Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 42

Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 42
42 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Joseph Stiglitz skrifar um risafjármálafyrirtæki og hertar reglugerðir Alþjóðleg deila geisar um hvers konar reglur þurfi að setja til að endur- reisa traust á fjármálakerf- inu og tryggja að það fari ekki aftur á hliðina eftir nokkur ár. Mervyn King, bankastjóri Bank of England, hefur kallað etir takmörkunum á umsvifum risabankanna. Forsætis- ráðherra Bretlands, Gordon Brown, er ósammála og gefur í skyn að hömlur á umsvifum bankanna muni ekki koma í veg fyrir aðra fjármála- kreppu; en það er rétt hjá King að bankar sem eru of stórir til að falla ættu að vera í ströngu taumhaldi. Í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar bera stóru bankarnir meginábyrgð á þeim kostnaði sem fallið hefur á skattgreiðendur. Í Bandaríkjun- um hafa 106 minni bankar farið á hausinn það sem af er ári. En það eru risabankarnir sem kosta okkur risafjárhæðir. Átta mistök Fjármálakreppan er afleiðing átta sjálfstæðra en tengdra mistaka. - Bankarnir sem eru of stórir til að falla eru reknir af brengluðum hvata; ef þeir tefla djarft og hafa betur hirða þeir ágóðann; ef þeir tapa borga skattgreiðendur reikn- inginn. - Fjármálastofnanir eru of sam- ofnar til að falla; sá hluti AIG sem kostaði bandaríska skattgreiðend- ur 180 milljarða dollara var tiltölu- lega lítill. - Litlir bankar auka á áhættuna ef þeir eru reknir á sama hátt og stóru bankarnir. - Hvatakerfi bankanna leggja áherslu á skammtímaákvarðanir og óhóflega áhættu. - Þegar bankar meta eigin áhættu, taka þeir ekki inn í reikninginn hvaða mögulegu skaðlegu afleiðing- ar mistök þeirra gætu haft á aðra. Þetta er grunnástæðan fyrir því að það þarf nýja reglugerð. - Bankar hafa staðið sig illa í áhættustýringu – kenningarnar sem þeir studdust við voru meingallað- ar. - Fjárfestar, sem virðast enn kærulausari gagnvart óhóflegri skuldsetningu en bankarnir, þrýsta mjög á bankana að taka of mikla áhættu. - Eftirlitsaðilar eiga að henda reiður á þessu og koma í veg fyrir allt sem ýtir undir kerfisbundna áhættu. Þeir brugðust. Þeir studdust líka við gallað- ar kenningar og voru með brenglaða hvata. Alltof fáir skildu hlutverk reglugerða; og of margir stukku upp í ból með þeim sem þeir áttu að hafa eftirlit með. Ef við bærum meira traust til eftirlitsaðila og yfirmanna bank- anna, værum við ef til vill ívið rólegri gagnvart öllum hinum vandamálunum. En eftirlitsaðilum og umsjónarmönnum getur brugð- ist bogalistin og þess vegna þurf- um við að takast á við allar hliðar vandans. Það kostar vitaskuld sitt, en kostnaður við lélegt eftirlitskerfi er aftur á móti gríðarlegur. Kostirn- ir við að styrkja eftirlitskerfið vega ávallt þyngra en kostnaðurinn. Rangt gefið King hefur lög að mæla: Bankar sem eru of stórir til að falla eru of stórir til að halda áfram að starfa á markaði. Ef þeir halda því áfram verður að reka þá undir ströngu eft- irliti. Tilvist þeirra brenglar stöð- una á fjármálamörkuðum. Af hverju ættu þeir að fá að stunda fjárhættu- spil meðan skattgreiðendur borga tapið? Hver eru „samlegðaráhrif- in“? Getur verið að þau vegi þyngra en kostnaðurinn? Sumir stórir bank- ar standa í nægilega mikilli miðl- un verðbréfa (hvort heldur það er fyrir eigin reikning eða viðskipta- vina) að þeir hafa í raun áunnið sér sama ósanngjarna forskot og hver annar innherji. Með þessu getur hagnaður þeirra aukist, en á annarra kostnað. Leik- urinn er ójafn – sér í lagi á kostnað þeirra sem minna mega sín á vell- inum. Hvaða fyrirtæki myndi ekki vilja að bresk eða bandarísk stjórn- völd ábyrgðust skuldatryggingar þess; engin furða að fyrirtæki sem eru „of stór til að falla“ ráði mark- aðnum. Nýtt hvatakerfi Eitt sem hagfræðingar eru nú orðið sammála um er að hvati skiptir máli. Bankastjórnendum var umb- unað fyrir aukinn hagnað – hvort sem hann var vegna bættrar starf- semi (dugnaður á markaði) eða auk- innar áhættu (aukin skuldsetning). Annaðhvort voru þeir að svíkja hluthafa og fjárfesta, eða þeir skildu ekki eðli áhættu og umbunar. Kannski er