Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 10
10 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR
ÓRANGÚTAN FLYTUR Þessi 37 ára
gamli órangútan er nýkominn ásamt
sjö félögum sínum í dýragarð í borg-
inni Gelsenkirchen í Þýskalandi úr
dýragarði í Basel í Sviss, þar sem þeir
hafa dvalið undanfarin ár.
NORDICPHOTOS/AFP
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Heimilistæki, stór og
smá, ljós og símar í
miklu úrvali.
Líttu inn og gerðu
góð kaup. Við tökum
vel á móti þér.
A
T
A
R
N
A
fyrir
Sjáið jólatilboðin á
www.sminor.is
Lokað
Vegna starfsmanna- og stefnumótunarfundar
verður lokað á öllum skattstofum landsins og hjá ríkisskattstjóra
föstudaginn 18. desember.
Ríkisskattstjóri
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi
Skattstjórinn í Reykjavík
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi
FÉLAGSMÁL Stefnt er að því að koma
á fót margvíslegum úrræðum fyrir
ungt, atvinnulaust fólk á næsta
ári. Áætlað er
að 1,3 milljörð-
um króna verði
varið í verkefn-
ið á næsta ári.
Árni Páll Árna-
son félagsmála-
ráðherra kynnti
í gær sérstakt
átak ráðuneyt-
isins í þeim
efnum.
2.700 ungmenni á aldrinum sex-
tán til 24 ára eru atvinnulaus um
þessar mundir og hópurinn fer
stækkandi. „Það sem einkennir
þennan hóp er mjög stutt skóla-
ganga,“ segir Árni Páll. Sam-
kvæmt upplýsingum úr atvinnu-
leysisskrá eru sjötíu prósent
atvinnulausra undir þrítugu aðeins
með grunnskólapróf. Hlutfallið hjá
atvinnulausum í heild er fimmtíu
prósent.
Árni Páll segir rannsóknir í
öðrum löndum sýna að unga fólk-
ið sé í gríðarlegri hættu á að lenda
utan vinnumarkaðar til lang-
frama, sé ekkert að gert. „Við telj-
um það skipta gríðarlega miklu að
grípa inn í strax. Við höfum þess
vegna lagt á það þunga áherslu að
tryggja fjármagn til verkefna sem
gera okkur kleift að mæta þörfum
hvers og eins. Að hver og einn fái
einstaklingsviðtal þar sem fund-
ið er út hvað viðkomandi vill helst
gera.“
Úrræðin sem um ræðir eru fjöl-
breytt. Gert er ráð fyrir því að
allt að 450 manns geti komist að í
framhaldsskólum landsins og jafn
margir í starfsþjálfun og störf
við verkefni hjá félagasamtökum,
sveitarfélögum og fyrirtækjum. Þá
ert gert ráð fyrir því að allt að 700
manns geti komist í nám á vegum
símenntunarstöðva og frumgreina-
deilda. Einnig er gert ráð fyrir um
400 nýjum plássum á vinnustofum
og í endurhæfingar- og meðferðar-
úrræðum. Loks er gert ráð fyrir
því að um 400 ný sjálfboðastörf
skapist, og segir Árni Páll mikinn
áhuga vera á því að nýta krafta
atvinnulausra, meðal annars hjá
Rauða krossinum og íþróttahreyf-
ingunni. Hjá Rauða krossinum er
stefnan sett á jafningjafræðslu,
þar sem atvinnulausir ráðleggi
öðrum í sömu sporum.
Unnið hefur verið að verkefninu
frá byrjun sumars og mun Vinnu-
málastofnun stýra því. „Það sem
við erum að leggja upp með er
mjög metnaðarfull aðgerð og til
þess að þetta gangi þarf allt sam-
félagið að taka höndum saman,
þetta er mikilvægt samfélagslegt
verkefni. Fyrir hvern einstakling
sem er bótaþegi út lífið er áætl-
að að kostnaður sé í kringum 300
milljónir starfsævina á enda. Það
er því til mikils að vinna.“
thorunn@frettabladid.is
Úrræði fyrir atvinnu-
laus ungmenni kynnt
Atvinnulausum ungmennum fjölgar, en þau eru nú um 2.700. Félagsmálaráð-
herra kynnti í gær átak til að koma fólkinu í skóla, vinnu eða sjálfboðastörf.
Gríðarlega mikilvægt samfélagsverkefni, segir félagsmálaráðherra.
