Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 10
10 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR ÓRANGÚTAN FLYTUR Þessi 37 ára gamli órangútan er nýkominn ásamt sjö félögum sínum í dýragarð í borg- inni Gelsenkirchen í Þýskalandi úr dýragarði í Basel í Sviss, þar sem þeir hafa dvalið undanfarin ár. NORDICPHOTOS/AFP Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Heimilistæki, stór og smá, ljós og símar í miklu úrvali. Líttu inn og gerðu góð kaup. Við tökum vel á móti þér. A T A R N A fyrir Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is Lokað Vegna starfsmanna- og stefnumótunarfundar verður lokað á öllum skattstofum landsins og hjá ríkisskattstjóra föstudaginn 18. desember. Ríkisskattstjóri Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi Skattstjórinn í Reykjavík Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi Skattstjórinn í Vestmannaeyjum Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi FÉLAGSMÁL Stefnt er að því að koma á fót margvíslegum úrræðum fyrir ungt, atvinnulaust fólk á næsta ári. Áætlað er að 1,3 milljörð- um króna verði varið í verkefn- ið á næsta ári. Árni Páll Árna- son félagsmála- ráðherra kynnti í gær sérstakt átak ráðuneyt- isins í þeim efnum. 2.700 ungmenni á aldrinum sex- tán til 24 ára eru atvinnulaus um þessar mundir og hópurinn fer stækkandi. „Það sem einkennir þennan hóp er mjög stutt skóla- ganga,“ segir Árni Páll. Sam- kvæmt upplýsingum úr atvinnu- leysisskrá eru sjötíu prósent atvinnulausra undir þrítugu aðeins með grunnskólapróf. Hlutfallið hjá atvinnulausum í heild er fimmtíu prósent. Árni Páll segir rannsóknir í öðrum löndum sýna að unga fólk- ið sé í gríðarlegri hættu á að lenda utan vinnumarkaðar til lang- frama, sé ekkert að gert. „Við telj- um það skipta gríðarlega miklu að grípa inn í strax. Við höfum þess vegna lagt á það þunga áherslu að tryggja fjármagn til verkefna sem gera okkur kleift að mæta þörfum hvers og eins. Að hver og einn fái einstaklingsviðtal þar sem fund- ið er út hvað viðkomandi vill helst gera.“ Úrræðin sem um ræðir eru fjöl- breytt. Gert er ráð fyrir því að allt að 450 manns geti komist að í framhaldsskólum landsins og jafn margir í starfsþjálfun og störf við verkefni hjá félagasamtökum, sveitarfélögum og fyrirtækjum. Þá ert gert ráð fyrir því að allt að 700 manns geti komist í nám á vegum símenntunarstöðva og frumgreina- deilda. Einnig er gert ráð fyrir um 400 nýjum plássum á vinnustofum og í endurhæfingar- og meðferðar- úrræðum. Loks er gert ráð fyrir því að um 400 ný sjálfboðastörf skapist, og segir Árni Páll mikinn áhuga vera á því að nýta krafta atvinnulausra, meðal annars hjá Rauða krossinum og íþróttahreyf- ingunni. Hjá Rauða krossinum er stefnan sett á jafningjafræðslu, þar sem atvinnulausir ráðleggi öðrum í sömu sporum. Unnið hefur verið að verkefninu frá byrjun sumars og mun Vinnu- málastofnun stýra því. „Það sem við erum að leggja upp með er mjög metnaðarfull aðgerð og til þess að þetta gangi þarf allt sam- félagið að taka höndum saman, þetta er mikilvægt samfélagslegt verkefni. Fyrir hvern einstakling sem er bótaþegi út lífið er áætl- að að kostnaður sé í kringum 300 milljónir starfsævina á enda. Það er því til mikils að vinna.