Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 58
2 • 24.950 HARÐIRPAKKAR föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 18. desember 2009 FLOTTUSTU SPARISKÓRNIR FYRIR JÓLIN + ÁRAMÓTAFÖRÐUN Í ANDA BRIGITTE BARDOT + FATASKÁPUR HILDAR BJARKAR YEOMAN Sameinumst, hjálpum þeim JÓL JÓLSSON Í HÁTÍÐARSKAPI POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Forsíðumynd: Stefán Karlsson Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. Tara Reid situr nakin fyrir í nýjasta tölublaði Playboy. Hún segist vilja sýna heiminum hvernig hún lítur út í raun og veru, en það er hugsanlegt að hún vilji einnig reyna að endur- lífga misheppnaðan feril sinn með uppátækinu. Tara Reid var ein af unglingunum sem slógu í gegn í kvik- myndinni American Pie árið 1999. Myndin var gríðarlega vin- sæl og þénaði meira en 100 milljónir doll- ara. Fátt er líkt með Töru Reid þá og Töru Reid sem við þekkj- um í dag. Sæta, ljóshærða ráma stelpan er búin að fara í nokkrar misheppnaðar lýtaaðgerðir og djamm síðustu ára hefur haft áhrif á kvikmynda- ferilinn. Myndir hennar hafa ekki verið frumsýndar í kvikmyndahús- um síðan hún lék í Alone in the Dark árið 2005. Síðast sást hún í myndinni Vipers – við höfum ekki heldur heyrt um hana, enda var hún frumsýnd á Sci-Fi-sjónvarpsstöðinni áður en hún var gefin út á DVD. Tara hefur látið lagfæra mistök sem gerð hafa verið á líkama henn- ar og sýnir afraksturinn í nýjasta tölublaði karlablaðsins Playboy. „Ég var löguð og er í lagi núna. Ég vil að fólk viti að það er í lagi með mig,“ sagði hún í viðtali er hún var spurð hvers vegna hún situr nakin fyrir. „Það hefur verið í lagi með mig í fimm eða sex ár, en fólk fær alltaf að sjá gömlu myndirnar af mér. Það er ósanngjarnt og hluti af ástæðunni fyrir því að ég sit fyrir í Playboy. Ég þarf að sýna heiminum hvern- ig ég lít út í raun og veru.“ Hugsanlegt er að uppátækið sé leið Töru til að koma sér á kortið aftur í viðleitni til að endurlífga andlausan kvik- myndaferil. Hún kemst aftur í umræðuna og hugsanlega l a n d a r h ú n bitastæðu kvikmynda- h l u t v e r k i í kjölfarið. Það er ekki skrýtið að hún gangi langt þar sem ferill hennar hefur verið rjúkandi rúst und- anfarin ár. Til dæmis má nefna að á hátindi ferilsins fékk hún rúmlega 60 þúsund dollara fyrir að láta sjá sig á völdum skemmtistöðum, en í lok ársins 2008 þurfti hún að grátbiðja um 1.500 dollara. Nú er hún búin að fara í meðferð og virðist vera tilbúin til að gera allt til að slá í gegn á ný – meira að segja koma nakin fram. POPPSKÝRING: TARA REID REYNIR AFTUR …SJÁ STÓNS Bjarni og Bjössi úr Mínus eru staddir á landinu og ætla að halda tónleika með Rolling Stones-koverbandinu Stóns á Sódómu á morgun. Svo eru þeir roknir til útlanda aftur þannig að ef fólk vill sjá þetta magnaða band er um að gera að skottast úr Kringlunni, gleyma jólunum í smá stund og grátbiðja um Paint it Black. …HLÆJA FYRIR JÓL Jólin eru að drepa okkur öll, eða gera okkur gjaldþrota. Nema hvort tveggja sé. Þess vegna er þjóðráð að skella sér á uppistand strákanna í Mið-Íslandi