Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 12
12 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR
SNJÓR Í PARÍS Börnin í París voru ekki
lengi að hópast út á götu að leika sér
þegar svolítill snjór féll þar úr lofti í
vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Arion banki býður
nú viðskiptavinum
með erlend og innlend
íbúðalán lausnir sem
lækka höfuðstól lána
og létta greiðslubyrði.
Hafðu samband
sími 444 7000 • arionbanki.is
Skoðaðu hvaða leið gæti hentað þér á arionbanki.is. Nánari upplýsingar fást
hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
A
R
I
48
40
9
12
/0
9
DÓMSMÁL Baldur Guðlaugsson,
fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjár-
málaráðuneytisins, sagði ósatt
þegar hann fullyrti í bréfi til
Fjármálaeftirlitsins (FME) að
hann hefði aldrei átt samskipti
við stjórnendur Landsbankans.
Þetta sagði Björn Þorvaldsson,
fulltrúi sérstaks saksóknara, fyrir
dómi þegar tekist var á um kröfu
Baldurs um að rannsókn á hendur
honum yrði hætt. Viðskiptablaðið
greinir ítarlega frá málflutningn-
um í nýjasta tölublaði sínu.
Baldur er grunaður um að hafa,
í krafti stöðu sinnar sem ráðuneyt-
isstjóri, öðlast innherjaupplýsing-
ar um alvarlega stöðu Landsbank-
ans í fyrrasumar, og í kjölfarið selt
hlutabréf í bankanum
fyrir 192 milljón-
ir króna rétt fyrir
bankahrun.
Í málflutningn-
um kom fram, að
því er segir í Við-
skiptablaðinu, að
Jónína S. Lárusdótt-
ir, ráðuneytisstjóri í
viðskiptaráðuneytinu,
hefði sagt í yfirheyrslu
vegna málsins að Baldur hefði
setið fund með henni og banka-
stjórum Landsbankans 13. ágúst í
fyrra. Þar hefðu þeir „í algjörum
trúnaði“ lýst því að Landsbankinn
væri í miklum vandræðum.
„Þetta sýnir að Baldur sagði
ósatt um að hann hefði aldrei átt
samskipti við stjórnendur Lands-
bankans,“ er haft eftir Birni í Við-
skiptablaðinu. Jafnframt sýni þetta
að Baldur hafi búið yfir innherja-
upplýsingum um stöðu bankans.
Þá sagði Björn að málið á hend-
ur Baldri hefði verið tekið upp að
nýju eftir að ábending hefði borist
um fundargerðir samráðshóps
Seðlabankans um fjármála-
stöðugleika, sem geymdar
voru í Seðlabankanum. FME
vissi ekki af tilvist þeirra
fram að því.
Á fundi hópsins hinn
31. júlí 2008 var staða
Landsbankans til
umræðu og
lét Jónas
Fr. Jóns-
son, þá
for-
stjóri FME, bóka að Landsbankinn
hefði þrjá mánuði til að uppfylla
skilyrði breska fjármálaeftirlits-
ins. Þá lét Baldur sjálfur bóka að
það yrði „banabiti“ bankanna ef
upplýsingar um stöðuna yrðu á
allra vitorði.
Björn nefndi einnig að Tryggvi
Pálsson, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs Seðlabankans, hefði
við yfirheyrslur sagt að samráðs-
hópurinn hefði eðli málsins sam-
kvæmt „alltaf“ haft innherjaupp-
lýsingar um stöðu Landsbankans.
Karl Axelsson, lögmaður Bald-
urs, krafðist þess að rannsókninni
yrði hætt, en Baldri hefði
þegar verið tilkynnt að
rannsóknin hefði verið
látin niður falla og það
væri mannréttindabrot
að rannsaka sama málið
tvisvar.
stigur@frettabladid.is
Saksóknari fullyrðir
að Baldur hafi logið
Baldur Guðlaugsson hitti Landsbankastjóra á fundi í fyrra. Hann fullyrti í bréfi
til FME að hann hefði aldrei átt samskipti við þá. Þetta kom fram fyrir dómi í
vikunni. Mannréttindabrot að rannsaka sama málið tvisvar, segir verjandinn.
JÓNAS FR. JÓNSSON
Sat í samráðshópn-
um með Baldri.
BALDUR GUÐLAUGS-
SON Er sagður
hafa logið í
bréfi til FME.
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest dóm héraðsdóms yfir manni
sem í kynmökum við konu setti
kynlífsbolta inn í leggöng hennar
og skildi hann þar eftir. Maður-
inn var dæmdur í sex mánaða
skilorðsbundið fangelsi og gert
að greiða konunni ríflega 800
þúsund krónur.
Afleiðingar athæfis hans gagn-
vart konunni urðu þær að þrem-
ur vikum síðar þegar í ljós kom
að boltinn var enn í leggöngum
hennar var hún komin með
bólgur og alvarlega sýkingu í leg-
göng. Þurfti að fjarlægja boltann
með aðgerð.
Þá var maðurinn einnig sak-
felldur fyrir að hafa hótað lög-
reglumönnum við störf lífláti. - jss
Sex mánuðir á skilorði:
Kynlífsbolta-
dómur stendur
PAKISTAN, AP Enn á ný er skorað á
Asif Ali Zardari, forseta Pakist-
ans, að segja af sér vegna spill-
ingarmála.
Kröfur þessar fengu byr undir
báða vængi þegar hæstiréttur
landsins nam úr gildi friðhelgis-
samning við Pervez Musharraf,
fyrrverandi forseta, sem hefur
verndað Zardari og sjö félaga
hans gegn ákærum í tengslum
við spillingarmálin.
Zardari er ekkill Benazir
Bhutto, sem vann mikinn kosn-
ingasigur áður en hún var myrt
árið 2007. Zardari hefur undan-
farið orðið æ óvinsælli í Pak-
istan, ekki síst vegna stuðnings
hans við Bandaríkin. - gb
Þrýst á Zardari að segja af sér:
Nýtur engrar
friðhelgi lengur
FAGNA DÓMSÚRSKURÐI Pakistanskir
lögfræðingar eru hæstánægðir með
hæstarétt. NORDICPHOTOS/AFP