið í hjónaband í Washington í mars á næsta ári. - gb Washington í Bandaríkjunum: Samkynhneigt fólk má ganga í hjónaband VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.