hvort tveggja rétt. Og hvorugt er tilefni til bjartsýni. Þar sem fjárfesta skorti skilning á áhættu og stjórnsýslu fyrirtækja var ábótavant, lá hvati bankamanna í því að hanna ekki góð hvatakerfi. Nauðsynlegt er að lagfæra slíkar veilur – bæði á stjórnsviði fyrir- tækja og hjá einstökum yfirmönn- um. Það felur í sér að skipta upp fyrir- tækjum sem eru „of stór til að falla“ (eða „of flókin til að laga“). Þar sem ekki er hægt að koma þessu við þá þarf að setja athafnafrelsi fyrirtækjanna strangar skorður og leggja á hærri skatta og auka kröfur um eiginfjárhlutfall. Með því er leikurinn jafnaður. En vand- inn liggur auðvitað í smáatriðunum – og stóru bankarnir koma til með að gera hvað þeir geta til að tryggja að hvaða gjöld sem á þá verða lögð verði nægilega lág til að dragi ekki úr forskotinu sem fengið er með því að skattgreiðendur ábyrgist starf- semi þeirra. Meiri takmarkanir, minni hætta Jafnvel þó að við lögum hvatakerfi bankanna þannig að þau virki full- komlega – sem er ekki í spilunum – stafar alltaf áhætta af bönkun- um. Því stærri sem bankinn er og þeim mun meiri áhættu sem stórum bönkum er leyft að taka, því meiri er ógnin við hagkerfi okkar og sam- félög. Í þessum málum eru samt engar skýrar línur. Eftir því sem við setjum meiri stærðartakmörk, getum við verið afslappaðri í þess- um málum og öðrum sem snúa að regluverki fjármálastarfsemi. Og það er þess vegna sem King, Paul Volcker, sérfræðingaráð Sameinuðu þjóðanna um endurbætur á kerfi alþjóðlegra peningamála og fjár- málastarfsemi, og fjöldi annarra, hefur rétt fyrir sér um þörfina á að setja stóru bönkunum skorður. Nálgast þarf vandann úr mörgum áttum, þar á meðal með sérstökum sköttum, auknum kröfum um eigið fé, strangara eftirliti og skorðum á stærð og á umfang áhætturekst- urs. Slík nálgun kemur ekki í veg fyrir aðra kreppu, en það dregur úr líkunum á henni – og úr kostnaði hennar, bresti hún á. Joseph E. Stiglitz er Nóbelsverð- launahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Hættulegir risar UMRÆÐAN Sigurður Pálsson skrif- ar um trú og uppeld- isstarf Í Fréttablaðinu 15. des. sl. veita þrír fulltrúar í mannréttindaráði Reykja- víkur formanni ráðsins ákúrur fyrir að „leggja áherslu á“ aðskilnað barna eftir trúar- og lífsskoðunum, en í nóv- ember hafði mannréttindastjóri borgarinnar skrifað stjórnend- um leik- og grunnskóla bréf þar sem áréttað var að börnum skuli ekki mismunað vegna trúar eða lífsskoðunar þeirra eða foreldra þeirra. Tilefni ákúranna er þessi setning í bréfi frá formanni mann- réttindaráðs til sömu aðila frá 1. des. þar sem segir: „Ætlunin var alls ekki að gera athugasemdir við hefðbundið kirkjustarf skólabarna heldur benda á mikilvægi þess að þeir sem hafa aðrar lífs- og trú- arskoðanir standi annað til boða meðan á kirkjustarfinu stendur.“ Ekki ætla ég mér að blanda mér í innbyrðis deilur í mannréttinda- ráði. Hins vegar langar mig að leggja orð í belg um „hefðbund- ið kirkjustarf skólabarna“. Hefð- bundið kirkjustarf fyrir börn og unglinga fer yfirleitt ekki fram á skólatíma. Hins vegar kann að vera að verið sé að vísa til þess að sumar kirkjur bjóða upp á kirkju- starf fyrir börn á þeim tíma sem þau eru höfð í gæslu í skólanum eftir að kennslu lýkur og börnum sem það kjósa boðin þátttaka í því. Sums staðar hefur kirkjan fengið inni í skólahúsnæði en þátttaka barnanna að sjálfsögðu sjálfvalin en ekki skyldug. Ætla má að verið sé að gagnrýna að kirkjan fái inni í skólum, þar sem í lok greinarinn- ar er vísað í meintan dóm Mann- réttindadómstóls Evrópu frá 2007, sem á að hafa fallið foreldrum í vil sem „höfðað höfðu mál vegna starfsemi trúfélags í skólum“. Þessi tilvísun er röng. Mann- réttindadómstóllinn hefur engan slíkan dóm fellt. Hins vegar féll dómur árið 2007 í máli sem norsk- ir foreldrar höfðuðu gegn norska ríkinu vegna þess að þarlend skólayfirvöld vildu ekki veita börnum þeirra algjöra undanþágu frá kennslu í námsgreininni „Kristend- om, religion og livssyn“, heldur aðeins undanþágu frá því sem flokkast gæti undir trúarlega iðkun af einhverju tagi. Einnig var fundið að því að flók- ið væri að fá slíka undan- þágu. Niðurstaða