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
ATVINNULEYSI Atvinnuleysi hefur fjórfaldast á síðastliðnu ári og var skráð um átta
prósent í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVEITARSTJÓRNIR „Gera má ráð fyrir áframhald-
andi þunga í rekstri á allra næstu árum en með
samstöðu og stefnufestu er góð von til þess að
jákvæð rekstrarniðurstaða náist í síðasta lagi
árið 2013,“ segir í bókun meirihlutans í bæjar-
stjórn Árborgar þegar fjárhagsáætlun næsta
árs var samþykkt.
Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu
greiddu fulltrúar Sjálfstæðisflokks atkvæði
gegn fjárhagsáætluninni. Þeir segja að með
áætluninni stefni sveitarfélagið í tæknilegt
gjaldþrot um mitt næsta ár. Í bókun meirihluta
Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri
grænna segir að markmið sé að standa vörð
um velferð íbúanna með sérstakri áherslu á
málefni barna og ungmenna.
„Á sama tíma þarf að draga verulega úr
rekstrarkostnaði sveitarfélagsins annað árið
í röð til að bregðast við því efnahags- og
rekstrar umhverfi sem nú er. Í niðurskurðar-
aðgerðum hefur áhersla fremur verið á að
draga úr þjónustu heldur en að leggja niður
einstaka þjónustuþætti. Rík áhersla hefur
verið lögð á að skerða ekki kjör starfsfólks
meira en nauðsyn krefur og grípa ekki til
beinna uppsagna nema í undantekningatilvik-
um,“ segir í bókuninni. Góð von sé til þess að
reksturinn verði jákvæður í síðasta lagi árið
2013, eins og áður segir. „Því er full ástæða til
bjartsýni um framtíðina fyrir Sveitarfélagið
Árborg,“ segir meirihlutinn. - gar
Meirihlutinn í Árborg segir að þörf sé á samstöðu og stefnufestu á næstu árum:
Segir komandi ár verða þung í rekstri
ÖLFUSÁRBRÚ Á SELFOSSI Bæjarstjórn Árborgar vonast
til að gjáin í rekstri sveitarfélagsins verði brúuð í síð-
asta lagi árið 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
STJÓRNSÝSLA Sjávarútvegsráð-
herra var óheimilt að framlengja
úthlutunartímabil byggðakvóta
fiskveiðiársins 2006-2007 inn á
nýtt fiskveiðiár með útgáfu sér-
stakrar reglugerðar.
Ákvörðunin átti sér ekki laga-
stoð og var því brot á lögmætis-
reglunni. Þetta kemur fram
í nýlegu áliti umboðsmanns
Alþingis.
Í álitinu er staðfest sú megin-
regla að heildarafli og leyfilegt
aflamark miðist við fiskveiðiárið
í samræmi við lög um stjórn fisk-
veiða. Ráðherra geti ekki breytt
því einhliða með stjórnvalds-
fyrirmælum.
Þau skip og bátar, sem fengu
úthlutað byggðakvóta á þennan
hátt, hafa því verið að veiðum án
lögmætra veiðiheimilda. - shá
Reglugerð um byggðakvóta:
Ákvörðun ráð-
herra átti sér
ekki lagastoð
Dalabyggð býður íbúum sveitarfélags-
ins upp á rútuferð á jarðarför Friðjóns
Þórðarsonar, fyrrverandi ráðherra
og alþingismanns. Útförin fer fram í
Hallgrímskirkju á þriðjudag.
DALABYGGÐ
Rútuferð á jarðarför
Bættur búnaður í Hnífsdal
Nýlega eignaðist björgunarsveitin
Tindar í Hnífsdal færanlega VHF-Tetra
gátt og stjórnstöð. Búnað þennan
má annað hvort nota sem færanlega
stjórnstöð þegar stjórna þarf aðgerð-
um í aðstöðu þar sem viðeigandi
fjarskiptabúnaður er ekki til staðar
eða sem gátt sem tengir þá VHF- og
Tetra-fjarskipti saman.
ÖRYGGISMÁL
Skipulagsnefnd Norðurþings vill láta
skoða hagkvæmni þess að leggja
hitaveitu tuga kílómetra leið frá Öxar-
firði þvert yfir Sléttu til Raufarhafnar
og til Langanesbyggðar.
NORÐURÞING
Skoða hitaveitu yfir Sléttu