Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 22
22 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ skrifar frá Kaupmannahöfn kolbeinn@frettabladid.is Allt var í járnum á loftslagsráð- stefnunni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samningar hafa að mestu náðst, en nokkur atriði standa út af borðinu. Gallinn er að það eru þau atriði sem öllu skipta. Ljóst er að útilokað er að ná lagalega bindandi samningi, eins og vonir höfðu staðið til og stefnt hefur verið að síðan í Balí fyrir tveimur árum. Segja má að þrjár leiðir séu mögulegar varðandi útkomuna. Í fyrsta lagi er möguleiki á að gefin verði út pólitísk viljayfir- lýsing. Leiðtogarnir myndu þá lýsa því yfir að þeir stefndu að því að ná þessum sameiginlegu markmiðum. Hún væri ekki bind- andi, en enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi slíkrar yfir- lýsingar frá 130 þjóðarleiðtogum. Þetta er leið sem bæði John Kerry og Al Gore hafa talað fyrir. Þeir vonast til að Bandaríkjaþing sam- þykki tillögur Obama í loftslags- málum þannig að hendur hans verði ekki eins bundnar á næstu loftslagsráðstefnu í Mexíkó. Annar möguleiki er að sam- komulag náist um vinnuferli. Þá myndu ríkin setja tímaplan um viðræður og halda vinnunni áfram sem ekki tókst að ljúka hér. Þriðja leiðin væri sú að ekkert samkomulag næðist. Til slíkrar niðurstöðu mega menn ekki hugsa, enda eru afleiðinga hlýn- unar loftslags ljósar og bregðast þarf við þeim strax. Enginn hefur efasemdir um það hér, eða eins og John Kerry orðaði það: Það tekur því ekki að eiga orðastað við fólk sem heldur slíku fram. Loft var lævi blandið í Bella Center í gær. Mismunandi fregnir bárust af viðræðunum á bak við tjöldin. Blaðamannafundirnir voru ekki til að auka bjartsýni; Hillary Clinton gerði lýðnum ljóst að full- komið gagnsæi af hálfu Kínverja væri skilyrði samninga. Síðar um daginn lýsti He Yafei, aðstoðar- utanríkisráðherra Kína, því í raun yfir, undir hulu fallegra orða, að slíkt gagnsæi og eftirlit með mál- efnum Kínverja væri skerðing á fullrétti ríkisins. Danski forsætisráðherrann, Lars Løkke Rasmussen, sem stýrir ráðstefnunni nú, tilkynnti rétt fyrir hádegi í gær að aðeins yrði litið á tvo texta: lokaályktun ráð- stefnunnar og framhald á Kyoto- bókuninni. Að þeim var unnið fram á kvöld. Menn eru á einu máli að ef stór- veldin tvö, Kína og Bandaríkin, vilji svo við hafa muni takast að ná samkomulagi. Hvort það verður ræðst þó trauðla fyrr en Obama mætir á svæðið. Komi hann ekki er það öruggt merki þess að samning- ar hafi siglt í strand. Takist sam- komulag er ekki ólíklegt að menn verði fram á laugardag að ganga frá textanum. Risaveldin hafa út- komuna í hendi sér Ljóst er að ekki næst lagalega bindandi samkomulag á loftslagsráðstefnunni. Vonir standa til að málum verði komið áfram og gefin verði út pólitísk yfirlýs- ing. Fjöldi þjóða er reiðubúinn til að greiða í stuðningssjóð fyrir þróunarlönd. Bernard Turim fer fyrir 1.500 manna samfélagi á eyjunni Tulun. Hækkandi yfirborð sjávar hefur orðið til þess að fólk hans hefur oftsinnis þurft að flytja búferlum. Nú vill hann aðstoð við að steypa vegg umhverfis eyjuna til að verja hana ágangi sjávar. Hann segir eyjarskegga líða fyrir velmegun Vesturlanda. „Þegar flæðir að fer sjórinn yfir ræktarlandið og þess vegna er ómögulegt að rækta nokkuð leng- ur,“ segir Bernard Turim. Hann er kominn langt að, heimkynni hans eru undan strönd Papúa Nýju- Gíneu í Suður-Kyrrahafi. Bern- ard býr á eyjunni Piul, í Tulun- eyjaklasanum, veiðir fisk og er höfðingi fólks síns. Bernard var staddur í Kaup- mannahöfn í boði dönsku iðnaðar- samtakanna. Sá sem gerði það að veruleika er danski ljósmyndarinn Björn Stig Hansen. Bernard segist mjög hrærður yfir að fá tækifæri til að segja sögu sína og þakklátur Birni. „Það erum við sem finnum fyrir breytingunum. Sjórinn er búinn að eyðileggja strandlengjuna og gera okkur lífið óbærilegt. Hann hefur alveg eyðilagt akrana okkar og við getum ekki lengur plantað ávöxtum. Við lifum því á fiski og þurrum kókoshnetum, sem er ekki nógu fjölbreytt fæða. Fæðuöryggið er ekkert.