“ thorunn@frettabladid.is Úrræði fyrir atvinnu- laus ungmenni kynnt Atvinnulausum ungmennum fjölgar, en þau eru nú um 2.700. Félagsmálaráð- herra kynnti í gær átak til að koma fólkinu í skóla, vinnu eða sjálfboðastörf. Gríðarlega mikilvægt samfélagsverkefni, segir félagsmálaráðherra. ÁRNI PÁLL ÁRNASON ATVINNULEYSI Atvinnuleysi hefur fjórfaldast á síðastliðnu ári og var skráð um átta prósent í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNIR „Gera má ráð fyrir áframhald- andi þunga í rekstri á allra næstu árum en með samstöðu og stefnufestu er góð von til þess að jákvæð rekstrarniðurstaða náist í síðasta lagi árið 2013,“ segir í bókun meirihlutans í bæjar- stjórn Árborgar þegar fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu greiddu fulltrúar Sjálfstæðisflokks atkvæði gegn fjárhagsáætluninni. Þeir segja að með áætluninni stefni sveitarfélagið í tæknilegt gjaldþrot um mitt næsta ár. Í bókun meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna segir að markmið sé að standa vörð um velferð íbúanna með sérstakri áherslu á málefni barna og ungmenna. „Á sama tíma þarf að draga verulega úr rekstrarkostnaði sveitarfélagsins annað árið í röð til að bregðast við því efnahags- og rekstrar umhverfi sem nú er. Í niðurskurðar- aðgerðum hefur áhersla fremur verið á að draga úr þjónustu heldur en að leggja niður einstaka þjónustuþætti. Rík áhersla hefur verið lögð á að skerða ekki kjör starfsfólks meira en nauðsyn krefur og grípa ekki til beinna uppsagna nema í undantekningatilvik- um,“ segir í bókuninni. Góð von sé til þess að reksturinn verði jákvæður í síðasta lagi árið 2013, eins og áður segir. „Því er full ástæða til bjartsýni um framtíðina fyrir Sveitarfélagið Árborg,“ segir meirihlutinn. - gar Meirihlutinn í Árborg segir að þörf sé á samstöðu og stefnufestu á næstu árum: Segir komandi ár verða þung í rekstri ÖLFUSÁRBRÚ Á SELFOSSI Bæjarstjórn Árborgar vonast til að gjáin í rekstri sveitarfélagsins verði brúuð í síð- asta lagi árið 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNSÝSLA Sjávarútvegsráð- herra var óheimilt að framlengja úthlutunartímabil byggðakvóta fiskveiðiársins 2006-2007 inn á nýtt fiskveiðiár með útgáfu sér- stakrar reglugerðar. Ákvörðunin átti sér ekki laga- stoð og var því brot á lögmætis- reglunni. Þetta kemur fram í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis. Í álitinu er staðfest sú megin- regla að heildarafli og leyfilegt aflamark miðist við fiskveiðiárið í samræmi við lög um stjórn fisk- veiða. Ráðherra geti ekki breytt því einhliða með stjórnvalds- fyrirmælum. Þau skip og bátar, sem fengu úthlutað byggðakvóta á þennan hátt, hafa því verið að veiðum án lögmætra veiðiheimilda. - shá Reglugerð um byggðakvóta: Ákvörðun ráð- herra átti sér ekki lagastoð Dalabyggð býður íbúum sveitarfélags- ins upp á rútuferð á jarðarför Friðjóns Þórðarsonar, fyrrverandi ráðherra og alþingismanns. Útförin fer fram í Hallgrímskirkju á þriðjudag. DALABYGGÐ Rútuferð á jarðarför Bættur búnaður í Hnífsdal Nýlega eignaðist björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal færanlega VHF-Tetra gátt og stjórnstöð. Búnað þennan má annað hvort nota sem færanlega stjórnstöð þegar stjórna þarf aðgerð- um í aðstöðu þar sem viðeigandi fjarskiptabúnaður er ekki til staðar eða sem gátt sem tengir þá VHF- og Tetra-fjarskipti saman. ÖRYGGISMÁL Skipulagsnefnd Norðurþings vill láta skoða hagkvæmni þess að leggja hitaveitu tuga kílómetra leið frá Öxar- firði þvert yfir Sléttu til Raufarhafnar og til Langanesbyggðar. NORÐURÞING Skoða hitaveitu yfir Sléttu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.