á Batteríinu í kvöld. Ekki fara í jólaköttinn súr á svip. Vertu skælbrosandi og hlæjandi þegar kvikind- ið kemur og étur þig upp til agna vegna þess að þú hafðir ekki efni á nýjum fötum fyrir jól. Enda eyddirðu að sjálfsögðu öllum peningunum þínum í gjöf handa mömmu. …HLUSTA Á NIRVANA Það er einhvern veginn þannig, að það er sama hversu lengi hljómsveitir hafa verið hættar, meðlimir látnir og allt snyrti- lega frágengið – þá kemur alltaf ein plata í viðbót. Nú var að koma út læf plata með Nirvana, sem var tekin upp á tónleikum á Reading-hátíðinni. Tónleikarnir eru magnaðir og platan er dæmd á blaðsíðu 14. …KYNNAST GEORG BJARNFREÐARSYNI Lokahnykkurinn í sögunni um Georg, Ólaf Ragnar og Daníel er á leiðinni í bíó í formi kivkmyndarinnar Bjarnfreðarson. Það er reyndar mjög ólíklegt að þú hafir aldrei horft á þættina, en ef þú hefur búið í holu síðustu ár (eða í Danmörku) skaltu taka þetta allt á DVD og skella þér svo í bíó. ÞAÐ ER EKKI ORÐIÐ OF SEINT AÐ … Frosti Gringo, trommari Stóns, fór með hlutverk síðhærða fangans í Fangavaktinni. Hinn risavaxni Þröstur Hjörtur tók af honum plokkfisk og gaf Ólafi Ragnari í eftirminni- legu atriði. ● ÍSLENSKAR STÚLKUR Í PLAYBOY Árið 1998 birti Playboy myndaþáttinn Women of Iceland, þar sem fjölmargar íslenskar stúlkur fækkuðu fötum fyrir tímaritið. Í dag eru endalausar vangaveltur um hvort Ásdís Rán ætli að sitja fyrir í blaðinu, en hún var í viðtali á vefsíðu tíma- ritsins fyrir skömmu. Þá bárust fréttir af því fyrir nokkrum mánuðum að fyrirsæt- an Ornella Thelmudótt- ir hafi farið í mynda- töku fyrir tímarit- ið, en mynd- irnar eiga enn þá eftir að birtast. ● FRÆGAR FÆKKA FÖTUM Fjölmargar frægar konur hafa setið fyrir á síðum Playboy, þannig að Tara Reid er enginn brautryðj- andi. Ofurskutlan Kim Basinger birtist á síðum blaðsins árið 1983 og tólf árum síðar var komið að Drew Barrymore. Denise Richards var í Playboy fyrir fimm árum og Broke Burke, sem var kynnir í Rockstar: Supernova, hefur tvisvar birst á síðum blaðsins, árin 2001 og 2004. Loks hefur Pamela Anderson setið reglu- lega fyrir í Play- boy síðan hún birtist þar fyrst árið 1990. BJARGAR PLAY- BOY FERLINUM? Grínistinn góðkunni Steindi Jr. leikur sálfræð- ing í myndbandi rapparans Didda Fel við lagið Sjúkur. (Diddi er í viðtali á blaðsíðu átta) Myndbandinu er leikstýrt af Einar Smárasyni og Fannar Sch. Edwardsson tók upp og klippti. Það er komið inn á Youtube og upphafsatriðið með Steinda er kostulegt. Þar er hann að spjalla við kærustuna, sem bíður eftir honum heima á bumbunni í boxernærbuxum og með ilmvatn. Steindi vinnur nú að eigin þáttum sem sýndir verða á næsta ári. Þátturinn er með vinnutitilinn Steindinn okkar og lofar góðu, en atriði hans í Monitor-þættinum síðasta sumar vöktu mikla lukku. STEINDI JR. Í MYNDBANDI DIDDA FEL STEINDINN OKKAR Kemur fram í tónlist- armyndbandi. ÞÁ Tara Reid áður en hún byrjaði að breyta líkama sínum með hjálp lækna. NÚ Tara Reid á forsíðu Playboy. AÐEINSÍ DAG! LOKAÚTKALL! FRÍTT Í 14 DAGA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.