dómsins var sú að með þessum tak- markaða rétti til undanþágu hefði norska ríkið brotið á uppeldis- rétti foreldra sem tryggður væri í mannréttindasáttmálum. Von- andi er þessi ranga tilvísun í dóm- inn fremur vegna athyglisbrests en ásetnings. Niðurstöðu dómsins má lesa á vef dómstólsins: Press release nr. 464, 29.06.2007. Sagan af Bergþóru í grein þremenning- anna, sem fékk undanþágu frá kristindómsfræðslunni, leiðir í ljós að skólinn brást við í sam- ræmi við dóminn, en hefði átt að fá Bergþóru verðug verkefni við annað, sem hann gerði ekki. En kannski ratar þessi deila í dagblöð vegna þess að nú líður að jólum. Í aðdraganda jóla undan- farin ár hafa komið fram athuga- semdir með vísan í uppeldisrétt foreldra að skólar skuli sinna jóla- undirbúningi á sama hátt og gert hefur verið áratugum saman. Auk andúðar á jólaföndrinu hefur verið fundið að því að skólar haldi „litlu jólin“ með nemendum og að farið skuli með þá í kirkju. Undirritað- ur telur mikilvægt að réttur allra foreldra sé virtur, einnig rétttur meirihluta foreldra sem telja sjálf- sagt að skólahald í aðdraganda jóla sé með sama hætti og verið hefur. Að sjálfsögðu á ekki að skylda börn til þátttöku ef foreldr- ar eru andvígir henni. En hversu langt er sanngjarnt að ganga til móts við lítinn minnihlutahóp á kostnað meirihlutans? Er ekki hægt að mæta þörfum minnihlut- ans með öðrum hætti? Ástæða er til að minna á að um 90% þjóðar- innar tilheyrir kristnum trúfélög- um sem öll geta sameinast í jóla- haldinu. Gleðileg jól. Höfundur er fyrrverandi sóknar- prestur og doktor í menntunar- fræðum. Jól – skóli – kirkja JOSEPH STIGLITZ SIGURÐUR PÁLSSON UMRÆÐAN Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir skrifar um loftslagsmál Það þarf ekki vísinda-leg sannindi til að sjá eyðileggingarmátt mann- kyns. Sannleikurinn upp- ljóstrast með flóðum, stækkun eyðimarka, aukinni tíðni hvirfilbyla og storma, hækkandi sjávarmáli, súrnun sjávarins, eyðileggingu skóglenda, bráðn- un jökla vítt og breitt um heim- inn í dag – einnig þeirra sem stóðu háreistir í minni æsku í norðrinu. Það er sárlega augljóst að núverandi aðferðir okkar gagn- vart náttúru munu hafa slíka skaðsemi á yfirborð jarðar að lífið í heild, eins og við þekkj- um það, verður alvarlega ógnað. Orsök þess er gífurlega ósjálf- bært líferni okkar. Þeir sem munu líða hvað mest eru þau sem hafa enga rödd – komandi kynslóðir. Munið að sú hugsun er huggun þeirra sem átta sig á ástandinu en kjósa að aðhafast ekki. Því er það ekki spurning um stjórnmál, persónulegan ávinn- ing eða vísindaleg sannindi sem fær okkur til að virða heiminn í kringum okkur – það ætti að vera okkar siðferðilega skylda. Ekki bara okkar heldur hvers barns á unga aldri af hálfu foreldra, þjóð- félaga, skóla, trúarfélaga, miðlana og ríkisstjórna. Því miður erum við langt frá slík- um hillingum. Í lok dags kemur þetta allt niður á þessa einu spurningu um siðferði okkar; hvernig göngum við að náttúrunni í kringum okkur? Í dag má heyra háværar efasemdaraddir. Það eru þær sem efast um tilvist hitnun jarðkringlunnar. Hafið hugfast að þessar raddir heyrast langoftast frá þeim sem verða hvað minnst fyrir barðinu, fólk í Englandi, hluta úr Evrópu og Bandaríkjunum. Það er því auðvelt að loka augunum þegar vandamálið starir ekki á þig né bankar í sífellu á dyrnar þínar. Svo eru einnig þeir sem hafa bein sambönd í olíuiðnaðinn. Við hin, eða langflest, vitum vel að núver- andi lifnaðarhættir okkar ganga ekki til lengdar. En hví aðhefst þá enginn? Kaldhæðnislega staðreyndin er sú að flestir nenna því ekki. Í seinni heimsstyrjöld var fólk reiðubúið að fórna lífi og lifum fyrir sameiginlegan málstað. Nú megum við ekki einu sinni vera að því að fórna óþarfa lífsmunaði líkt og sjónvarpinu, rafmagns- tannburstanum, brauðvélinni eða batteríhlaðna mjólkurfreyðaran- um, hvað þá að eyða 15 mínútum á viku í að flokka sorp. Við erum löt og sjálfhverf. Sagan mun sýna okkur vera „þau sem gerðu ekkert“ … eða hvað? Höfundur er söngkona. Hugleiðingar um loftslagsráðstefnuna SIGURLAUG KNUDSEN Hlý, mjúk og notaleg nærföt Jólatilboð HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.