“ Eyjarskeggjar eiga að fá hrísgrjónasendingu frá höfuð- borginni, Bougainville, ársfjórð- ungslega, en mikill misbrestir er á því. Oft koma bara tvær send- ingar á ári og í ár hefur aðeins ein borist. Þá breytir sjórinn jarðveginum í mýri sem dregur að sér moskító- flugur. Þær breiða síðan út malaríu og tengda sjúkdóma, sem eru orðn- ir mikið vandamál á svæðinu. Svona hefur þetta verið frá árinu 1988, að sögn Bernards. Íbúar Tulun-eyja eru kallaðir Carterets, en eyjarnar eru stund- um kallaðar Carteret-eyjar, eftir breska landkönnuðinum Philip Carteret sem var fyrsti Evrópu- maðurinn til að stíga þar fæti árið 1767. Þeir eru taldir skyldir fólk- inu í Buhna, á Papúa Nýju-Gíneu, en eru samt ekki velkomnir þar. Bernard hefur fengið að kenna á því, þar sem fólkið hans hefur í tví- gang verið flutt til, meðal annars til Buhna. „Það er alltaf litið á okkur sem útlendinga og við höfum lent í vandræðum með svokallaða „jarð- eigendur“ sem eru okkur vondir. Þeir hafa hrakið okkur í burtu og ráðist á konurnar okkar. Samt vill sumt unga fólkið, sem á mörg börn, flytja vegna fæðuleysis- ins. Við hin eldri óttumst að með því missum við tengsl við landið okkar og menningu, heilaga staði og söguna.“ Bernard segir að fólk eigi að hlusta á sögu hans; fólkið hans takist á við afleiðingar vanda- máls sem búið sé til annars stað- ar í heiminum. Hann óskar eftir aðstoð og telur að steypa verði vegg hringinn í kringum eyjuna til þess að fólkið geti búið heima hjá sér. Boðskapur hans til ráð- stefnunnar í Kaupmannahöfn var einfaldur. „Ykkur ber siðferðileg skylda til að hjálpa okkur. Við ollum ekki vandanum, en þurfum að takast á við hann.“ Spurður hvort þetta sé raunhæf lausn telur hann svo vera. Bandaríkjamenn hafi lent á tungl- inu og Japanir reist flugvöll á haf- inu. „Milljörðum er eytt í tækni- framfarir og það hlýtur að vera hægt að hjálpa okkur.“ Þeir sem vilja fræðast frekar um Tulun eða styðja við bakið á eyjarskeggjum geta farið á heima- síðu Björns, www.bjornstighansen. com, en þar er að finna myndir og upplýsingar. Hækkandi yfirborð sjávar hefur gert búsetu á Tulun nánast vonlausa: Við líðum fyrir ykkur HÖFÐINGINN Bernard biður um stuðn- ing til að þjóð hans geti búið áfram í heimkynnum sínum. Hún takist á við afleiðingar aðgerða annarra þjóða. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Elica háfarnir eru einstakt sambland af tækni og fagur- fræði. Þessir einstöku háfar fást vegghengdir og yfir eyjur. Elica háfarnir eru frábær lausn fyrir eldhúsið. Verð frá kr.: 162.512 JÓLATILBOÐ Platinum, Isobella, Twin, Wave og Grace háfar á tilboði* 30% JÓLA AFSLÁTTUR Opið á morgun laugardag frá kl. 11:00-16:00 Lokað sunnudag Elica háfar glæsileg hönnun og fágað yfirbragð Hvert ríkið á fætur öðru lýsti sig í gær reiðubúið að greiða í sjóð til stuðnings þróunarríkjum. Kína hefur afþakkað fjárframlög úr sjóðnum. Annars vegar er um að ræða tíu milljóna dala neyðaraðstoð sem verði tilbúin 2012. Þá á að koma á árlegum greiðslum sem árið 2020 munu nema 100 milljörðum dala. Óljóst er hvernig greiðslur skiptast, en óskráð regla hefur verið að Bandaríkin greiða tuttugu prósent af slíkum sjóðum Sameinuðu þjóð- anna. Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna lofaði stuðningi í gær. SAMIÐ UM SJÓÐ FYRIR ÞRÓUNARLÖND LÍTIL VON Sjá mátti á Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að lítil von var um að það tækist að semja. Lagalega bindandi samningur er í það minnsta úr myndinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.